Segja Icesave-viðræðum lokið 22. febrúar 2011 04:45 „Það er búið að skrifa undir samninginn og viðræðum um hann er lokið. Málið er nú í höndum Íslendinga sjálfra,“ segir Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave-frumvarpið á sunnudag og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Redeker segir hollensk stjórnvöld munu fylgjast með málinu og bíða þess að stjórnvöld hér upplýsi þau hollensku um næstu skref. Það hafði ekki verið gert síðdegis í gær og vissi hann ekki hvenær áætlað væri að landsmenn gengju til þjóðaratkvæðagreiðslu. Breskir fjölmiðlar voru nokkuð harðorðari vegna ákvörðunar forsetans. Breska dagblaðið The Guardian sagði í gær ákvörðunina geta valdið stjórnvöldum þar í landi hugarangri enda hefði ríkisstjórnin breska samþykkt að taka á sig hluta af kostnaðinum. Blaðið segir ákvörðun forsetans valda því að bresk og hollensk stjórnvöld verði að bíða lengur eftir því að fá upp í það sem þau greiddu innstæðueigendum í löndunum báðum eftir fall gamla Landsbankans. Bloomberg-fréttaveitan rifjar upp að þegar forsetinn hafi vísað fyrri Icesave-samningi til þjóðarinnar hafi matsfyrirtækið Fitch lækkað lánshæfiseinkunnir Íslands niður í ruslflokk og sé ríkisstjórnin enn með lélegt lánshæfi hjá hinum stóru matsfyrirtækjunum, Moody‘s og Standard & Poor‘s. Þá er því haldið fram að ákvörðun forsetans geti valdið því að samskipti stjórnvalda hér við Breta og Hollendinga verði stirðari en áður. Netmiðillinn Deutsche Welle bætir því við að málið geti sett stein í götu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Ekki náðist samband við breska fjármálaráðuneytið þegar eftir því var leitað í gær. Í flestum fjölmiðlum ytra var bent á að fyrri Icesave-samningur hefði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. Þar sagði jafnframt að sá samningur sem nú lægi á borðinu væri talsvert hagstæðari en fyrri samningar. Eftir sölu eigna gamla Landsbankans upp í kröfur gætu á bilinu 250 til tæpra 300 milljóna evra fallið á íslenska ríkið. Það eru allt að 47 milljarðar íslenskra króna. jonab@frettabladid.is Fréttir Icesave Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
„Það er búið að skrifa undir samninginn og viðræðum um hann er lokið. Málið er nú í höndum Íslendinga sjálfra,“ segir Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave-frumvarpið á sunnudag og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Redeker segir hollensk stjórnvöld munu fylgjast með málinu og bíða þess að stjórnvöld hér upplýsi þau hollensku um næstu skref. Það hafði ekki verið gert síðdegis í gær og vissi hann ekki hvenær áætlað væri að landsmenn gengju til þjóðaratkvæðagreiðslu. Breskir fjölmiðlar voru nokkuð harðorðari vegna ákvörðunar forsetans. Breska dagblaðið The Guardian sagði í gær ákvörðunina geta valdið stjórnvöldum þar í landi hugarangri enda hefði ríkisstjórnin breska samþykkt að taka á sig hluta af kostnaðinum. Blaðið segir ákvörðun forsetans valda því að bresk og hollensk stjórnvöld verði að bíða lengur eftir því að fá upp í það sem þau greiddu innstæðueigendum í löndunum báðum eftir fall gamla Landsbankans. Bloomberg-fréttaveitan rifjar upp að þegar forsetinn hafi vísað fyrri Icesave-samningi til þjóðarinnar hafi matsfyrirtækið Fitch lækkað lánshæfiseinkunnir Íslands niður í ruslflokk og sé ríkisstjórnin enn með lélegt lánshæfi hjá hinum stóru matsfyrirtækjunum, Moody‘s og Standard & Poor‘s. Þá er því haldið fram að ákvörðun forsetans geti valdið því að samskipti stjórnvalda hér við Breta og Hollendinga verði stirðari en áður. Netmiðillinn Deutsche Welle bætir því við að málið geti sett stein í götu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Ekki náðist samband við breska fjármálaráðuneytið þegar eftir því var leitað í gær. Í flestum fjölmiðlum ytra var bent á að fyrri Icesave-samningur hefði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. Þar sagði jafnframt að sá samningur sem nú lægi á borðinu væri talsvert hagstæðari en fyrri samningar. Eftir sölu eigna gamla Landsbankans upp í kröfur gætu á bilinu 250 til tæpra 300 milljóna evra fallið á íslenska ríkið. Það eru allt að 47 milljarðar íslenskra króna. jonab@frettabladid.is
Fréttir Icesave Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira