Rapparinn Ghostface Killah til Íslands 10. mars 2011 10:00 Bandaríski rapparinn Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu-Tang Clan, stígur á svið á Nasa laugardagskvöldið 2. apríl í tilefni af tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival, RFF. „Þetta er einn af merkustu röppurum síðustu tuttugu ára," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn af skipuleggjendum tónleikanna. „Hann hefur á sér goðsagnakenndan stimpil og er búinn að vera virkur og ferskur í langan tíma." Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta hipphoppsveit síðasta áratugar tuttugustu aldarinnar. Hljómsveitinni skaut upp á stjörnuhimininn með frumraun sinni Enter The Wu-Tang (36 Chambers) árið 1993. Þrátt fyrir að flestir hinna meðlima Wu-Tang Clan hafi gefið út sólóplötur eða hliðarverkefni á undan Ghostface þá hefur sólóferill hans verið farsælli en flestallra hinna. Undanfarið hefur hann komið fram á mörgum tískuvikum, þar á meðal í Kaupmannahöfn og London. Hann bað sérstaklega um að fá að koma fram á RFF-hátíðinni og tóku skipuleggjendur hennar vel í þá bón. Að sögn Steinþórs Helga hefði undir venjulegum kringumstæðum verið alltof dýrt að fá Ghostface til Íslands en vegna þess að um tískuhátíð er að ræða gengu samningaviðræðurnar greiðlega fyrir sig. Fimm manna hópur verður með honum á sviðinu á Nasa og telur Steinþór að líklegt sé að einhver annar úr Wu-Tang Clan taki einnig þátt í tónleikunum. Kanadíska söngkonan Peaches kom fram á Reykjavík Fashion Festival á síðasta ári við glimrandi góðar undirtektir. „Tónlistardagskráin gekk vonum framar í fyrra. Það var stappað á tónleikunum á Nasa og við vildum halda sömu partístemningu og hjá Peaches. Ég held að við höfum hitt naglann á höfuðið með Ghostface Killah," segir Steinþór. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn á Midi.is. Sin Fang kemur einnig fram á Nasa og líklegt er að aðrir listamenn bætist við dagskrána. freyr@frettabladid.is RFF Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Bandaríski rapparinn Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu-Tang Clan, stígur á svið á Nasa laugardagskvöldið 2. apríl í tilefni af tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival, RFF. „Þetta er einn af merkustu röppurum síðustu tuttugu ára," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn af skipuleggjendum tónleikanna. „Hann hefur á sér goðsagnakenndan stimpil og er búinn að vera virkur og ferskur í langan tíma." Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta hipphoppsveit síðasta áratugar tuttugustu aldarinnar. Hljómsveitinni skaut upp á stjörnuhimininn með frumraun sinni Enter The Wu-Tang (36 Chambers) árið 1993. Þrátt fyrir að flestir hinna meðlima Wu-Tang Clan hafi gefið út sólóplötur eða hliðarverkefni á undan Ghostface þá hefur sólóferill hans verið farsælli en flestallra hinna. Undanfarið hefur hann komið fram á mörgum tískuvikum, þar á meðal í Kaupmannahöfn og London. Hann bað sérstaklega um að fá að koma fram á RFF-hátíðinni og tóku skipuleggjendur hennar vel í þá bón. Að sögn Steinþórs Helga hefði undir venjulegum kringumstæðum verið alltof dýrt að fá Ghostface til Íslands en vegna þess að um tískuhátíð er að ræða gengu samningaviðræðurnar greiðlega fyrir sig. Fimm manna hópur verður með honum á sviðinu á Nasa og telur Steinþór að líklegt sé að einhver annar úr Wu-Tang Clan taki einnig þátt í tónleikunum. Kanadíska söngkonan Peaches kom fram á Reykjavík Fashion Festival á síðasta ári við glimrandi góðar undirtektir. „Tónlistardagskráin gekk vonum framar í fyrra. Það var stappað á tónleikunum á Nasa og við vildum halda sömu partístemningu og hjá Peaches. Ég held að við höfum hitt naglann á höfuðið með Ghostface Killah," segir Steinþór. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn á Midi.is. Sin Fang kemur einnig fram á Nasa og líklegt er að aðrir listamenn bætist við dagskrána. freyr@frettabladid.is
RFF Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira