Fjölskyldan í Aratúni hótar sjö einstaklingum lögsókn Andri Ólafsson skrifar 3. febrúar 2011 18:54 Fjölskylda sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Síðasta sumar var töluvert fjallað um nágrannaerjurnar í Aratúni í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir. Fréttir af framkomu annarar fjölskyldunnar vöktu mikil og hörð viðbrögð, sérstaklega ef marka má ýmis ummæli sem látin voru falla í athugasemdakerfi dv.is Einn skrifaði að setja ætti fjölskylduna í vel afgirt búr í húsdýragarðinum Annar sagði að best væri fyrir samfélagið að fjölskyldunni yrði fargað eins og skepnum. Og enn annar sagði það ætti kála þessu helvítis drasli. Fjölskyldan í Aratúni hefur nú sent sjö einstaklingum bréf þar sem þeim er boðið að borga 100 þúsund krónur í skaðabætur, draga ummæli sín tilbaka og biðjast afsökunar. Einstaklingarnir sjö hafa fram á sunnudag til að taka þessu boði. Geri þeir það ekki mun fjölskyldan höfða meiðyrðamál. Ekki aðeins verður höfað meiðyrðamál á hendur þeim sem skrifuðu ummælin, heldur einni á hendur DV fyrir að hýsa þau á fréttasíðu sinni. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður segir að ástæðan sé sú að ærumeiðing sé eitt en dreifing ummæla sé sjálfstætt brot Vilhjálmur segist telja að þetta sé fyrsta málið þar sem tekist verður á um ummæli úr athugasemdakerfum fyrir dómstólum. „Það er kominn tími til þess að það sé komið böndum á þessa umræðu í netheimum," segir Vilhjálmur. Þau séu komin út fyrir öll velsæmismörk. Fólk verði að átta sig á því að ummæli sem séu látin falla á netinu geti verið alveg jafn ærumeiðandi og ummæli í blaðagrein. Eftir að lögmaður fjölskyldunanr sendi þessi bréf hefur henni borist nafnlausar hótanir í sms skeytum. Nágrannadeilur Garðabær Nágrannadeilur í Aratúni Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Fjölskylda sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Síðasta sumar var töluvert fjallað um nágrannaerjurnar í Aratúni í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir. Fréttir af framkomu annarar fjölskyldunnar vöktu mikil og hörð viðbrögð, sérstaklega ef marka má ýmis ummæli sem látin voru falla í athugasemdakerfi dv.is Einn skrifaði að setja ætti fjölskylduna í vel afgirt búr í húsdýragarðinum Annar sagði að best væri fyrir samfélagið að fjölskyldunni yrði fargað eins og skepnum. Og enn annar sagði það ætti kála þessu helvítis drasli. Fjölskyldan í Aratúni hefur nú sent sjö einstaklingum bréf þar sem þeim er boðið að borga 100 þúsund krónur í skaðabætur, draga ummæli sín tilbaka og biðjast afsökunar. Einstaklingarnir sjö hafa fram á sunnudag til að taka þessu boði. Geri þeir það ekki mun fjölskyldan höfða meiðyrðamál. Ekki aðeins verður höfað meiðyrðamál á hendur þeim sem skrifuðu ummælin, heldur einni á hendur DV fyrir að hýsa þau á fréttasíðu sinni. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður segir að ástæðan sé sú að ærumeiðing sé eitt en dreifing ummæla sé sjálfstætt brot Vilhjálmur segist telja að þetta sé fyrsta málið þar sem tekist verður á um ummæli úr athugasemdakerfum fyrir dómstólum. „Það er kominn tími til þess að það sé komið böndum á þessa umræðu í netheimum," segir Vilhjálmur. Þau séu komin út fyrir öll velsæmismörk. Fólk verði að átta sig á því að ummæli sem séu látin falla á netinu geti verið alveg jafn ærumeiðandi og ummæli í blaðagrein. Eftir að lögmaður fjölskyldunanr sendi þessi bréf hefur henni borist nafnlausar hótanir í sms skeytum.
Nágrannadeilur Garðabær Nágrannadeilur í Aratúni Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira