Að styðja við samkeppni í raun Árni Páll Árnason skrifar 21. maí 2011 12:00 Ritstjóri Fréttablaðsins stökk til varnar kvótakerfinu í leiðara og vék að ummælum mínum um mikilvægi öflugrar samkeppni í öllum atvinnugreinum í þeim tilgangi. Það var gamalkunnugt og nánast ósjálfrátt viðbragð til varnar útgerðinni, en spyrja má hvort besta vörnin sé sú sem veitt er af gömlum vana. Íslenskt atvinnulíf einkennist af fákeppni á fjölmörgum mörkuðum. Saga okkar sýnir hvernig allt hefur lagst á eitt: Landfræðileg einangrun, smæð hagkerfisins, tengsl ráðandi flokka við fyrirferðarmestu aðila í atvinnulífi, sveiflukennt efnahagslíf og smæð heimamarkaðar. Með EES-samningnum náðum við þeim árangri að brjóta skörð í varnarvegg um kyrrstöðu í atvinnulífinu. Heimamarkaðurinn stækkaði gríðarlega og nýjar samkeppnisreglur tóku gildi, sem takmörkuðu kúgunarvald ráðandi aðila á markaði. Umræðan um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verður að taka mið af þessum staðreyndum, en ekki að lokast inni í slagorðum og frösum, eins og gætir í fyrrnefndum leiðara. Í tilvitnuðu viðtali í Markaðnum nefndi ég að brjóta þurfi niður alla múra forréttinda og sérréttinda í einstökum atvinnugreinum og hvetja til nýliðunar og nýsköpunar. Það á við um allar atvinnugreinar hér á landi – allar og alltaf. Í fámenninu er auðvelt að velja sér vini og verja til dæmis með kjafti og klóm fákeppni á kostnað neytenda í mjólkuriðnaði – eins og sjálfstæðismenn gera af mikilli hugsjónagleði – eða telja einhverja aðra atvinnugrein svo sérstaka að rétt sé að gera henni sérstaklega hátt undir höfði og undanskilja hana almennum leikreglum að einhverju leyti. Almennu reglurnar eigi vissulega að gilda – bara ekki núna og ekki um þessa atvinnugrein. Þetta er leið fortíðarinnar – leiðin til samfélags fákeppni og einhæfra atvinnuhátta. Grundvallaratriðin eru þau að útgerðin greiði í sjóð Íslendinga endurgjald fyrir afnot af auðlindinni sem endurspegli eðlilega auðlindarentu og að nýliðun sé möguleg í þessari grein sem öðrum. Greinin verður áfram að vera samkeppnishæf og arðsöm. Nú ætla ég mér ekki þá dul að halda því fram að allt sem í nýjum frumvörpum er að finna sé fullkomin snilld og vafalaust má sníða agnúa af þeim frumvörpum í þinginu. Til þess er líka gefinn tími. Aðalatriðið er að ekki má nálgast málið út frá því sjónarmiði að breytingar í þágu almannahagsmuna séu óásættanlegar út frá hagsmunum útgerðarinnar. Ef þetta tvennt rekst á, verða almannahagsmunir að ráða. Barátta næstu ára snýst um hvort íslenskt atvinnulíf verði í raun alþjóðlega samkeppnishæft atvinnulíf eða hvort hin dauða hönd kolkrabba, flokkshesta og einkavina leggist á ný yfir íslenskt atvinnulíf. Í þeirri baráttu þurfa allir áhugamenn um samkeppnishæft atvinnulíf að standa saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins stökk til varnar kvótakerfinu í leiðara og vék að ummælum mínum um mikilvægi öflugrar samkeppni í öllum atvinnugreinum í þeim tilgangi. Það var gamalkunnugt og nánast ósjálfrátt viðbragð til varnar útgerðinni, en spyrja má hvort besta vörnin sé sú sem veitt er af gömlum vana. Íslenskt atvinnulíf einkennist af fákeppni á fjölmörgum mörkuðum. Saga okkar sýnir hvernig allt hefur lagst á eitt: Landfræðileg einangrun, smæð hagkerfisins, tengsl ráðandi flokka við fyrirferðarmestu aðila í atvinnulífi, sveiflukennt efnahagslíf og smæð heimamarkaðar. Með EES-samningnum náðum við þeim árangri að brjóta skörð í varnarvegg um kyrrstöðu í atvinnulífinu. Heimamarkaðurinn stækkaði gríðarlega og nýjar samkeppnisreglur tóku gildi, sem takmörkuðu kúgunarvald ráðandi aðila á markaði. Umræðan um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verður að taka mið af þessum staðreyndum, en ekki að lokast inni í slagorðum og frösum, eins og gætir í fyrrnefndum leiðara. Í tilvitnuðu viðtali í Markaðnum nefndi ég að brjóta þurfi niður alla múra forréttinda og sérréttinda í einstökum atvinnugreinum og hvetja til nýliðunar og nýsköpunar. Það á við um allar atvinnugreinar hér á landi – allar og alltaf. Í fámenninu er auðvelt að velja sér vini og verja til dæmis með kjafti og klóm fákeppni á kostnað neytenda í mjólkuriðnaði – eins og sjálfstæðismenn gera af mikilli hugsjónagleði – eða telja einhverja aðra atvinnugrein svo sérstaka að rétt sé að gera henni sérstaklega hátt undir höfði og undanskilja hana almennum leikreglum að einhverju leyti. Almennu reglurnar eigi vissulega að gilda – bara ekki núna og ekki um þessa atvinnugrein. Þetta er leið fortíðarinnar – leiðin til samfélags fákeppni og einhæfra atvinnuhátta. Grundvallaratriðin eru þau að útgerðin greiði í sjóð Íslendinga endurgjald fyrir afnot af auðlindinni sem endurspegli eðlilega auðlindarentu og að nýliðun sé möguleg í þessari grein sem öðrum. Greinin verður áfram að vera samkeppnishæf og arðsöm. Nú ætla ég mér ekki þá dul að halda því fram að allt sem í nýjum frumvörpum er að finna sé fullkomin snilld og vafalaust má sníða agnúa af þeim frumvörpum í þinginu. Til þess er líka gefinn tími. Aðalatriðið er að ekki má nálgast málið út frá því sjónarmiði að breytingar í þágu almannahagsmuna séu óásættanlegar út frá hagsmunum útgerðarinnar. Ef þetta tvennt rekst á, verða almannahagsmunir að ráða. Barátta næstu ára snýst um hvort íslenskt atvinnulíf verði í raun alþjóðlega samkeppnishæft atvinnulíf eða hvort hin dauða hönd kolkrabba, flokkshesta og einkavina leggist á ný yfir íslenskt atvinnulíf. Í þeirri baráttu þurfa allir áhugamenn um samkeppnishæft atvinnulíf að standa saman.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar