Verða góðar manneskjur 23. mars 2011 16:33 Séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Fréttablaðið/Stefán Séra Birgir Ásgeirsson segir fermingarundirbúninginn samtal og samfélag um trúna milli unglingsins, fjölskyldunnar og kirkjunnar. „Mér finnst fermingarundirbúningurinn vera samtal um trúna og tækifæri unglingsins til að kynnast sjálfum sér og bera sig saman við trúarlegan og siðfræðilegan þátt í eigin lífi. Hvað er ég, hver vil ég vera og hvert stefni ég, og þá um leið hver er Guð?“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Birgir segir fermingarundirbúning hafa breyst gegnum tíðina en hann tók vígslu árið 1973. Enn sé þó fjallað um sömu grundvallaratriðin, siðareglur kristinnar trúar. „Fermingarfræðslan fjallar um manngildi og náungakærleika, hvers virði það er að taka tillit til annarra og sýna samkennd. Einnig er talað um fjölskylduna og þann kærleika sem þar getur þróast og þrifist. Það hvernig fermingarfræðslan sjálf fer fram hefur breyst. Utanbókarlærdómur og yfirheyrslur heyra sögunni til og frekar er reynt að ná til hvers og eins. Í Hallgrímskirkju höfum við í vetur fengið foreldrana til að mæta í nokkra tíma með krökkunum. Það er dásamlegt þegar þeir vilja vera með því fermingarundirbúningurinn er einnig samfélag innan fjölskyldunnar, innan kirkjunnar og samfélag við vinina.“ Spurður hvort tilgangur fermingarinnar gleymist jafnvel hjá foreldrum í veraldlegum undirbúningi, segir hann alltaf mikið umstang fylgja stórri veislu. Hann telji þó fermingarundirbúninginn yfirleitt ánægjulegan tíma hjá foreldrum. „Undirbúningurinn skapar ákveðna samræðu innan fjölskyldunnar sem ég held að sé mjög mikilvæg. En það má ekki vanmeta það að fermingin er líka helgihald. Að iðka sína trú með því að fara með bænirnar sínar og kynna sér guðsorð.“ En kemst boðskapurinn til skila til 14 ára krakka í dag? „Unglingar eru óskaplega skemmtilegt fólk en ekki alltaf auðveldir. Að geta nálgast manneskju á þessum aldri er vandasamt en líka spennandi. Það er þeim mikilvægt að finnast þau viðurkennd og að þau séu tekin gild. Við prestar viljum gera fermingarundirbúninginn ánægjulegan og hjálpa krökkunum að skilja mikilvægi þess að eiga góða að og verða sjálf góðar manneskjur.“ Séra Birgir hefur bæði fermt og skýrt hundruð fólks á löngum prestferli. Hann segir alltaf gaman að ferma einhvern sem hann hefur jafnvel skírt og eins hafi hann stundum fermt börn fólks sem hann hafi skírt. „Það er sérstakt að fá að fylgjast með hvernig fjölskyldur vaxa og þróast og hvernig kynslóðir koma og kynslóðir fara. Það myndast tengsl sem mér þykir vænt um.“- rat Fermingar Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Séra Birgir Ásgeirsson segir fermingarundirbúninginn samtal og samfélag um trúna milli unglingsins, fjölskyldunnar og kirkjunnar. „Mér finnst fermingarundirbúningurinn vera samtal um trúna og tækifæri unglingsins til að kynnast sjálfum sér og bera sig saman við trúarlegan og siðfræðilegan þátt í eigin lífi. Hvað er ég, hver vil ég vera og hvert stefni ég, og þá um leið hver er Guð?“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Birgir segir fermingarundirbúning hafa breyst gegnum tíðina en hann tók vígslu árið 1973. Enn sé þó fjallað um sömu grundvallaratriðin, siðareglur kristinnar trúar. „Fermingarfræðslan fjallar um manngildi og náungakærleika, hvers virði það er að taka tillit til annarra og sýna samkennd. Einnig er talað um fjölskylduna og þann kærleika sem þar getur þróast og þrifist. Það hvernig fermingarfræðslan sjálf fer fram hefur breyst. Utanbókarlærdómur og yfirheyrslur heyra sögunni til og frekar er reynt að ná til hvers og eins. Í Hallgrímskirkju höfum við í vetur fengið foreldrana til að mæta í nokkra tíma með krökkunum. Það er dásamlegt þegar þeir vilja vera með því fermingarundirbúningurinn er einnig samfélag innan fjölskyldunnar, innan kirkjunnar og samfélag við vinina.“ Spurður hvort tilgangur fermingarinnar gleymist jafnvel hjá foreldrum í veraldlegum undirbúningi, segir hann alltaf mikið umstang fylgja stórri veislu. Hann telji þó fermingarundirbúninginn yfirleitt ánægjulegan tíma hjá foreldrum. „Undirbúningurinn skapar ákveðna samræðu innan fjölskyldunnar sem ég held að sé mjög mikilvæg. En það má ekki vanmeta það að fermingin er líka helgihald. Að iðka sína trú með því að fara með bænirnar sínar og kynna sér guðsorð.“ En kemst boðskapurinn til skila til 14 ára krakka í dag? „Unglingar eru óskaplega skemmtilegt fólk en ekki alltaf auðveldir. Að geta nálgast manneskju á þessum aldri er vandasamt en líka spennandi. Það er þeim mikilvægt að finnast þau viðurkennd og að þau séu tekin gild. Við prestar viljum gera fermingarundirbúninginn ánægjulegan og hjálpa krökkunum að skilja mikilvægi þess að eiga góða að og verða sjálf góðar manneskjur.“ Séra Birgir hefur bæði fermt og skýrt hundruð fólks á löngum prestferli. Hann segir alltaf gaman að ferma einhvern sem hann hefur jafnvel skírt og eins hafi hann stundum fermt börn fólks sem hann hafi skírt. „Það er sérstakt að fá að fylgjast með hvernig fjölskyldur vaxa og þróast og hvernig kynslóðir koma og kynslóðir fara. Það myndast tengsl sem mér þykir vænt um.“- rat
Fermingar Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira