Konunglegur niðurskurður 22. febrúar 2011 10:00 Sátt við gestalistann Vilhjálmur og Kate Middleton ganga í hjónaband hinn 29. apríl næstkomandi. 1.900 gestir fá að sækja athöfnina sjálfa en aðeins þrjú hundruð er boðið í kvöldverðinn sem Karl Bretaprins heldur.Nordic Photos/Getty Stóra málið í Bretlandi er án nokkurs vafa að 1.900 manns fengu um helgina boðskort í brúðkaup þessa áratugar, hjá þeim Kate Middleton og Vilhjálmi Bretaprins. Breskir fjölmiðlar höfðu spáð því að brúðkaupið yrði ekkert VIP-partí fyrir fræga og fína fólkið. Vissulega fá þessir 1.900 að vera viðstaddir giftinguna sjálfa í Westminster Abbey hinn 29. apríl. Meðal þeirra sem eru á listanum eru Beckham-hjónin og David Cameron en Vilhjálmur kynntist þeim náið þegar þeir unnu að því að fá HM í knattspyrnu til Englands. Elton John er að sjálfsögðu einnig á listanum en breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um fjarveru Söruh Ferguson, hertogaynjunnar af York. Hún var náin vinkona Díönu prinsessu á sínum tíma en talið er að nýlegt hneykslismál, þar sem Sarah reyndi að selja aðgang að fyrrverandi eiginmanni sínum, hafi gert útslagið. Þegar hjónaleysin hafa sagt gullnu orðin og játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum verður skorið rækilega niður á gestalistanum og fræga fólkinu fækkað, því aðeins sex hundruð fá að sækja sérstakan hádegisverð í boði Elísabetar drottningar. Þar er fastlega reiknað með því að meirihluti gestanna verði vinir parsins. Vilhjálmur hefur enda eytt miklum tíma í breska hernum og eignast marga nána félaga og hið sama má segja um Kate og skólasystur hennar. Fjölmiðlar hafa þó ekki enn komist á snoðir um hverjir hlutu boð í þá veislu. Þeir sem fá þrjú boðskort geta svo sannarlega sagst þekkja brúðhjónin, því aðeins 300 er boðið í kvöldverð sem Karl Bretaprins heldur. Gert er ráð fyrir að í því teiti verði dansað langt fram á nótt og drukkið. „Þetta brúðkaup á að endurspegla þeirra opinbera og persónulega líf," hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum í konungsfjölskyldunni.- fgg Lífið William & Kate Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Sjá meira
Stóra málið í Bretlandi er án nokkurs vafa að 1.900 manns fengu um helgina boðskort í brúðkaup þessa áratugar, hjá þeim Kate Middleton og Vilhjálmi Bretaprins. Breskir fjölmiðlar höfðu spáð því að brúðkaupið yrði ekkert VIP-partí fyrir fræga og fína fólkið. Vissulega fá þessir 1.900 að vera viðstaddir giftinguna sjálfa í Westminster Abbey hinn 29. apríl. Meðal þeirra sem eru á listanum eru Beckham-hjónin og David Cameron en Vilhjálmur kynntist þeim náið þegar þeir unnu að því að fá HM í knattspyrnu til Englands. Elton John er að sjálfsögðu einnig á listanum en breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um fjarveru Söruh Ferguson, hertogaynjunnar af York. Hún var náin vinkona Díönu prinsessu á sínum tíma en talið er að nýlegt hneykslismál, þar sem Sarah reyndi að selja aðgang að fyrrverandi eiginmanni sínum, hafi gert útslagið. Þegar hjónaleysin hafa sagt gullnu orðin og játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum verður skorið rækilega niður á gestalistanum og fræga fólkinu fækkað, því aðeins sex hundruð fá að sækja sérstakan hádegisverð í boði Elísabetar drottningar. Þar er fastlega reiknað með því að meirihluti gestanna verði vinir parsins. Vilhjálmur hefur enda eytt miklum tíma í breska hernum og eignast marga nána félaga og hið sama má segja um Kate og skólasystur hennar. Fjölmiðlar hafa þó ekki enn komist á snoðir um hverjir hlutu boð í þá veislu. Þeir sem fá þrjú boðskort geta svo sannarlega sagst þekkja brúðhjónin, því aðeins 300 er boðið í kvöldverð sem Karl Bretaprins heldur. Gert er ráð fyrir að í því teiti verði dansað langt fram á nótt og drukkið. „Þetta brúðkaup á að endurspegla þeirra opinbera og persónulega líf," hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum í konungsfjölskyldunni.- fgg
Lífið William & Kate Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Sjá meira