Tölum tæpitungulaust til karlmanna Stefán Ingi Stefánsson skrifar 18. febrúar 2011 06:00 Á undanförnum árum og áratugum hefur á Íslandi náðst merkilegur árangur í að draga úr tíðni ýmissa samfélagsógna sem áður fyrr voru nánast talin óumflýjanlegur hluti af lífi okkar eyjaskeggja. Þetta á t.d. við um slys hvers konar, s.s. á sjó og ekki síst á vegum úti. Þótt í sumum tilvikum liggi skýringin í tækniframförum af ýmsu tagi er oftar en ekki um það að ræða að einföld hugarfarsbreyting hafi gert útslagið. Í dag er það t.d. alveg ljóst; við keyrum ekki full, börnin okkar leika ekki lausum hala í aftursætinu en nota hins vegar reiðhjólahjálma þegar þau hjóla. Þeir sem ekki virða þessar reglur er lítill skilningur sýndur; umburðarlyndi er, réttilega, af skornum skammti. Þessi hugarfarsbreyting varð ekki til í tómarúmi. Hún á sér langan aðdraganda og er árangur af kraftmiklum og einbeittum forvörnum. Mikið hefur verið lagt í forvarnir á sviði umferðaröryggis undanfarna áratugi og er það vel. Það má leiða að því líkum og færa fyrir því sterk rök að starfið hafi bjargað lífum. Jafnvel ótal lífum. Það sama má segja um starf á sviði áfengis-, vímefna- og tóbaksvarna. Þar hefur náðst eftirtektarverður árangur; árangur sem er beinlínis mælanlegur t.d. í lækkaðri tíðni unglinga sem reykja. Hverjir fremja glæpina? Forvarnir gegn nauðgunum Líklegur fjöldi nauðgana á viku á Íslandi er fimm. Fimm! Ein nauðgun nærri daglega í þessu litla samfélagi okkar. Og svona hefur þetta verið frá því að elstu menn muna. En þessi ógn sem steðjar fyrst og fremst að stúlkum og konum er ekki vegna ófrávíkjanlegra eðlisfræðilögmála - ekki frekar en dauðsföll í umferðinni eða reykingar tíundubekkinga. Það eru einhverjir sem fremja þessa ömurlegu glæpi. Í yfir 99% tilvika eru þessir einhverjir karlmenn. Það er augljóslega nauðsynlegt að hlúa að þolendum kynferðisofbeldis - og mikilvægt að leggja þar í frekar en að draga úr. En öflug neyðarmóttaka og stuðningsúrræði draga sem slík ekki úr tíðni glæpsins. Rétt eins og góð bráðamóttaka til að hlúa að slösuðum úr umferðinni, bráðnauðsynleg sem hún er, fækkar ekki slysum. Á endanum hlýtur það þó að vera markmiðið. Rétt eins umferðaröryggisauglýsingum er m.a. beint að þeim hópi sem líklegastur er að haga sér óábyrgt í umferðinni hlýtur að vera lyilatriði að tala til mögulegra kynferðisofbeldismanna og reyna ad hafa áhrif á hegðun þeirra og viðmót; draga skýr mörk þegar kemur að kynferðismálum og gefa þau skilaboð að kynferðisofbeldi verði ekki liðið. Það þarf að tala til karlmanna - og það þarf að tala tæpitungulaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum og áratugum hefur á Íslandi náðst merkilegur árangur í að draga úr tíðni ýmissa samfélagsógna sem áður fyrr voru nánast talin óumflýjanlegur hluti af lífi okkar eyjaskeggja. Þetta á t.d. við um slys hvers konar, s.s. á sjó og ekki síst á vegum úti. Þótt í sumum tilvikum liggi skýringin í tækniframförum af ýmsu tagi er oftar en ekki um það að ræða að einföld hugarfarsbreyting hafi gert útslagið. Í dag er það t.d. alveg ljóst; við keyrum ekki full, börnin okkar leika ekki lausum hala í aftursætinu en nota hins vegar reiðhjólahjálma þegar þau hjóla. Þeir sem ekki virða þessar reglur er lítill skilningur sýndur; umburðarlyndi er, réttilega, af skornum skammti. Þessi hugarfarsbreyting varð ekki til í tómarúmi. Hún á sér langan aðdraganda og er árangur af kraftmiklum og einbeittum forvörnum. Mikið hefur verið lagt í forvarnir á sviði umferðaröryggis undanfarna áratugi og er það vel. Það má leiða að því líkum og færa fyrir því sterk rök að starfið hafi bjargað lífum. Jafnvel ótal lífum. Það sama má segja um starf á sviði áfengis-, vímefna- og tóbaksvarna. Þar hefur náðst eftirtektarverður árangur; árangur sem er beinlínis mælanlegur t.d. í lækkaðri tíðni unglinga sem reykja. Hverjir fremja glæpina? Forvarnir gegn nauðgunum Líklegur fjöldi nauðgana á viku á Íslandi er fimm. Fimm! Ein nauðgun nærri daglega í þessu litla samfélagi okkar. Og svona hefur þetta verið frá því að elstu menn muna. En þessi ógn sem steðjar fyrst og fremst að stúlkum og konum er ekki vegna ófrávíkjanlegra eðlisfræðilögmála - ekki frekar en dauðsföll í umferðinni eða reykingar tíundubekkinga. Það eru einhverjir sem fremja þessa ömurlegu glæpi. Í yfir 99% tilvika eru þessir einhverjir karlmenn. Það er augljóslega nauðsynlegt að hlúa að þolendum kynferðisofbeldis - og mikilvægt að leggja þar í frekar en að draga úr. En öflug neyðarmóttaka og stuðningsúrræði draga sem slík ekki úr tíðni glæpsins. Rétt eins og góð bráðamóttaka til að hlúa að slösuðum úr umferðinni, bráðnauðsynleg sem hún er, fækkar ekki slysum. Á endanum hlýtur það þó að vera markmiðið. Rétt eins umferðaröryggisauglýsingum er m.a. beint að þeim hópi sem líklegastur er að haga sér óábyrgt í umferðinni hlýtur að vera lyilatriði að tala til mögulegra kynferðisofbeldismanna og reyna ad hafa áhrif á hegðun þeirra og viðmót; draga skýr mörk þegar kemur að kynferðismálum og gefa þau skilaboð að kynferðisofbeldi verði ekki liðið. Það þarf að tala til karlmanna - og það þarf að tala tæpitungulaust.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun