Landhelgisgæslan á Suðurnes Eygló Harðardóttir skrifar 11. janúar 2011 06:00 Ríkisstjórnin hélt nýlega fund á Suðurnesjum þar sem samþykkt var aðgerðaáætlun til að takast á við hið mikla atvinnuleysi sem þar ríkir. Þar var innanríkisráðherra falið að skoða vandlega kosti þess að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðið á Miðnesheiði og að gerð yrði hagkvæmniathugun á þeim kosti. Niðurstöður eiga að liggja fyrir í byrjun febrúar. Hugmyndin um flutning Landhelgisgæslunnar á Suðurnesin er ekki ný af nálinni og voru þingsályktunartillögur þess efnis fluttar á 116. löggjafarþingi og 130. löggjafarþingi af þingmönnunum Árna R. Árnasyni og Hjálmari Árnasyni, en voru ekki útræddar. Höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar eru í Reykjavík. Þar er skrifstofuhald, þar liggja 3 skip hennar á milli verkefna og þar er flugkostur hennar geymdur, flugvél og tvær þyrlur. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns auk tuga nýrra starfsmanna frá Varnarmálastofnun. Oft getur verið erfitt að flytja heila stofnun, en ýmislegt mælir með því á þessum tímapunkti. Frá og með síðustu áramótum tók Landhelgisgæslan við stórum hluta verkefna Varnarmálastofnunar sem staðsett var á gamla varnarliðssvæðinu á Suðurnesjum. Framundan er því mikið starf hjá starfsmönnum við að sameina og aðlaga verkefni þessara tveggja stofnana í nýja heild og gæti flutningur í nýrri og betri aðstöðu verið mikilvægur þáttur í að byggja upp Landhelgisgæsluna. Varnarmálastofnun bjó yfir góðum húsakosti sem gæti hentað mjög vel fyrir starfsemi Landhelgisgæslunnar, en fram hefur komið í máli forstjóra gæslunnar að húsakostur stofnunarinnar gæti verið betri. Besti flugvöllur landsins er staðsettur á Suðurnesjum. Hafnaraðstaða er þar næg og varðskipin væru óneitanlega nokkru nærri almennum miðum en í Reykjavíkurhöfn. Síðast en ekki síst þá hafa íbúar svæðisins mikla reynslu og þekkingu af því að þjónusta starfsemi af þessu tagi. Því eru bæði öryggis- og rekstrarleg rök sem mæla með flutningi. Til viðbótar eru mikilvæg byggðarök. Hvergi hefur atvinnuleysi verið meira en á Suðurnesjum enda skildi brottför varnarliðsins, hrun byggingageirans og bankakreppan eftir svöðusár á atvinnulífi svæðisins. Fulltrúar stjórnmálaflokka hafa lýst sig fylgjandi flutningi Landhelgisgæslunnar og ályktaði félagsfundur VG á Suðurnesjum síðast um málið í október 2010 þar sem stjórnvöld voru hvött til að flytja Landhelgisgæsluna og starfsemi henni tengda á Suðurnesin. Því hvet ég innanríkisráðherra til taka af skarið og styðja flutning Landhelgisgæslunnar á Suðurnesin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt nýlega fund á Suðurnesjum þar sem samþykkt var aðgerðaáætlun til að takast á við hið mikla atvinnuleysi sem þar ríkir. Þar var innanríkisráðherra falið að skoða vandlega kosti þess að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðið á Miðnesheiði og að gerð yrði hagkvæmniathugun á þeim kosti. Niðurstöður eiga að liggja fyrir í byrjun febrúar. Hugmyndin um flutning Landhelgisgæslunnar á Suðurnesin er ekki ný af nálinni og voru þingsályktunartillögur þess efnis fluttar á 116. löggjafarþingi og 130. löggjafarþingi af þingmönnunum Árna R. Árnasyni og Hjálmari Árnasyni, en voru ekki útræddar. Höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar eru í Reykjavík. Þar er skrifstofuhald, þar liggja 3 skip hennar á milli verkefna og þar er flugkostur hennar geymdur, flugvél og tvær þyrlur. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns auk tuga nýrra starfsmanna frá Varnarmálastofnun. Oft getur verið erfitt að flytja heila stofnun, en ýmislegt mælir með því á þessum tímapunkti. Frá og með síðustu áramótum tók Landhelgisgæslan við stórum hluta verkefna Varnarmálastofnunar sem staðsett var á gamla varnarliðssvæðinu á Suðurnesjum. Framundan er því mikið starf hjá starfsmönnum við að sameina og aðlaga verkefni þessara tveggja stofnana í nýja heild og gæti flutningur í nýrri og betri aðstöðu verið mikilvægur þáttur í að byggja upp Landhelgisgæsluna. Varnarmálastofnun bjó yfir góðum húsakosti sem gæti hentað mjög vel fyrir starfsemi Landhelgisgæslunnar, en fram hefur komið í máli forstjóra gæslunnar að húsakostur stofnunarinnar gæti verið betri. Besti flugvöllur landsins er staðsettur á Suðurnesjum. Hafnaraðstaða er þar næg og varðskipin væru óneitanlega nokkru nærri almennum miðum en í Reykjavíkurhöfn. Síðast en ekki síst þá hafa íbúar svæðisins mikla reynslu og þekkingu af því að þjónusta starfsemi af þessu tagi. Því eru bæði öryggis- og rekstrarleg rök sem mæla með flutningi. Til viðbótar eru mikilvæg byggðarök. Hvergi hefur atvinnuleysi verið meira en á Suðurnesjum enda skildi brottför varnarliðsins, hrun byggingageirans og bankakreppan eftir svöðusár á atvinnulífi svæðisins. Fulltrúar stjórnmálaflokka hafa lýst sig fylgjandi flutningi Landhelgisgæslunnar og ályktaði félagsfundur VG á Suðurnesjum síðast um málið í október 2010 þar sem stjórnvöld voru hvött til að flytja Landhelgisgæsluna og starfsemi henni tengda á Suðurnesin. Því hvet ég innanríkisráðherra til taka af skarið og styðja flutning Landhelgisgæslunnar á Suðurnesin.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun