Handknattleikssambandið hefur ákveðið að draga í undanúrslit karla og kvenna í Eimskipsbikarnum í kvöld. Dregið verður í þættinum hjá Þorsteini J. á Stöð 2 Sport en þátturinn hefst klukkan 18.45 í kvöld.
Liðin sem verða í pottinum hjá körlunum eru: Akureyri, FH, Fram og Valur. Leikið verður 13. og 14. febrúar.
Liðin sem verða í pottinum hjá konunum eru: Fram, Fylkir, HK og Valur. Leikið verður 15. og 16. febrúar.
