Æðisleg tilfinning að gefa peninga til góðs málefnis 23. mars 2011 16:33 Hvergerðingurinn Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Á fermingardegi sínum í fyrra ákvað Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir að gefa hluta af fermingarpeningum sínum til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Ég vissi að ég fengi meiri peninga í fermingargjöf en ég hefði við að gera og að þeir færu mikið til í nammi og aðra vitleysu, svo mér fannst skynsamlegt að þeir rynnu til fólks sem hefði eitthvað þarfara við þá að gera,“ segir Harpa Hrönn, sem varð snortin af fréttaflutningi um bágstödd börn í Afríku og ákvað að láta tuttugu prósent af andvirði fermingarpeninga sinna renna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef á Íslandi. „Mér fannst tuttugu prósent mátulegt því ég vildi ekki gefa of lítið og ekki of mikið,“ segir Harpa Hrönn, sem fékk alls 210 þúsund krónur í fermingargjöf og gaf 40 þúsund til Unicef. „Eftir á hefði ég viljað gefa meira því sjálf fékk ég 50 þúsund krónur til að eyða að vild og keypti mér myndavél, en afgangurinn fór í nammi og bíó.“ Fermingarsystkin Hörpu vissu ekkert um þessar fyrirætlanir og hún veit ekki um neinn sem gerði neitt svipað. „Ég sagði reyndar engum frá þessu fyrir fram því mér fannst geðveikt vandræðalegt fyrst að ætla að gefa peningana til góðgerðamála, en þegar það spurðist út á netinu í gegnum Unicef gekkst ég við því öllu, enda mjög ánægð með það,“ segir Harpa Hrönn kát. Hún segir viðbrögð vina sinna og fermingarsystkina hafa flest verið á einn veg. „„Ha?“ sögðu þau steinhissa og „Af hverju í ósköpunum?“, eins og unglingar eru í dag og vilja eiga sína peninga sjálfir, en ég sagðist ekki hafa haft við alla peningana að gera og væri með þessu að bæta líf barna í nauð, sem ekki veitti af,“ segir Harpa Hrönn full sjálfstæðis og þors. „Mér fannst geðveikt spennandi að vita að með gjöfinni væri ég að bjarga fullt af litlum krökkum. Það var æðisleg tilfinning og besta gjöfin þegar ég lít til baka. Ég mæli hiklaust með því að gefa smávegis af fermingarpeningunum til góðs málefnis; jafnvel þótt það sé ekki nema 5.000 kall, því það munar um minna og margt smátt gerir eitt stórt.“ - þlg Fermingar Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Á fermingardegi sínum í fyrra ákvað Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir að gefa hluta af fermingarpeningum sínum til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Ég vissi að ég fengi meiri peninga í fermingargjöf en ég hefði við að gera og að þeir færu mikið til í nammi og aðra vitleysu, svo mér fannst skynsamlegt að þeir rynnu til fólks sem hefði eitthvað þarfara við þá að gera,“ segir Harpa Hrönn, sem varð snortin af fréttaflutningi um bágstödd börn í Afríku og ákvað að láta tuttugu prósent af andvirði fermingarpeninga sinna renna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef á Íslandi. „Mér fannst tuttugu prósent mátulegt því ég vildi ekki gefa of lítið og ekki of mikið,“ segir Harpa Hrönn, sem fékk alls 210 þúsund krónur í fermingargjöf og gaf 40 þúsund til Unicef. „Eftir á hefði ég viljað gefa meira því sjálf fékk ég 50 þúsund krónur til að eyða að vild og keypti mér myndavél, en afgangurinn fór í nammi og bíó.“ Fermingarsystkin Hörpu vissu ekkert um þessar fyrirætlanir og hún veit ekki um neinn sem gerði neitt svipað. „Ég sagði reyndar engum frá þessu fyrir fram því mér fannst geðveikt vandræðalegt fyrst að ætla að gefa peningana til góðgerðamála, en þegar það spurðist út á netinu í gegnum Unicef gekkst ég við því öllu, enda mjög ánægð með það,“ segir Harpa Hrönn kát. Hún segir viðbrögð vina sinna og fermingarsystkina hafa flest verið á einn veg. „„Ha?“ sögðu þau steinhissa og „Af hverju í ósköpunum?“, eins og unglingar eru í dag og vilja eiga sína peninga sjálfir, en ég sagðist ekki hafa haft við alla peningana að gera og væri með þessu að bæta líf barna í nauð, sem ekki veitti af,“ segir Harpa Hrönn full sjálfstæðis og þors. „Mér fannst geðveikt spennandi að vita að með gjöfinni væri ég að bjarga fullt af litlum krökkum. Það var æðisleg tilfinning og besta gjöfin þegar ég lít til baka. Ég mæli hiklaust með því að gefa smávegis af fermingarpeningunum til góðs málefnis; jafnvel þótt það sé ekki nema 5.000 kall, því það munar um minna og margt smátt gerir eitt stórt.“ - þlg
Fermingar Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira