Ætlar að flytja Reðursafnið til Reykjavíkur 13. apríl 2011 08:00 nýr stjóri Hjörtur Gísli Sigurðsson, að ofan, tekur við góðu reðurbúi af föður sínum, Sigurði Hjartarsyni. Fréttablaðið/GVA „Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík. Sigurður hyggst hætta á safninu eftir áralanga uppbyggingu og sonur hans, Hjörtur Gísli Sigurðsson, mun taka við stöðunni. „Ég er bara að fara að gefast upp á þessu því þetta hefur verið mjög einfaldur rekstur, ég hef ekki greitt mér laun,“ segir Sigurður, en safnið komst enn og aftur í heimspressuna þegar fyrsti mannslimurinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á dögunum. Páll Arason naut þess heiðurs en hann ánafnaði safninu lim sínum árið 1996 eins og frægt er orðið. Sigurður reiknar fastlega með að sitja á sínum stól á safninu út þetta ár en hætta svo um áramótin. Hjörtur Gísli Sigurðsson er hinn útvaldi arftaki og hann hefur sínar hugmyndir um framtíð safnsins. Meðal þess er að flytja aðalsafnið til Reykjavíkur, þar sem það hóf upphaflega göngu sína, og hafa útibú á Húsavík. „Ég er mjög stoltur af þessu og tek við góðu búi af pabba, það fullkomnaðist náttúrulega á föstudag,“ segir Hjörtur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Reðuráhuginn hefur augljóslega gengið í erfðir því Hjörtur vill að starfsemi safnsins tútni út. „Safnið hefur náttúrlega haft góð áhrif á Húsavík og komið bænum á heimskortið. En ég er viss um að við gætum trekkt fleiri að með því að flytja það til Reykjavíkur, það er um að gera að leyfa sem flestum að njóta þess því það er hvergi annars staðar hægt í heiminum.“ - fgg Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
„Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík. Sigurður hyggst hætta á safninu eftir áralanga uppbyggingu og sonur hans, Hjörtur Gísli Sigurðsson, mun taka við stöðunni. „Ég er bara að fara að gefast upp á þessu því þetta hefur verið mjög einfaldur rekstur, ég hef ekki greitt mér laun,“ segir Sigurður, en safnið komst enn og aftur í heimspressuna þegar fyrsti mannslimurinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á dögunum. Páll Arason naut þess heiðurs en hann ánafnaði safninu lim sínum árið 1996 eins og frægt er orðið. Sigurður reiknar fastlega með að sitja á sínum stól á safninu út þetta ár en hætta svo um áramótin. Hjörtur Gísli Sigurðsson er hinn útvaldi arftaki og hann hefur sínar hugmyndir um framtíð safnsins. Meðal þess er að flytja aðalsafnið til Reykjavíkur, þar sem það hóf upphaflega göngu sína, og hafa útibú á Húsavík. „Ég er mjög stoltur af þessu og tek við góðu búi af pabba, það fullkomnaðist náttúrulega á föstudag,“ segir Hjörtur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Reðuráhuginn hefur augljóslega gengið í erfðir því Hjörtur vill að starfsemi safnsins tútni út. „Safnið hefur náttúrlega haft góð áhrif á Húsavík og komið bænum á heimskortið. En ég er viss um að við gætum trekkt fleiri að með því að flytja það til Reykjavíkur, það er um að gera að leyfa sem flestum að njóta þess því það er hvergi annars staðar hægt í heiminum.“ - fgg
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira