Spenna hjá Amazon: Frábært tækifæri fyrir íslenska sagnahefð 17. mars 2011 17:30 Höfuðstöðvar Amazon í Washington-ríki. Nordicphotos/Getty Útgáfufyrirtækið Amazon Crossing telur að viðskiptavinir sínir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir. Tíu íslenskar bækur koma út á vegum þess á næsta ári. Bandaríska útgáfufyrirtækið Amazon Crossing, undirfyrirtæki netrisans Amazon.com, er sérlega ánægt með samstarfið við Sögueyjuna, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hið nýstofnaða Amazon Crossing sérhæfir sig í útgáfu erlendra bóka bæði í prentuðu og í Kindle-rafbókarformi. Það hefur ákveðið að gefa út tíu bækur eftir jafnmarga íslenska höfunda í Bandaríkjunum á næsta ári, eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu. „Amazon Crossing leitar úti um allan heim að framúrskarandi bókum sem höfða til stærri lesendahóps," segir Jon Fine hjá fyrirtækinu, spurður um ástæðuna fyrir samstarfinu við Sögueyjuna. „Ísland hefur ríka bókmenntahefð og Amazon Crossing vill finna frábærar sögur og raddir og færa þær nýjum lesendahópi. Þegar við sáum hvað Ísland ætlaði að gera í kringum heiðursaðild þess að bókasýningunni í Frankfurt töldum við að með því að styðja við bakið á landinu gætum við í leiðinni lagt áherslu á aukinn sýnileika okkar í Frankfurt." Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur að mestu verið lokaður íslenskum bókmenntum. Fine telur að breyting gæti orðið á því með þessum nýju útgáfum.Halldór Guðmundsson.„Við teljum að það sé markaður fyrir góðar sögur og sögumenn í Bandaríkjunum sem og annars staðar og frá Íslandi hafa komið mörg frábær verk. Viðskiptavinir okkar lesa bækur frá öllum heimshornum og við teljum að þeir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir," segir Fine. „Við vitum að viðskiptavinir okkar hafa tekið íslenskum bókum vel í Þýskalandi og í öðrum Evrópulöndum og við eigum þegar nokkrar sígildar íslenskar bækur í enskri þýðingu. Við erum mjög spennt fyrir því að nota þetta tækifæri til að læra meira um íslenska sagnahefð." Spurður hvernig bækurnar tíu verða valdar segir Fine að fyrirtækið sé í viðræðum við fólk og stofnanir sem þekki íslenskt bókmenntalandslag, þar á meðal Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóra Sögueyjunnar, sem hafi þegar komið með virkilega góðar uppástungur. „Við munum bera saman meðmæli hans og annarra við upplýsingarnar sem við höfum um áhuga hins almenna lesanda og taka ákvörðun út frá því." Fine útilokar ekki að Amazon Crossing muni gefa út bækur eftir aðra norræna höfunda í framhaldinu. „Við viljum ekki velta of mikið vöngum yfir framtíðaráformum okkar en við erum engu að síður mjög spennt fyrir bókmenntahefð þessa svæðis. Við erum alltaf að leita að góðum bókum og röddum til að færa nýjum lesendum." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Útgáfufyrirtækið Amazon Crossing telur að viðskiptavinir sínir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir. Tíu íslenskar bækur koma út á vegum þess á næsta ári. Bandaríska útgáfufyrirtækið Amazon Crossing, undirfyrirtæki netrisans Amazon.com, er sérlega ánægt með samstarfið við Sögueyjuna, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hið nýstofnaða Amazon Crossing sérhæfir sig í útgáfu erlendra bóka bæði í prentuðu og í Kindle-rafbókarformi. Það hefur ákveðið að gefa út tíu bækur eftir jafnmarga íslenska höfunda í Bandaríkjunum á næsta ári, eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu. „Amazon Crossing leitar úti um allan heim að framúrskarandi bókum sem höfða til stærri lesendahóps," segir Jon Fine hjá fyrirtækinu, spurður um ástæðuna fyrir samstarfinu við Sögueyjuna. „Ísland hefur ríka bókmenntahefð og Amazon Crossing vill finna frábærar sögur og raddir og færa þær nýjum lesendahópi. Þegar við sáum hvað Ísland ætlaði að gera í kringum heiðursaðild þess að bókasýningunni í Frankfurt töldum við að með því að styðja við bakið á landinu gætum við í leiðinni lagt áherslu á aukinn sýnileika okkar í Frankfurt." Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur að mestu verið lokaður íslenskum bókmenntum. Fine telur að breyting gæti orðið á því með þessum nýju útgáfum.Halldór Guðmundsson.„Við teljum að það sé markaður fyrir góðar sögur og sögumenn í Bandaríkjunum sem og annars staðar og frá Íslandi hafa komið mörg frábær verk. Viðskiptavinir okkar lesa bækur frá öllum heimshornum og við teljum að þeir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir," segir Fine. „Við vitum að viðskiptavinir okkar hafa tekið íslenskum bókum vel í Þýskalandi og í öðrum Evrópulöndum og við eigum þegar nokkrar sígildar íslenskar bækur í enskri þýðingu. Við erum mjög spennt fyrir því að nota þetta tækifæri til að læra meira um íslenska sagnahefð." Spurður hvernig bækurnar tíu verða valdar segir Fine að fyrirtækið sé í viðræðum við fólk og stofnanir sem þekki íslenskt bókmenntalandslag, þar á meðal Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóra Sögueyjunnar, sem hafi þegar komið með virkilega góðar uppástungur. „Við munum bera saman meðmæli hans og annarra við upplýsingarnar sem við höfum um áhuga hins almenna lesanda og taka ákvörðun út frá því." Fine útilokar ekki að Amazon Crossing muni gefa út bækur eftir aðra norræna höfunda í framhaldinu. „Við viljum ekki velta of mikið vöngum yfir framtíðaráformum okkar en við erum engu að síður mjög spennt fyrir bókmenntahefð þessa svæðis. Við erum alltaf að leita að góðum bókum og röddum til að færa nýjum lesendum." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira