Spennandi tónlistarkokkteill 14. apríl 2011 10:00 Söngvarinn Tunde Adebimpe er annar af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar TV on the Radio sem var að senda frá sér nýja plötu. nordicphotos/getty TV on the Radio frá Brooklyn í New York hefur gefið út plötuna Nine Types of Light. Hljómsveitin er þekkt fyrir að hrista saman ýmsar tónlistarstefnur í litríkan og bragðgóðan kokkteil. Bandaríska hljómsveitin TV on the Radio hefur frá upphafi blandað saman ýmsum tónlistarstefnum, þar á meðal rokki, fönki, danstónlist, djassi og sálartónlist með athyglisverðum árangri. Nýjasta hljóðversplata sveitarinnar, Nine Types of Light, er nýkomin út og fylgir hún eftir hinni vel heppnuðu Dear Science sem kom út fyrir þremur árum. TV on the Radio var stofnuð í Brooklyn í New York árið 2001 af söngvaranum Tunde Adebimpe, sem er ættaður frá Nígeríu, og gítar- og hljómborðsleikaranum David Andrew Sitek. Fyrsta platan, Ok Calculator, kom út árið 2002 og var gefin út af þeim Adebimpe og Sitek. Skömmu síðar gekk Kyp Malone til liðs við þá félaga og út kom EP-platan Young Liars sem fékk fínar viðtökur gagnrýnenda. Á svipuðum tíma spilaði TV on the Radio á Iceland Airwaves hátíðinni þar sem hún sýndi og sannaði að stórir hlutir væru í vændum. Árið 2004 kom út fyrsta „alvöru“ hljóðversplata sveitarinnar, Desperate Youth, Blood Thirsty Babes, og hlaut hún hin virtu Shortlist-tónlistarverðlaun í Bandaríkjunum. Tilnefningar til þeirra fá þær plötur sem hafa selst undir hálfri milljón eintaka og hlaut til að mynda Sigur Rós þessi sömu verðlaun fyrir Ágætis byrjun þegar þau voru fyrst veitt 2001. Næsta hljóðsversplata TV on the Radio, Return to Cookie Mountain, kom út 2006. Hún fékk mjög góða dóma og var kjörin plata ársins af tímaritinu Spin. Góðir gestir komu þar við sögu, meðal annars David Bowie, sem hafði áður lýst yfir aðdáun sinni á sveitinni. Fjórða platan, Dear Science, kom svo út tveimur árum síðar. Hún hlaut enn betri dóma og jók vinsældir TV on the Radio til muna. Rolling Stone, Pitchfork, Spin og Guardian hrifust af innihaldinu og völdu Dear Science bestu plötu ársins. Árið 2009 tilkynnti Tunde Adebimpe að TV on the Radio ætlaði í árs frí. Sama ár gaf Kyp Malone út sólóplötu undir nafninu Rain Machine og sólóplata frá Dave Sitek kom einnig út undir nafninu Maximum Balloon þar sem Karen O úr Yeah Yeah Yeahs og David Byrne úr Talking Heads voru á meðal gesta. Upptökur á Nine Types of Light hófust síðan í fyrra í heimahljóðveri Siteks í Los Angeles en þangað flutti hann til að breyta um umhverfi. Platan hefur fengið góða dóma eins og fyrri verk sveitarinnar. Fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá Rolling Stone, Uncut og Spin bera vott um að hljómsveitin sé enn á meðal þeirra allra fremstu þegar tilraunakennd og margslungin tónlist er annars vegar. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
TV on the Radio frá Brooklyn í New York hefur gefið út plötuna Nine Types of Light. Hljómsveitin er þekkt fyrir að hrista saman ýmsar tónlistarstefnur í litríkan og bragðgóðan kokkteil. Bandaríska hljómsveitin TV on the Radio hefur frá upphafi blandað saman ýmsum tónlistarstefnum, þar á meðal rokki, fönki, danstónlist, djassi og sálartónlist með athyglisverðum árangri. Nýjasta hljóðversplata sveitarinnar, Nine Types of Light, er nýkomin út og fylgir hún eftir hinni vel heppnuðu Dear Science sem kom út fyrir þremur árum. TV on the Radio var stofnuð í Brooklyn í New York árið 2001 af söngvaranum Tunde Adebimpe, sem er ættaður frá Nígeríu, og gítar- og hljómborðsleikaranum David Andrew Sitek. Fyrsta platan, Ok Calculator, kom út árið 2002 og var gefin út af þeim Adebimpe og Sitek. Skömmu síðar gekk Kyp Malone til liðs við þá félaga og út kom EP-platan Young Liars sem fékk fínar viðtökur gagnrýnenda. Á svipuðum tíma spilaði TV on the Radio á Iceland Airwaves hátíðinni þar sem hún sýndi og sannaði að stórir hlutir væru í vændum. Árið 2004 kom út fyrsta „alvöru“ hljóðversplata sveitarinnar, Desperate Youth, Blood Thirsty Babes, og hlaut hún hin virtu Shortlist-tónlistarverðlaun í Bandaríkjunum. Tilnefningar til þeirra fá þær plötur sem hafa selst undir hálfri milljón eintaka og hlaut til að mynda Sigur Rós þessi sömu verðlaun fyrir Ágætis byrjun þegar þau voru fyrst veitt 2001. Næsta hljóðsversplata TV on the Radio, Return to Cookie Mountain, kom út 2006. Hún fékk mjög góða dóma og var kjörin plata ársins af tímaritinu Spin. Góðir gestir komu þar við sögu, meðal annars David Bowie, sem hafði áður lýst yfir aðdáun sinni á sveitinni. Fjórða platan, Dear Science, kom svo út tveimur árum síðar. Hún hlaut enn betri dóma og jók vinsældir TV on the Radio til muna. Rolling Stone, Pitchfork, Spin og Guardian hrifust af innihaldinu og völdu Dear Science bestu plötu ársins. Árið 2009 tilkynnti Tunde Adebimpe að TV on the Radio ætlaði í árs frí. Sama ár gaf Kyp Malone út sólóplötu undir nafninu Rain Machine og sólóplata frá Dave Sitek kom einnig út undir nafninu Maximum Balloon þar sem Karen O úr Yeah Yeah Yeahs og David Byrne úr Talking Heads voru á meðal gesta. Upptökur á Nine Types of Light hófust síðan í fyrra í heimahljóðveri Siteks í Los Angeles en þangað flutti hann til að breyta um umhverfi. Platan hefur fengið góða dóma eins og fyrri verk sveitarinnar. Fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá Rolling Stone, Uncut og Spin bera vott um að hljómsveitin sé enn á meðal þeirra allra fremstu þegar tilraunakennd og margslungin tónlist er annars vegar. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira