Innblásið af íslenskri hefð 25. febrúar 2011 00:01 Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, fékk innblástur frá íslensku handverksfólki. Fréttablaðið/GVA Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, lærði skóhönnun við London College of Fashion, Cordwainers. Hún vann lokaverkefnið sitt út frá íslensku handverki eftir að hafa heimsótt íslenskt handverksfólk yfir kaffibolla. „Ég vildi vinna út frá Íslandi en maður sér landið í ljóma þegar maður er staddur í útlöndum. Guðrún Jónsdóttir, sem sér um félagsstarfið í Gerðubergi, kom mér í samband við handverksfólk," útskýrir Guðrún Edda og segir skemmtilegra að vera í beinu sambandi við fólk en að lesa sér til um handverk í bókum.Skrautið undir skónum smíðaði Steinunn Björnsdóttir fyrir Guðrúnu Eddu. Hælarnir á bláu skónum vísa til renndra stólfóta og skrautið er sótt í höfuðbúnaðinn á íslenskum faldbúningi. Gengið er frá kantinum á skónum eins og gert er á íslenskum sauðskinskóm. Skrautið um ökklann á rauðu skónum er sótt í hekl.„Þetta var mjög skemmtileg vinna. Þau Hjálmar Th. Ingimundarson, Eliane K. Hommersand, Jóna Þórarinsdóttir, Sigurborg Skúladóttir og Hallveig Ólafsdóttir unnu með mér að verkefninu. Ég heimsótti þau og spjallaði við hvert og eitt um handverkið og vann svo skóna út frá því." Guðrún Edda segir almennt ekki gefið að skóhönnuðir kunni að búa til skó. Áður en hún fór til náms í London vann hún við skóviðgerðir hjá Þráni skóara á Grettisgötu en í skólanum í London var einnig lögð áhersla á sníðagerð og saumaskap á skóm. Með námi vann hún hjá íslenska skófyrirtækinu Mörtu Jónsson í London og eftir að námi lauk vann hún í Kaupmannahöfn, meðal annars fyrir skóhönnuð í Kristjaníu og fyrir danska merkið Billibi. Guðrún Edda kom heim í haust og vann þá að frumgerðum fyrir hönnuðinn Sruli Recht. „Það var mjög krefjandi og skemmtileg vinna en ég hafði aldrei gert karlmannsskó áður. Nú er ég bara að skoða framhaldið. Þessa dagana er ég að undirbúa sýningu á HönnunarMars dagana 24. til 27. mars en draumurinn er að fara af stað með mína eigin skólínu." Nánar má forvitnast um hönnun Guðrúnar Eddu á vefsíðunni gudrunedda.com. heida@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, lærði skóhönnun við London College of Fashion, Cordwainers. Hún vann lokaverkefnið sitt út frá íslensku handverki eftir að hafa heimsótt íslenskt handverksfólk yfir kaffibolla. „Ég vildi vinna út frá Íslandi en maður sér landið í ljóma þegar maður er staddur í útlöndum. Guðrún Jónsdóttir, sem sér um félagsstarfið í Gerðubergi, kom mér í samband við handverksfólk," útskýrir Guðrún Edda og segir skemmtilegra að vera í beinu sambandi við fólk en að lesa sér til um handverk í bókum.Skrautið undir skónum smíðaði Steinunn Björnsdóttir fyrir Guðrúnu Eddu. Hælarnir á bláu skónum vísa til renndra stólfóta og skrautið er sótt í höfuðbúnaðinn á íslenskum faldbúningi. Gengið er frá kantinum á skónum eins og gert er á íslenskum sauðskinskóm. Skrautið um ökklann á rauðu skónum er sótt í hekl.„Þetta var mjög skemmtileg vinna. Þau Hjálmar Th. Ingimundarson, Eliane K. Hommersand, Jóna Þórarinsdóttir, Sigurborg Skúladóttir og Hallveig Ólafsdóttir unnu með mér að verkefninu. Ég heimsótti þau og spjallaði við hvert og eitt um handverkið og vann svo skóna út frá því." Guðrún Edda segir almennt ekki gefið að skóhönnuðir kunni að búa til skó. Áður en hún fór til náms í London vann hún við skóviðgerðir hjá Þráni skóara á Grettisgötu en í skólanum í London var einnig lögð áhersla á sníðagerð og saumaskap á skóm. Með námi vann hún hjá íslenska skófyrirtækinu Mörtu Jónsson í London og eftir að námi lauk vann hún í Kaupmannahöfn, meðal annars fyrir skóhönnuð í Kristjaníu og fyrir danska merkið Billibi. Guðrún Edda kom heim í haust og vann þá að frumgerðum fyrir hönnuðinn Sruli Recht. „Það var mjög krefjandi og skemmtileg vinna en ég hafði aldrei gert karlmannsskó áður. Nú er ég bara að skoða framhaldið. Þessa dagana er ég að undirbúa sýningu á HönnunarMars dagana 24. til 27. mars en draumurinn er að fara af stað með mína eigin skólínu." Nánar má forvitnast um hönnun Guðrúnar Eddu á vefsíðunni gudrunedda.com. heida@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira