Fjölskyldan í Aratúni hótar sjö einstaklingum lögsókn Andri Ólafsson skrifar 3. febrúar 2011 18:54 Fjölskylda sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Síðasta sumar var töluvert fjallað um nágrannaerjurnar í Aratúni í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir. Fréttir af framkomu annarar fjölskyldunnar vöktu mikil og hörð viðbrögð, sérstaklega ef marka má ýmis ummæli sem látin voru falla í athugasemdakerfi dv.is Einn skrifaði að setja ætti fjölskylduna í vel afgirt búr í húsdýragarðinum Annar sagði að best væri fyrir samfélagið að fjölskyldunni yrði fargað eins og skepnum. Og enn annar sagði það ætti kála þessu helvítis drasli. Fjölskyldan í Aratúni hefur nú sent sjö einstaklingum bréf þar sem þeim er boðið að borga 100 þúsund krónur í skaðabætur, draga ummæli sín tilbaka og biðjast afsökunar. Einstaklingarnir sjö hafa fram á sunnudag til að taka þessu boði. Geri þeir það ekki mun fjölskyldan höfða meiðyrðamál. Ekki aðeins verður höfað meiðyrðamál á hendur þeim sem skrifuðu ummælin, heldur einni á hendur DV fyrir að hýsa þau á fréttasíðu sinni. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður segir að ástæðan sé sú að ærumeiðing sé eitt en dreifing ummæla sé sjálfstætt brot Vilhjálmur segist telja að þetta sé fyrsta málið þar sem tekist verður á um ummæli úr athugasemdakerfum fyrir dómstólum. „Það er kominn tími til þess að það sé komið böndum á þessa umræðu í netheimum," segir Vilhjálmur. Þau séu komin út fyrir öll velsæmismörk. Fólk verði að átta sig á því að ummæli sem séu látin falla á netinu geti verið alveg jafn ærumeiðandi og ummæli í blaðagrein. Eftir að lögmaður fjölskyldunanr sendi þessi bréf hefur henni borist nafnlausar hótanir í sms skeytum. Nágrannadeilur Garðabær Nágrannadeilur í Aratúni Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Fjölskylda sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Síðasta sumar var töluvert fjallað um nágrannaerjurnar í Aratúni í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir. Fréttir af framkomu annarar fjölskyldunnar vöktu mikil og hörð viðbrögð, sérstaklega ef marka má ýmis ummæli sem látin voru falla í athugasemdakerfi dv.is Einn skrifaði að setja ætti fjölskylduna í vel afgirt búr í húsdýragarðinum Annar sagði að best væri fyrir samfélagið að fjölskyldunni yrði fargað eins og skepnum. Og enn annar sagði það ætti kála þessu helvítis drasli. Fjölskyldan í Aratúni hefur nú sent sjö einstaklingum bréf þar sem þeim er boðið að borga 100 þúsund krónur í skaðabætur, draga ummæli sín tilbaka og biðjast afsökunar. Einstaklingarnir sjö hafa fram á sunnudag til að taka þessu boði. Geri þeir það ekki mun fjölskyldan höfða meiðyrðamál. Ekki aðeins verður höfað meiðyrðamál á hendur þeim sem skrifuðu ummælin, heldur einni á hendur DV fyrir að hýsa þau á fréttasíðu sinni. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður segir að ástæðan sé sú að ærumeiðing sé eitt en dreifing ummæla sé sjálfstætt brot Vilhjálmur segist telja að þetta sé fyrsta málið þar sem tekist verður á um ummæli úr athugasemdakerfum fyrir dómstólum. „Það er kominn tími til þess að það sé komið böndum á þessa umræðu í netheimum," segir Vilhjálmur. Þau séu komin út fyrir öll velsæmismörk. Fólk verði að átta sig á því að ummæli sem séu látin falla á netinu geti verið alveg jafn ærumeiðandi og ummæli í blaðagrein. Eftir að lögmaður fjölskyldunanr sendi þessi bréf hefur henni borist nafnlausar hótanir í sms skeytum.
Nágrannadeilur Garðabær Nágrannadeilur í Aratúni Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira