Gætum réttar okkar, segjum nei við Icesave III Björn Bjarnason skrifar 7. apríl 2011 06:00 Sunnudaginn 16. nóvember 2008 ritaði ég á vefsíðu mína bjorn.is: „Tilkynnt var undir kvöld, að samkomulag hefði tekist milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins vegna IceSave reikninganna. Um það hefur verið deilt, hvernig háttað er ábyrgðum á innistæðureikningum samkvæmt Evrópugerð, sem snertir bankaviðskipti yfir landamæri. Evrópusambandinu er mikið í mun, að enginn vafi ríki um þessa ábyrgð. Vandi okkar Íslendinga er, að Evrópugerðin er óljós og þar er alls ekki tekið mið af því, að heilt banka- eða fjármálakerfi hrynji eins og hér gerðist. Sé vafi um ábyrgð á grundvelli þessarar gerðar, vegur hann að trausti á allri bankastarfsemi á evrópska efnahagssvæðinu. Samningsstaða Íslands er því sterk í málinu, þótt þrengt sé að hagsmunum landsins með því að tengja IceSave óskyldum málum. Þeir, sem til slíkra ráða grípa, treysta ekki á eigin málstað. Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi - hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta.“ Benedikt Jóhannesson, ritstjóri og stærðfræðingur, vitnar til tveggja lokaefnisgreina þessarar dagbókarfærslu minnar í grein í Fréttablaðinu 6. apríl til stuðnings þeirri skoðun sinni að segja beri já við Icesave III lögunum. Einhverjir lesendur blaðsins kunna að ætla af grein hans, að ég sé einnig já-maður ESB, Breta og Hollendinga. Því fer víðs fjarri. Frá því að ég ritaði ofangreind orð hefur sífellt orðið skýrara í huga mínum hve brýnt er að rekja þann þráð til enda sem er grunntónn þess sem ég sagði 16. nóvember 2008 og snýr að hinum lagalega rétti okkar Íslendinga. Stjórnvöld hafa því miður ekki borið gæfu til að standa vörð um hann. Undir forystu Steingríms J. Sigfússonar og Svavars Gestssonar var blásið á lögfræðileg sjónarmið og komist að „glæsilegri niðurstöðu“, svo að vitnað sé í orð Steingríms J. um afrek Svavars. Síðan hefur Steingrímur J. verið fastur í þessu fari eins og Icesave III ber með sér. Ég hvet eindregið til þess að þjóðin segi nei í atkvæðagreiðslunni 9. apríl. Málflutningur dregur dám af málstaðnum. Að já-maðurinn Benedikt Jóhannesson kjósi að bregða upp rangri mynd af skoðun minni á Icesave-málinu og segja það gert í nafni siðsemi og skynsemi dæmir sig sjálft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Icesave Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Sunnudaginn 16. nóvember 2008 ritaði ég á vefsíðu mína bjorn.is: „Tilkynnt var undir kvöld, að samkomulag hefði tekist milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins vegna IceSave reikninganna. Um það hefur verið deilt, hvernig háttað er ábyrgðum á innistæðureikningum samkvæmt Evrópugerð, sem snertir bankaviðskipti yfir landamæri. Evrópusambandinu er mikið í mun, að enginn vafi ríki um þessa ábyrgð. Vandi okkar Íslendinga er, að Evrópugerðin er óljós og þar er alls ekki tekið mið af því, að heilt banka- eða fjármálakerfi hrynji eins og hér gerðist. Sé vafi um ábyrgð á grundvelli þessarar gerðar, vegur hann að trausti á allri bankastarfsemi á evrópska efnahagssvæðinu. Samningsstaða Íslands er því sterk í málinu, þótt þrengt sé að hagsmunum landsins með því að tengja IceSave óskyldum málum. Þeir, sem til slíkra ráða grípa, treysta ekki á eigin málstað. Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi - hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta.“ Benedikt Jóhannesson, ritstjóri og stærðfræðingur, vitnar til tveggja lokaefnisgreina þessarar dagbókarfærslu minnar í grein í Fréttablaðinu 6. apríl til stuðnings þeirri skoðun sinni að segja beri já við Icesave III lögunum. Einhverjir lesendur blaðsins kunna að ætla af grein hans, að ég sé einnig já-maður ESB, Breta og Hollendinga. Því fer víðs fjarri. Frá því að ég ritaði ofangreind orð hefur sífellt orðið skýrara í huga mínum hve brýnt er að rekja þann þráð til enda sem er grunntónn þess sem ég sagði 16. nóvember 2008 og snýr að hinum lagalega rétti okkar Íslendinga. Stjórnvöld hafa því miður ekki borið gæfu til að standa vörð um hann. Undir forystu Steingríms J. Sigfússonar og Svavars Gestssonar var blásið á lögfræðileg sjónarmið og komist að „glæsilegri niðurstöðu“, svo að vitnað sé í orð Steingríms J. um afrek Svavars. Síðan hefur Steingrímur J. verið fastur í þessu fari eins og Icesave III ber með sér. Ég hvet eindregið til þess að þjóðin segi nei í atkvæðagreiðslunni 9. apríl. Málflutningur dregur dám af málstaðnum. Að já-maðurinn Benedikt Jóhannesson kjósi að bregða upp rangri mynd af skoðun minni á Icesave-málinu og segja það gert í nafni siðsemi og skynsemi dæmir sig sjálft.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar