

Víti að varast
Þjóðin ræðurÞessa djúpu gryfju má stjórnlagaráðið ekki falla í eftir allt, sem á undan er gengið. Það er, sýnist mér, einhugur í ráðinu um, að tillögur þess um breytingar á stjórnarskránni þurfi að leggja í dóm þjóðarinnar án efnislegra afskipta Alþingis eftir þeirri sjálfsögðu reglu, að aðili máls, Alþingi í þessu dæmi, má ekki gerast dómari í eigin sök. Það er til dæmis ekki Alþingis að fjalla um fjölda alþingismanna. Þetta segir sig sjálft. Af þessu helgast sú skoðun, að Alþingi þurfi í samræmi við núgildandi stjórnarskrá að leggja tillögur stjórnlagaráðsins beint í dóm þjóðarinnar. Af þessum sökum er eðlilegt, að stjórnlagaráðið velti fyrir sér, hvaða tillögur séu líklegar til að falla þjóðinni í geð. Ráðið þarf að ræða við þjóðina.
Ég met stöðuna svo, að þjóðin óski í ljósi hrunsins gagngerra breytinga á stjórnarskránni. Hrunið er tilefni þess, að Alþingi ákvað að láta endurskoða stjórnarskrána. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) mælir afdráttarlaust með breytingum á stjórnarskránni vegna hrunsins. Þannig má líta á verkefni stjórnlagaráðsins sem lið í endurreisn efnahagslífsins eftir hrun. Tillögur þjóðfundarins í október 2010 um breytingar á stjórnarskránni eru skýrar umbótatillögur. Tillögur stjórnlaganefndarinnar, sem birtar voru 6. apríl 2011, eru að sama skapi afdráttarlausar. Stjórnlagaráðinu ber að lögum að taka mið af tillögum þjóðfundarins og stjórnlaganefndar. Það liggur í hlutarins eðli, að tillögum þjóðfundarins, stjórnlaganefndarinnar og síðan stjórnlagaráðsins er ekki ætlað að vera til skrauts, þvert á móti. Við þurfum vegna hrunsins að breyta leikreglunum til að breyta leiknum.
Auðlindir í þjóðareignTökum dæmi, svo að ekkert fari á milli mála. Þjóðfundurinn og stjórnlaganefnd mæla með því, að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrána. Slíkt ákvæði er hægt að orða og útfæra með ýmsum hætti. Af þeim 23 stjórnlagaráðsfulltrúum, sem lýstu skoðunum sínum á málinu fyrir stjórnlagaþingskosningarnar í nóvember 2010, sögðust 22 vera hlynntir slíku ákvæði. Af þessu öllu má ráða yfirgnæfandi líkur þess, að slíkt ákvæði verði hluti af tillögum stjórnlagaráðsins, þegar upp verður staðið. Slíku ákvæði getur varla verið ætlaður staður í stjórnarskránni upp á punt. Nei, því hlýtur þvert á móti að vera ætlað að breyta gangi leiksins með því að færa þjóðinni aftur virkt eignarhald á auðlindunum og arðinn af þeim. Þetta er í ljósi reynslunnar ekki jafnauðsótt og það kynni að virðast. Nýlega ítrekaði flokksþing Framsóknarflokksins þá skoðun flokksins, að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrána, en lýsti jafnframt andstöðu við fyrningarstefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Í þessu felst, að Framsóknarflokkurinn er í reyndinni hlynntur ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá, en aðeins til málamynda: hann er fús til að breyta leikreglunum, en hann er andvígur breytingum á gangi leiksins. Aðrir flokkar hafa orðið berir að sama tvískinnungi. Fyrst afhentu flokkarnir útvegsmönnum kvótann á silfurfati án þess að upplýsa, hvað þeir fengu í staðinn (ætla má, að það hafi verið vænar fúlgur fjár miðað við upplýsingar RNA og Ríkisendurskoðunar um greiðslur og lán bankanna og skyldra fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna fyrir hrun). Þegar allt var um garð gengið, þótti sömu stjórnmálamönnum tímabært að bæta lífvana ákvæði um þjóðareign inn í stjórnarskrána. Stjórnlagaráðið þarf að veita þjóðinni kost á virku auðlindaákvæði. Þjóðfundurinn, stjórnlaganefndin og þjóðin kalla einum rómi eftir því. Því kalli þurfum við að hlýða. Dauður bókstafur dugir ekki.
Skoðun

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar