Segja Icesave-viðræðum lokið 22. febrúar 2011 04:45 „Það er búið að skrifa undir samninginn og viðræðum um hann er lokið. Málið er nú í höndum Íslendinga sjálfra,“ segir Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave-frumvarpið á sunnudag og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Redeker segir hollensk stjórnvöld munu fylgjast með málinu og bíða þess að stjórnvöld hér upplýsi þau hollensku um næstu skref. Það hafði ekki verið gert síðdegis í gær og vissi hann ekki hvenær áætlað væri að landsmenn gengju til þjóðaratkvæðagreiðslu. Breskir fjölmiðlar voru nokkuð harðorðari vegna ákvörðunar forsetans. Breska dagblaðið The Guardian sagði í gær ákvörðunina geta valdið stjórnvöldum þar í landi hugarangri enda hefði ríkisstjórnin breska samþykkt að taka á sig hluta af kostnaðinum. Blaðið segir ákvörðun forsetans valda því að bresk og hollensk stjórnvöld verði að bíða lengur eftir því að fá upp í það sem þau greiddu innstæðueigendum í löndunum báðum eftir fall gamla Landsbankans. Bloomberg-fréttaveitan rifjar upp að þegar forsetinn hafi vísað fyrri Icesave-samningi til þjóðarinnar hafi matsfyrirtækið Fitch lækkað lánshæfiseinkunnir Íslands niður í ruslflokk og sé ríkisstjórnin enn með lélegt lánshæfi hjá hinum stóru matsfyrirtækjunum, Moody‘s og Standard & Poor‘s. Þá er því haldið fram að ákvörðun forsetans geti valdið því að samskipti stjórnvalda hér við Breta og Hollendinga verði stirðari en áður. Netmiðillinn Deutsche Welle bætir því við að málið geti sett stein í götu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Ekki náðist samband við breska fjármálaráðuneytið þegar eftir því var leitað í gær. Í flestum fjölmiðlum ytra var bent á að fyrri Icesave-samningur hefði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. Þar sagði jafnframt að sá samningur sem nú lægi á borðinu væri talsvert hagstæðari en fyrri samningar. Eftir sölu eigna gamla Landsbankans upp í kröfur gætu á bilinu 250 til tæpra 300 milljóna evra fallið á íslenska ríkið. Það eru allt að 47 milljarðar íslenskra króna. jonab@frettabladid.is Fréttir Icesave Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
„Það er búið að skrifa undir samninginn og viðræðum um hann er lokið. Málið er nú í höndum Íslendinga sjálfra,“ segir Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave-frumvarpið á sunnudag og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Redeker segir hollensk stjórnvöld munu fylgjast með málinu og bíða þess að stjórnvöld hér upplýsi þau hollensku um næstu skref. Það hafði ekki verið gert síðdegis í gær og vissi hann ekki hvenær áætlað væri að landsmenn gengju til þjóðaratkvæðagreiðslu. Breskir fjölmiðlar voru nokkuð harðorðari vegna ákvörðunar forsetans. Breska dagblaðið The Guardian sagði í gær ákvörðunina geta valdið stjórnvöldum þar í landi hugarangri enda hefði ríkisstjórnin breska samþykkt að taka á sig hluta af kostnaðinum. Blaðið segir ákvörðun forsetans valda því að bresk og hollensk stjórnvöld verði að bíða lengur eftir því að fá upp í það sem þau greiddu innstæðueigendum í löndunum báðum eftir fall gamla Landsbankans. Bloomberg-fréttaveitan rifjar upp að þegar forsetinn hafi vísað fyrri Icesave-samningi til þjóðarinnar hafi matsfyrirtækið Fitch lækkað lánshæfiseinkunnir Íslands niður í ruslflokk og sé ríkisstjórnin enn með lélegt lánshæfi hjá hinum stóru matsfyrirtækjunum, Moody‘s og Standard & Poor‘s. Þá er því haldið fram að ákvörðun forsetans geti valdið því að samskipti stjórnvalda hér við Breta og Hollendinga verði stirðari en áður. Netmiðillinn Deutsche Welle bætir því við að málið geti sett stein í götu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Ekki náðist samband við breska fjármálaráðuneytið þegar eftir því var leitað í gær. Í flestum fjölmiðlum ytra var bent á að fyrri Icesave-samningur hefði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. Þar sagði jafnframt að sá samningur sem nú lægi á borðinu væri talsvert hagstæðari en fyrri samningar. Eftir sölu eigna gamla Landsbankans upp í kröfur gætu á bilinu 250 til tæpra 300 milljóna evra fallið á íslenska ríkið. Það eru allt að 47 milljarðar íslenskra króna. jonab@frettabladid.is
Fréttir Icesave Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira