Ekki veikan blett að finna 13. apríl 2011 07:00 Upptökum á fjórðu plötu Geirs Ólafssonar lauk fyrir skömmu í Kaliforníu. 22 hljóðfæraleikarar komu við sögu og stóðu upptökur yfir í þrjá og hálfan tíma. „Með Guðs hjálp eru manni allir vegir færir,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson. Hann er nýkominn heim frá Palm Springs í Kaliforníu þar sem upptökur fóru fram á fjórðu sólóplötu hans. Alls léku 22 hljóðfæraleikarar inn á plötuna undir stjórn Teds Herman og tók upptakan ekki nema þrjár og hálfa klukkustund. Herman og félagar hafa unnið með mörgum frægum á ferli sínum, þar á með Frank Sinatra, Louis Armstrong og Dean Martin. „Það er ekki veikan blett að finna í þessu bandi. Þeir hafa gríðarlega reynslu og þetta er rosalega flott sánd sem þeir hafa upp á að bjóða,“ segir Geir, sem dvaldi úti í eina viku. „Það er svakalegur skóli og mikill heiður að fá að gera þetta. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá að taka upp með bigbandi í Bandaríkjunum. Þeir hafa trú á því sem ég er að gera og það er frábært að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það var í gegnum kynni sín af Don Randi, fyrrverandi píanista Franks Sinatra, sem Geir fékk tækifærið til að búa til plötuna og kann hann Randi bestu þakkir fyrir hjálpsemina. Á meðal laga á plötunni eru Just a Gigolo, Sunny, Mambo Italiano og Copacabana. Söngur Geirs verður tekinn upp hér heima og mun Vilhjálmur Guðjónsson stjórna upptökunni. Plötunni verður dreift í haust víðs vegar um Kaliforníu og hér heima. Geir ætlar að kynna plötuna bæði hér heima og í Bandaríkjunum og býst við því að stórsveit Hermans verði honum til halds og trausts. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Upptökum á fjórðu plötu Geirs Ólafssonar lauk fyrir skömmu í Kaliforníu. 22 hljóðfæraleikarar komu við sögu og stóðu upptökur yfir í þrjá og hálfan tíma. „Með Guðs hjálp eru manni allir vegir færir,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson. Hann er nýkominn heim frá Palm Springs í Kaliforníu þar sem upptökur fóru fram á fjórðu sólóplötu hans. Alls léku 22 hljóðfæraleikarar inn á plötuna undir stjórn Teds Herman og tók upptakan ekki nema þrjár og hálfa klukkustund. Herman og félagar hafa unnið með mörgum frægum á ferli sínum, þar á með Frank Sinatra, Louis Armstrong og Dean Martin. „Það er ekki veikan blett að finna í þessu bandi. Þeir hafa gríðarlega reynslu og þetta er rosalega flott sánd sem þeir hafa upp á að bjóða,“ segir Geir, sem dvaldi úti í eina viku. „Það er svakalegur skóli og mikill heiður að fá að gera þetta. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá að taka upp með bigbandi í Bandaríkjunum. Þeir hafa trú á því sem ég er að gera og það er frábært að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það var í gegnum kynni sín af Don Randi, fyrrverandi píanista Franks Sinatra, sem Geir fékk tækifærið til að búa til plötuna og kann hann Randi bestu þakkir fyrir hjálpsemina. Á meðal laga á plötunni eru Just a Gigolo, Sunny, Mambo Italiano og Copacabana. Söngur Geirs verður tekinn upp hér heima og mun Vilhjálmur Guðjónsson stjórna upptökunni. Plötunni verður dreift í haust víðs vegar um Kaliforníu og hér heima. Geir ætlar að kynna plötuna bæði hér heima og í Bandaríkjunum og býst við því að stórsveit Hermans verði honum til halds og trausts. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira