Spenna hjá Amazon: Frábært tækifæri fyrir íslenska sagnahefð 17. mars 2011 17:30 Höfuðstöðvar Amazon í Washington-ríki. Nordicphotos/Getty Útgáfufyrirtækið Amazon Crossing telur að viðskiptavinir sínir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir. Tíu íslenskar bækur koma út á vegum þess á næsta ári. Bandaríska útgáfufyrirtækið Amazon Crossing, undirfyrirtæki netrisans Amazon.com, er sérlega ánægt með samstarfið við Sögueyjuna, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hið nýstofnaða Amazon Crossing sérhæfir sig í útgáfu erlendra bóka bæði í prentuðu og í Kindle-rafbókarformi. Það hefur ákveðið að gefa út tíu bækur eftir jafnmarga íslenska höfunda í Bandaríkjunum á næsta ári, eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu. „Amazon Crossing leitar úti um allan heim að framúrskarandi bókum sem höfða til stærri lesendahóps," segir Jon Fine hjá fyrirtækinu, spurður um ástæðuna fyrir samstarfinu við Sögueyjuna. „Ísland hefur ríka bókmenntahefð og Amazon Crossing vill finna frábærar sögur og raddir og færa þær nýjum lesendahópi. Þegar við sáum hvað Ísland ætlaði að gera í kringum heiðursaðild þess að bókasýningunni í Frankfurt töldum við að með því að styðja við bakið á landinu gætum við í leiðinni lagt áherslu á aukinn sýnileika okkar í Frankfurt." Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur að mestu verið lokaður íslenskum bókmenntum. Fine telur að breyting gæti orðið á því með þessum nýju útgáfum.Halldór Guðmundsson.„Við teljum að það sé markaður fyrir góðar sögur og sögumenn í Bandaríkjunum sem og annars staðar og frá Íslandi hafa komið mörg frábær verk. Viðskiptavinir okkar lesa bækur frá öllum heimshornum og við teljum að þeir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir," segir Fine. „Við vitum að viðskiptavinir okkar hafa tekið íslenskum bókum vel í Þýskalandi og í öðrum Evrópulöndum og við eigum þegar nokkrar sígildar íslenskar bækur í enskri þýðingu. Við erum mjög spennt fyrir því að nota þetta tækifæri til að læra meira um íslenska sagnahefð." Spurður hvernig bækurnar tíu verða valdar segir Fine að fyrirtækið sé í viðræðum við fólk og stofnanir sem þekki íslenskt bókmenntalandslag, þar á meðal Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóra Sögueyjunnar, sem hafi þegar komið með virkilega góðar uppástungur. „Við munum bera saman meðmæli hans og annarra við upplýsingarnar sem við höfum um áhuga hins almenna lesanda og taka ákvörðun út frá því." Fine útilokar ekki að Amazon Crossing muni gefa út bækur eftir aðra norræna höfunda í framhaldinu. „Við viljum ekki velta of mikið vöngum yfir framtíðaráformum okkar en við erum engu að síður mjög spennt fyrir bókmenntahefð þessa svæðis. Við erum alltaf að leita að góðum bókum og röddum til að færa nýjum lesendum." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Útgáfufyrirtækið Amazon Crossing telur að viðskiptavinir sínir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir. Tíu íslenskar bækur koma út á vegum þess á næsta ári. Bandaríska útgáfufyrirtækið Amazon Crossing, undirfyrirtæki netrisans Amazon.com, er sérlega ánægt með samstarfið við Sögueyjuna, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hið nýstofnaða Amazon Crossing sérhæfir sig í útgáfu erlendra bóka bæði í prentuðu og í Kindle-rafbókarformi. Það hefur ákveðið að gefa út tíu bækur eftir jafnmarga íslenska höfunda í Bandaríkjunum á næsta ári, eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu. „Amazon Crossing leitar úti um allan heim að framúrskarandi bókum sem höfða til stærri lesendahóps," segir Jon Fine hjá fyrirtækinu, spurður um ástæðuna fyrir samstarfinu við Sögueyjuna. „Ísland hefur ríka bókmenntahefð og Amazon Crossing vill finna frábærar sögur og raddir og færa þær nýjum lesendahópi. Þegar við sáum hvað Ísland ætlaði að gera í kringum heiðursaðild þess að bókasýningunni í Frankfurt töldum við að með því að styðja við bakið á landinu gætum við í leiðinni lagt áherslu á aukinn sýnileika okkar í Frankfurt." Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur að mestu verið lokaður íslenskum bókmenntum. Fine telur að breyting gæti orðið á því með þessum nýju útgáfum.Halldór Guðmundsson.„Við teljum að það sé markaður fyrir góðar sögur og sögumenn í Bandaríkjunum sem og annars staðar og frá Íslandi hafa komið mörg frábær verk. Viðskiptavinir okkar lesa bækur frá öllum heimshornum og við teljum að þeir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir," segir Fine. „Við vitum að viðskiptavinir okkar hafa tekið íslenskum bókum vel í Þýskalandi og í öðrum Evrópulöndum og við eigum þegar nokkrar sígildar íslenskar bækur í enskri þýðingu. Við erum mjög spennt fyrir því að nota þetta tækifæri til að læra meira um íslenska sagnahefð." Spurður hvernig bækurnar tíu verða valdar segir Fine að fyrirtækið sé í viðræðum við fólk og stofnanir sem þekki íslenskt bókmenntalandslag, þar á meðal Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóra Sögueyjunnar, sem hafi þegar komið með virkilega góðar uppástungur. „Við munum bera saman meðmæli hans og annarra við upplýsingarnar sem við höfum um áhuga hins almenna lesanda og taka ákvörðun út frá því." Fine útilokar ekki að Amazon Crossing muni gefa út bækur eftir aðra norræna höfunda í framhaldinu. „Við viljum ekki velta of mikið vöngum yfir framtíðaráformum okkar en við erum engu að síður mjög spennt fyrir bókmenntahefð þessa svæðis. Við erum alltaf að leita að góðum bókum og röddum til að færa nýjum lesendum." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira