Heim til Eyja eftir harmleik í Noregi Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. mars 2011 08:30 Óskar segir að Leif Magnús verði alltaf velkominn aftur til Eyja. Óskar P. Friðriksson Átta ára sonur Heidi Jensen, sem var myrt í bænum Mandal í Noregi á sunnudag, flytur til föður síns í Vestmannaeyjum í vor. Föðurfjölskylda drengsins flýgur til Noregs á morgun. Sambýlismaður Heidi hefur játað á sig morðið. „Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi. Sonur Óskars, Grétar Óskarsson, kynntist Heidi árið 2002, þegar hún dvaldi hér á sveitabæ. Þau felldu hugi saman og eignuðust Leif Magnús í janúar árið 2003. Heidi fluttist aftur til Noregs með drenginn en mæðginin komu reglulega í langar heimsóknir til Vestmannaeyja, þar sem Óskar og fjölskylda hans búa. Móðir Heidi hringdi í Óskar á sunnudagsmorgun og tjáði honum að dóttir hennar hefði verið myrt. Móðir Heidi er mikill sjúklingur eftir langa og erfiða baráttu við heilaæxli. „Hún spurði mig einfaldlega hvað yrði nú um litla drenginn," segir Óskar. „Maður hefur gríðarlega samúð með henni. Þegar drengurinn flytur verðum við að hafa allar dyr opnar til að hún geti komið og heimsótt hann. Svo hún fái að faðma drenginn og allt sem því fylgir, því hún var að missa einkabarnið sitt. Og Leif Magnús er eina barn móður sinnar." Föðurfjölskylda drengsins mun eiga fund með barnaverndaryfirvöldum í Noregi á mánudag. Óskar er bjartsýnn á framhaldið. „Við fjölskyldan ætlum að taka þennan litla mann að okkur og erum komin með lögfræðing í Noregi sem og hérna heima. Maður verður að leyfa hlutunum að hafa sinn gang," segir hann. Móðir Leifs Magnúsar var myrt af kærasta sínum. Hann elti hana berfættur út úr íbúð hennar eftir að hann hafði verið að fagna 25 ára afmæli sínu og banaði henni með hníf. Heidi náði að hringja í lögreglu áður en hún lést og var maðurinn handtekinn síðar um nóttina. Hann játaði á sig morðið. Drengurinn dvelur nú hjá ættingjum í Mandal. Óskar og fjölskylda hans koma aftur til Íslands á fimmtudag, en hann á ekki von á því að drengurinn komi með í þetta sinn. „Það hefði þó verið best. En það er búið að ganga frá því þannig að hann klári skólaárið úti og svo kemur hann vonandi fljótlega upp úr því til okkar," segir Óskar. Hann hefur rætt reglulega við Leif Magnús í síma síðan móðir hans lést og hefur tjáð honum að fjölskyldan hlakki mikið til að fá hann heim. Vestmannaeyjar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Átta ára sonur Heidi Jensen, sem var myrt í bænum Mandal í Noregi á sunnudag, flytur til föður síns í Vestmannaeyjum í vor. Föðurfjölskylda drengsins flýgur til Noregs á morgun. Sambýlismaður Heidi hefur játað á sig morðið. „Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi. Sonur Óskars, Grétar Óskarsson, kynntist Heidi árið 2002, þegar hún dvaldi hér á sveitabæ. Þau felldu hugi saman og eignuðust Leif Magnús í janúar árið 2003. Heidi fluttist aftur til Noregs með drenginn en mæðginin komu reglulega í langar heimsóknir til Vestmannaeyja, þar sem Óskar og fjölskylda hans búa. Móðir Heidi hringdi í Óskar á sunnudagsmorgun og tjáði honum að dóttir hennar hefði verið myrt. Móðir Heidi er mikill sjúklingur eftir langa og erfiða baráttu við heilaæxli. „Hún spurði mig einfaldlega hvað yrði nú um litla drenginn," segir Óskar. „Maður hefur gríðarlega samúð með henni. Þegar drengurinn flytur verðum við að hafa allar dyr opnar til að hún geti komið og heimsótt hann. Svo hún fái að faðma drenginn og allt sem því fylgir, því hún var að missa einkabarnið sitt. Og Leif Magnús er eina barn móður sinnar." Föðurfjölskylda drengsins mun eiga fund með barnaverndaryfirvöldum í Noregi á mánudag. Óskar er bjartsýnn á framhaldið. „Við fjölskyldan ætlum að taka þennan litla mann að okkur og erum komin með lögfræðing í Noregi sem og hérna heima. Maður verður að leyfa hlutunum að hafa sinn gang," segir hann. Móðir Leifs Magnúsar var myrt af kærasta sínum. Hann elti hana berfættur út úr íbúð hennar eftir að hann hafði verið að fagna 25 ára afmæli sínu og banaði henni með hníf. Heidi náði að hringja í lögreglu áður en hún lést og var maðurinn handtekinn síðar um nóttina. Hann játaði á sig morðið. Drengurinn dvelur nú hjá ættingjum í Mandal. Óskar og fjölskylda hans koma aftur til Íslands á fimmtudag, en hann á ekki von á því að drengurinn komi með í þetta sinn. „Það hefði þó verið best. En það er búið að ganga frá því þannig að hann klári skólaárið úti og svo kemur hann vonandi fljótlega upp úr því til okkar," segir Óskar. Hann hefur rætt reglulega við Leif Magnús í síma síðan móðir hans lést og hefur tjáð honum að fjölskyldan hlakki mikið til að fá hann heim.
Vestmannaeyjar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira