Skynsamlegast að semja Árni Helgason skrifar 8. apríl 2011 07:00 Innistæðueigendur eru í senn mikilvægustu og minnst upplýstu viðskiptavinir fjármálakerfisins hverju sinni og enn fremur fjölmennasti hópurinn. Reglur um vernd innistæðna eru til staðar í nánast öllum ríkjum með þróað fjármálakerfi og miða bæði að því að tryggja öryggi fjármálakerfisins, sem innistæðueigendur eiga alla jafna erfitt með að kynna sér, og leggja mat á upplýsingar um viðskiptabanka sinn. Bandaríkin voru eitt fyrsta ríkið til að koma á fót opinberri vernd fyrir innistæðutryggingar í kjölfar kreppunnar miklu. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar urðu til reglur hjá ESB (þá EB) sem skylduðu aðildarríki til að taka upp eða aðlaga reglur um innistæðuvernd. Þetta tók til Íslands í kjölfar inngöngu í EES og uppfylltum við þessa skyldu með því að setja ákvæði í lög nr. 113/1996 og síðar í lög nr. 98/1999. Á móti hafa innistæður verið settar aftarlega í réttindaröð samkvæmt lögum um gjaldþrot fjármálafyrirtækja þannig að ólíklegt gat talist að innistæðueigendur fengju eitthvað upp í sínar kröfur. Þarna á milli var augljóst samhengi, þ.e. tilvist Tryggingarsjóðsins og vernd innistæðueigendanna gerði það að verkum að unnt var að hafa kröfuna aftar í réttindaröðinni án þess að draga úr þeirri vernd sem innistæður áttu að njóta. Sjóðirnir þoldu lítiðLykilspurningunni var þó ósvarað, þ.e. hve víðtæk var ábyrgðin fyrir aðildarríkin? Kerfið virtist byggja á því að vona það besta, þannig að á þetta myndi aðeins reyna í þeim tilfellum ef litlar einingar, t.d. sparisjóðir, færu á hausinn. Í umfjöllun í Peningamálum 2005 kemur fram að samkvæmt grófum útreikningum hafi heildareignir Tryggingarsjóðsins verið um 4,5 milljarðar en upphæð innistæðna á bilinu 145-252 milljarðar króna og er þetta áður en hin mikla innlánasöfnun bankakerfisins hófst á árunum 2006-8. Sama staða var uppi í Evrópu en í skýrslu á vegum framkvæmdastjórnar ESB frá maí 2008 kom einnig fram að tryggingarkerfin einkum við afmörkuð áföll minni fjármálastofnana. Þegar það svo gerðist sem enginn átti von á, að fjármálakerfið fór nánast í heild sinni á nokkrum dögum, vaknaði spurningin um umfang ábyrgðarinnar. Ábyrgð ríkisinsOrðalag tilskipunar ESB og laganna sem sett voru hér á landi má túlka á ýmsa vegu. Í aðfaraorðum tilskipunarinnar segir að hún geti ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innistæðueigendum ef þau hafi séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innistæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun. Því hefur verið haldið fram að íslenska ríkið hafi fullnægt skyldu sinni gagnvart tilskipuninni með því einu að setja upp slíkt tryggingarkerfi. Þá má hins vegar velta því upp hvort aðildarríkjunum sé í sjálfsvald sett hve lágt hlutfall innistæðna hverju sinni sé tryggt samkvæmt þessu kerfi. Hefði það getað verið enn lægra en raunin var? Lán ef eignir hrökkva ekki tilAugljóslega gátu aðildarríkin ekki útfært sín tryggingarkerfi hvernig sem er, enda hefðu þau þar með verið að brjóta gegn þeim markmiðum tilskipunarinnar að veita innistæðueigendum vernd. Aðfaraorð tilskipunarinnar fela í sér að tryggingarkerfið verður að standa undir þeim bótum sem kveðið er á um. Ályktunin um að tómur tryggingarsjóður þýði enga ábyrgð stenst líka illa ákvæði laga nr. 98/1999, sem kveða á um hvernig fara skuli með ef eignir sjóðsins hrökkva ekki til en sjóðnum er veitt heimild til lántöku. Því var ítrekað lýst yfir af sjóðnum sjálfum og stjórnvöldum í aðdraganda hrunsins að þessi heimild yrði nýtt og gaf ríkisstjórnin út sérstaka yfirlýsingu þess efnis. Því er sú túlkun að mínu mati hæpin að á íslenska ríkinu hvíli ekki lagaskylda umfram það að setja upp tryggingarsjóð. Þegar efnahagshrunið dundi yfir í októberbyrjun 2008 var staðan sem sagt sú að ef ekkert hefði verið að gert hefði vernd innistæðueigenda verið sama og engin. Kröfur þeirra, jafnt í íslenskum sem erlendum útibúum, hefðu endað aftarlega í skiptameðferð bankanna og lítið sem ekkert fengist úr Tryggingarsjóðnum. Viðbrögð fólu í sér mismununViðbrögð ríkisstjórnarinnar voru þau að tryggja innistæður í útibúum á Íslandi en ekki erlendis og að færa íslenskar innistæður yfir í nýja banka. Íslenskir innistæðueigendur voru með öðrum orðum ekki settir í þá stöðu að þurfa að sækja innistæður sínar í skiptameðferð gömlu bankanna eða til tryggingarsjóðsins. Því má velta fyrir sér hvaða pólitísku afleiðingar hin leiðin hefði haft, þ.e. að láta íslenska innistæðueigendur taka höggið, og hvort ákallið um að almenningur borgi ekki skuldir einkaaðila hefði fengið mikinn hljómgrunn í því tilfelli. Aðgerðirnar fólu í sér mismunun gagnvart reglum EES-réttarins. Erfitt dómsmálÝmsir telja það ekkert vandamál þótt dómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að mismunun hefði átt sér stað. Það er sérkennileg niðurstaða þar sem slíkur dómur, t.d. fyrir EFTA-dómstólnum, gæti verið grundvöllur að skaðabótamáli gagnvart íslenska ríkinu. Þegar allt þetta er tekið saman, þ.e. þær skyldur sem hvíldu á íslenska ríkinu samkvæmt Evróputilskipuninni og sú mismunun sem fólst í aðgerðum íslenska ríkisins við að verja innistæður í október 2008, er hæpið að tala á þann veg að við séum með unnið mál fyrir dómstólum. Miklu nær er að telja að við ættum mjög á brattann að sækja. Samningurinn sem er á borðinu er betri en sá fyrri en þó ekki eins og best verður á kosið, enda eru töluverðir áhættuþættir innbyggðir í samninginn. Allar horfur með þessi atriði eru þó jákvæðar og í öllum samningum felst að báðir aðilar gefa eftir af sínum ítrustu kröfum. Þá eru vitaskuld hagsmunir í því fólgnir fyrir Ísland að klára þetta mál. Ég ætla því að segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Innistæðueigendur eru í senn mikilvægustu og minnst upplýstu viðskiptavinir fjármálakerfisins hverju sinni og enn fremur fjölmennasti hópurinn. Reglur um vernd innistæðna eru til staðar í nánast öllum ríkjum með þróað fjármálakerfi og miða bæði að því að tryggja öryggi fjármálakerfisins, sem innistæðueigendur eiga alla jafna erfitt með að kynna sér, og leggja mat á upplýsingar um viðskiptabanka sinn. Bandaríkin voru eitt fyrsta ríkið til að koma á fót opinberri vernd fyrir innistæðutryggingar í kjölfar kreppunnar miklu. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar urðu til reglur hjá ESB (þá EB) sem skylduðu aðildarríki til að taka upp eða aðlaga reglur um innistæðuvernd. Þetta tók til Íslands í kjölfar inngöngu í EES og uppfylltum við þessa skyldu með því að setja ákvæði í lög nr. 113/1996 og síðar í lög nr. 98/1999. Á móti hafa innistæður verið settar aftarlega í réttindaröð samkvæmt lögum um gjaldþrot fjármálafyrirtækja þannig að ólíklegt gat talist að innistæðueigendur fengju eitthvað upp í sínar kröfur. Þarna á milli var augljóst samhengi, þ.e. tilvist Tryggingarsjóðsins og vernd innistæðueigendanna gerði það að verkum að unnt var að hafa kröfuna aftar í réttindaröðinni án þess að draga úr þeirri vernd sem innistæður áttu að njóta. Sjóðirnir þoldu lítiðLykilspurningunni var þó ósvarað, þ.e. hve víðtæk var ábyrgðin fyrir aðildarríkin? Kerfið virtist byggja á því að vona það besta, þannig að á þetta myndi aðeins reyna í þeim tilfellum ef litlar einingar, t.d. sparisjóðir, færu á hausinn. Í umfjöllun í Peningamálum 2005 kemur fram að samkvæmt grófum útreikningum hafi heildareignir Tryggingarsjóðsins verið um 4,5 milljarðar en upphæð innistæðna á bilinu 145-252 milljarðar króna og er þetta áður en hin mikla innlánasöfnun bankakerfisins hófst á árunum 2006-8. Sama staða var uppi í Evrópu en í skýrslu á vegum framkvæmdastjórnar ESB frá maí 2008 kom einnig fram að tryggingarkerfin einkum við afmörkuð áföll minni fjármálastofnana. Þegar það svo gerðist sem enginn átti von á, að fjármálakerfið fór nánast í heild sinni á nokkrum dögum, vaknaði spurningin um umfang ábyrgðarinnar. Ábyrgð ríkisinsOrðalag tilskipunar ESB og laganna sem sett voru hér á landi má túlka á ýmsa vegu. Í aðfaraorðum tilskipunarinnar segir að hún geti ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innistæðueigendum ef þau hafi séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innistæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun. Því hefur verið haldið fram að íslenska ríkið hafi fullnægt skyldu sinni gagnvart tilskipuninni með því einu að setja upp slíkt tryggingarkerfi. Þá má hins vegar velta því upp hvort aðildarríkjunum sé í sjálfsvald sett hve lágt hlutfall innistæðna hverju sinni sé tryggt samkvæmt þessu kerfi. Hefði það getað verið enn lægra en raunin var? Lán ef eignir hrökkva ekki tilAugljóslega gátu aðildarríkin ekki útfært sín tryggingarkerfi hvernig sem er, enda hefðu þau þar með verið að brjóta gegn þeim markmiðum tilskipunarinnar að veita innistæðueigendum vernd. Aðfaraorð tilskipunarinnar fela í sér að tryggingarkerfið verður að standa undir þeim bótum sem kveðið er á um. Ályktunin um að tómur tryggingarsjóður þýði enga ábyrgð stenst líka illa ákvæði laga nr. 98/1999, sem kveða á um hvernig fara skuli með ef eignir sjóðsins hrökkva ekki til en sjóðnum er veitt heimild til lántöku. Því var ítrekað lýst yfir af sjóðnum sjálfum og stjórnvöldum í aðdraganda hrunsins að þessi heimild yrði nýtt og gaf ríkisstjórnin út sérstaka yfirlýsingu þess efnis. Því er sú túlkun að mínu mati hæpin að á íslenska ríkinu hvíli ekki lagaskylda umfram það að setja upp tryggingarsjóð. Þegar efnahagshrunið dundi yfir í októberbyrjun 2008 var staðan sem sagt sú að ef ekkert hefði verið að gert hefði vernd innistæðueigenda verið sama og engin. Kröfur þeirra, jafnt í íslenskum sem erlendum útibúum, hefðu endað aftarlega í skiptameðferð bankanna og lítið sem ekkert fengist úr Tryggingarsjóðnum. Viðbrögð fólu í sér mismununViðbrögð ríkisstjórnarinnar voru þau að tryggja innistæður í útibúum á Íslandi en ekki erlendis og að færa íslenskar innistæður yfir í nýja banka. Íslenskir innistæðueigendur voru með öðrum orðum ekki settir í þá stöðu að þurfa að sækja innistæður sínar í skiptameðferð gömlu bankanna eða til tryggingarsjóðsins. Því má velta fyrir sér hvaða pólitísku afleiðingar hin leiðin hefði haft, þ.e. að láta íslenska innistæðueigendur taka höggið, og hvort ákallið um að almenningur borgi ekki skuldir einkaaðila hefði fengið mikinn hljómgrunn í því tilfelli. Aðgerðirnar fólu í sér mismunun gagnvart reglum EES-réttarins. Erfitt dómsmálÝmsir telja það ekkert vandamál þótt dómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að mismunun hefði átt sér stað. Það er sérkennileg niðurstaða þar sem slíkur dómur, t.d. fyrir EFTA-dómstólnum, gæti verið grundvöllur að skaðabótamáli gagnvart íslenska ríkinu. Þegar allt þetta er tekið saman, þ.e. þær skyldur sem hvíldu á íslenska ríkinu samkvæmt Evróputilskipuninni og sú mismunun sem fólst í aðgerðum íslenska ríkisins við að verja innistæður í október 2008, er hæpið að tala á þann veg að við séum með unnið mál fyrir dómstólum. Miklu nær er að telja að við ættum mjög á brattann að sækja. Samningurinn sem er á borðinu er betri en sá fyrri en þó ekki eins og best verður á kosið, enda eru töluverðir áhættuþættir innbyggðir í samninginn. Allar horfur með þessi atriði eru þó jákvæðar og í öllum samningum felst að báðir aðilar gefa eftir af sínum ítrustu kröfum. Þá eru vitaskuld hagsmunir í því fólgnir fyrir Ísland að klára þetta mál. Ég ætla því að segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun