Spenna hjá Amazon: Frábært tækifæri fyrir íslenska sagnahefð 17. mars 2011 17:30 Höfuðstöðvar Amazon í Washington-ríki. Nordicphotos/Getty Útgáfufyrirtækið Amazon Crossing telur að viðskiptavinir sínir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir. Tíu íslenskar bækur koma út á vegum þess á næsta ári. Bandaríska útgáfufyrirtækið Amazon Crossing, undirfyrirtæki netrisans Amazon.com, er sérlega ánægt með samstarfið við Sögueyjuna, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hið nýstofnaða Amazon Crossing sérhæfir sig í útgáfu erlendra bóka bæði í prentuðu og í Kindle-rafbókarformi. Það hefur ákveðið að gefa út tíu bækur eftir jafnmarga íslenska höfunda í Bandaríkjunum á næsta ári, eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu. „Amazon Crossing leitar úti um allan heim að framúrskarandi bókum sem höfða til stærri lesendahóps," segir Jon Fine hjá fyrirtækinu, spurður um ástæðuna fyrir samstarfinu við Sögueyjuna. „Ísland hefur ríka bókmenntahefð og Amazon Crossing vill finna frábærar sögur og raddir og færa þær nýjum lesendahópi. Þegar við sáum hvað Ísland ætlaði að gera í kringum heiðursaðild þess að bókasýningunni í Frankfurt töldum við að með því að styðja við bakið á landinu gætum við í leiðinni lagt áherslu á aukinn sýnileika okkar í Frankfurt." Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur að mestu verið lokaður íslenskum bókmenntum. Fine telur að breyting gæti orðið á því með þessum nýju útgáfum.Halldór Guðmundsson.„Við teljum að það sé markaður fyrir góðar sögur og sögumenn í Bandaríkjunum sem og annars staðar og frá Íslandi hafa komið mörg frábær verk. Viðskiptavinir okkar lesa bækur frá öllum heimshornum og við teljum að þeir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir," segir Fine. „Við vitum að viðskiptavinir okkar hafa tekið íslenskum bókum vel í Þýskalandi og í öðrum Evrópulöndum og við eigum þegar nokkrar sígildar íslenskar bækur í enskri þýðingu. Við erum mjög spennt fyrir því að nota þetta tækifæri til að læra meira um íslenska sagnahefð." Spurður hvernig bækurnar tíu verða valdar segir Fine að fyrirtækið sé í viðræðum við fólk og stofnanir sem þekki íslenskt bókmenntalandslag, þar á meðal Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóra Sögueyjunnar, sem hafi þegar komið með virkilega góðar uppástungur. „Við munum bera saman meðmæli hans og annarra við upplýsingarnar sem við höfum um áhuga hins almenna lesanda og taka ákvörðun út frá því." Fine útilokar ekki að Amazon Crossing muni gefa út bækur eftir aðra norræna höfunda í framhaldinu. „Við viljum ekki velta of mikið vöngum yfir framtíðaráformum okkar en við erum engu að síður mjög spennt fyrir bókmenntahefð þessa svæðis. Við erum alltaf að leita að góðum bókum og röddum til að færa nýjum lesendum." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Útgáfufyrirtækið Amazon Crossing telur að viðskiptavinir sínir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir. Tíu íslenskar bækur koma út á vegum þess á næsta ári. Bandaríska útgáfufyrirtækið Amazon Crossing, undirfyrirtæki netrisans Amazon.com, er sérlega ánægt með samstarfið við Sögueyjuna, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hið nýstofnaða Amazon Crossing sérhæfir sig í útgáfu erlendra bóka bæði í prentuðu og í Kindle-rafbókarformi. Það hefur ákveðið að gefa út tíu bækur eftir jafnmarga íslenska höfunda í Bandaríkjunum á næsta ári, eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu. „Amazon Crossing leitar úti um allan heim að framúrskarandi bókum sem höfða til stærri lesendahóps," segir Jon Fine hjá fyrirtækinu, spurður um ástæðuna fyrir samstarfinu við Sögueyjuna. „Ísland hefur ríka bókmenntahefð og Amazon Crossing vill finna frábærar sögur og raddir og færa þær nýjum lesendahópi. Þegar við sáum hvað Ísland ætlaði að gera í kringum heiðursaðild þess að bókasýningunni í Frankfurt töldum við að með því að styðja við bakið á landinu gætum við í leiðinni lagt áherslu á aukinn sýnileika okkar í Frankfurt." Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur að mestu verið lokaður íslenskum bókmenntum. Fine telur að breyting gæti orðið á því með þessum nýju útgáfum.Halldór Guðmundsson.„Við teljum að það sé markaður fyrir góðar sögur og sögumenn í Bandaríkjunum sem og annars staðar og frá Íslandi hafa komið mörg frábær verk. Viðskiptavinir okkar lesa bækur frá öllum heimshornum og við teljum að þeir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir," segir Fine. „Við vitum að viðskiptavinir okkar hafa tekið íslenskum bókum vel í Þýskalandi og í öðrum Evrópulöndum og við eigum þegar nokkrar sígildar íslenskar bækur í enskri þýðingu. Við erum mjög spennt fyrir því að nota þetta tækifæri til að læra meira um íslenska sagnahefð." Spurður hvernig bækurnar tíu verða valdar segir Fine að fyrirtækið sé í viðræðum við fólk og stofnanir sem þekki íslenskt bókmenntalandslag, þar á meðal Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóra Sögueyjunnar, sem hafi þegar komið með virkilega góðar uppástungur. „Við munum bera saman meðmæli hans og annarra við upplýsingarnar sem við höfum um áhuga hins almenna lesanda og taka ákvörðun út frá því." Fine útilokar ekki að Amazon Crossing muni gefa út bækur eftir aðra norræna höfunda í framhaldinu. „Við viljum ekki velta of mikið vöngum yfir framtíðaráformum okkar en við erum engu að síður mjög spennt fyrir bókmenntahefð þessa svæðis. Við erum alltaf að leita að góðum bókum og röddum til að færa nýjum lesendum." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira