Menntun kvenna lykill að velferð barna Katrín Jakobsdóttir skrifar 3. maí 2011 06:00 Fyrir margar konur í hinum vestræna heimi er fæðing barns tilhlökkunarefni enda er víðast hvar, sem betur fer, hægt að treysta á góðan aðbúnað og aðstoð fagfólks, hvort sem er ljósmæðra eða lækna. Mæðravernd og ungbarnaeftirlit á Íslandi hefur skilað okkur gríðarlegum árangri – dánartíðni ungbarna er hvergi minni í heiminum en á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum (á árinu 2009 var það 1,8 barn af 1000 fæddum) og það getum við vafalítið þakkað öflugu heilbrigðiskerfi og vel menntuðu fagfólki fyrir utan almenn lífskjör og aðstæður. Svo gott er það ekki alls staðar – fyrstu fjórar vikurnar eftir fæðingu eru hættulegur tími í lífi marga barna en þá deyja um 40% allra þeirra barna í heiminum sem deyja fyrir fimm ára aldur, samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children, State of the World Mother‘s Report 2011, sem kynnt er í dag. Samkvæmt sömu skýrslu, deyja ríflega 8 milljónir barna árlega áður en þau ná fimm ára aldri. Sami tími reynist líka mæðrunum skeinuhættur en árlega fæða um 48 milljónir kvenna börn sín án nokkurrar hjálpar heilbrigðisstarfsmanna. Í skýrslu Barnaheilla – Save the Children eru settar fram tillögur um hvernig megi fjölga þeim börnum og mæðrum sem lifa af. Þar er ábyrgð stjórnvalda um heim allan mikil en eitt mikilvægasta skrefið til að ná árangri í þessum efnum er að tryggja öllum aðgang að lágmarks heilbrigðisþjónustu í nærsamfélaginu, ekki síst aðstoð ljósmæðra. Eitt af lykilatriðunum til að ná þessu markmiði er að tryggja menntun kvenna – bæði menntun á heilbrigðissviði en líka almenna menntun mæðra sem geta þá orðið hæfari til að tryggja aðbúnað sinn og barna sinna. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum, með því að vinna áfram að góðum árangri hér á landi, en líka með því að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigðiskerfi sitt og þar með búa mæðrum og börnum betri lífsskilyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir margar konur í hinum vestræna heimi er fæðing barns tilhlökkunarefni enda er víðast hvar, sem betur fer, hægt að treysta á góðan aðbúnað og aðstoð fagfólks, hvort sem er ljósmæðra eða lækna. Mæðravernd og ungbarnaeftirlit á Íslandi hefur skilað okkur gríðarlegum árangri – dánartíðni ungbarna er hvergi minni í heiminum en á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum (á árinu 2009 var það 1,8 barn af 1000 fæddum) og það getum við vafalítið þakkað öflugu heilbrigðiskerfi og vel menntuðu fagfólki fyrir utan almenn lífskjör og aðstæður. Svo gott er það ekki alls staðar – fyrstu fjórar vikurnar eftir fæðingu eru hættulegur tími í lífi marga barna en þá deyja um 40% allra þeirra barna í heiminum sem deyja fyrir fimm ára aldur, samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children, State of the World Mother‘s Report 2011, sem kynnt er í dag. Samkvæmt sömu skýrslu, deyja ríflega 8 milljónir barna árlega áður en þau ná fimm ára aldri. Sami tími reynist líka mæðrunum skeinuhættur en árlega fæða um 48 milljónir kvenna börn sín án nokkurrar hjálpar heilbrigðisstarfsmanna. Í skýrslu Barnaheilla – Save the Children eru settar fram tillögur um hvernig megi fjölga þeim börnum og mæðrum sem lifa af. Þar er ábyrgð stjórnvalda um heim allan mikil en eitt mikilvægasta skrefið til að ná árangri í þessum efnum er að tryggja öllum aðgang að lágmarks heilbrigðisþjónustu í nærsamfélaginu, ekki síst aðstoð ljósmæðra. Eitt af lykilatriðunum til að ná þessu markmiði er að tryggja menntun kvenna – bæði menntun á heilbrigðissviði en líka almenna menntun mæðra sem geta þá orðið hæfari til að tryggja aðbúnað sinn og barna sinna. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum, með því að vinna áfram að góðum árangri hér á landi, en líka með því að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigðiskerfi sitt og þar með búa mæðrum og börnum betri lífsskilyrði.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun