Vill LÍÚ sátt um fiskveiðar? Bolli Héðinsson skrifar 12. febrúar 2011 06:00 Allt útlit er fyrir að LÍÚ ætli að hafna því að ná sátt um fiskveiðikerfið og kjósa að halda atvinnugreininni áfram í óvissu, einstökum útgerðum og samfélaginu öllu til verulegs tjóns. Því miður þá hefur LÍÚ, allt frá upphafi kvótakerfisins, aldrei ljáð máls á minnstu eftirgjöf af sinni hálfu um sanngjarnt veiðigjald. Sáttin við þjóðina hefur öll átt að vera á einn veg, óbreytt ástand. LÍÚ ætti að vera fyrir löngu búið að átta sig á að greiðsla hæfilegs afnotagjalds til eigenda fiskimiðanna, þjóðarinnar, er besta leiðin til að skapa sátt um atvinnugreinina. Hæfilegt og sanngjarnt leigugjald er einfaldast að finna með því að gefa útgerðarmönnum kost á að bjóða í þann kvóta sem þjóðin, eigandi kvótans, setur á markað hverju sinni. Enda bjóða menn þá í samræmi við greiðslugetu og hæfi til að gera verðmæti úr aflanum. LÍÚ treystir aftur á móti ekki eigin félagsmönnum til að þekkja best hversu háar fjárhæðir þeir geti greitt fyrir veiðileyfin og telja það því ekki vera færa leið að leyfa útvegsmönnum að bjóða í kvóta t.d. samkvæmt svokallaðri „tilboðsleið". En tilboðsleiðin, sem fjallað var um í nefnd sjávarútvegsráðherra, virðist ætla að verða sú leið sem hvað víðtækust sátt getur orðið um í samfélaginu.Hvers virði er það útgerðinni að losna við óvissuna? Fyrirkomulag á fiskveiðum, sem ekki leiðir til niðurstöðu sem þjóðin sættir sig við, er til þess fallið að halda greininni í áframhaldandi óvissu. Ótti LÍÚ við tilboðsleiðina, þar sem einstökum útgerðum gefst færi á að bjóða í afnot af þeim kvóta sem losnar á hverju ári, ætti að vera fullkomlega ástæðulaus. Því, eins og áður er rakið, þá eru það einmitt þeir útgerðarmenn sem líklegastir eru til að hámarka aflaverðmætið sem fá munu þann kvóta sem losnar. Krafa LÍÚ ætti að standa til þess að hafa áhrif á útfærslu tilboðsleiðarinnar, setja fram kröfu um að allur fiskur verða kvótasettur og tilboða verði leitað í allar fisktegundir. Framsýnir útgerðarmenn vita að ef ekki verður leitað sátta við þjóðina í þessum efnum þá mun áfram verða kroppað í kvótakerfið með hverri nýrri ríkisstjórn. Nýjar úthlutanir munu verða framhjá kvóta, til sérstakra viðfangsefna, líkt og verið hefur. Slíkt munum við sjá í enn ríkari mæli eftir því sem fram í sækir, sjái LÍÚ ekki að sér og leggi sitt af mörkum til þjóðarsáttar um fiskveiðar.Viljum við nýtt Verðlagsráð sjávarútvegsins? Mörg okkar muna enn eftir Verðlagsráði sjávarútvegsins, þar sem svo átti að heita að útgerðarmenn og sjómenn komu saman til að „semja" um fiskverð. Daginn eftir hverja verðákvörðun var gengi krónunnar fellt „til að tryggja rekstrargrundvöll útgerðarinnar". Hætt er við að hinn nýi vettvangur „samninga" útgerða og ríkisstjórnar um kvótaverð, samkvæmt hinni svokölluðu „samningaleið", verði sama marki brenndur. Það er með ólíkindum að nokkur kjósi að taka upp slíkar miðstýrðar ákvarðanir að nýju. Einstakar útgerðir hljóta að vera fullfærar um það sjálfar að meta greiðsluhæfi sitt til kvótakaupa og geta þ.a.l. boðið í þann afla sem þær telja sig hafa getu og möguleika til að breyta í verðmæta útflutningsafurð, svo fremi þær fái tækifæri til þess, t.d. samkvæmt svokallaðri tilboðsleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að LÍÚ ætli að hafna því að ná sátt um fiskveiðikerfið og kjósa að halda atvinnugreininni áfram í óvissu, einstökum útgerðum og samfélaginu öllu til verulegs tjóns. Því miður þá hefur LÍÚ, allt frá upphafi kvótakerfisins, aldrei ljáð máls á minnstu eftirgjöf af sinni hálfu um sanngjarnt veiðigjald. Sáttin við þjóðina hefur öll átt að vera á einn veg, óbreytt ástand. LÍÚ ætti að vera fyrir löngu búið að átta sig á að greiðsla hæfilegs afnotagjalds til eigenda fiskimiðanna, þjóðarinnar, er besta leiðin til að skapa sátt um atvinnugreinina. Hæfilegt og sanngjarnt leigugjald er einfaldast að finna með því að gefa útgerðarmönnum kost á að bjóða í þann kvóta sem þjóðin, eigandi kvótans, setur á markað hverju sinni. Enda bjóða menn þá í samræmi við greiðslugetu og hæfi til að gera verðmæti úr aflanum. LÍÚ treystir aftur á móti ekki eigin félagsmönnum til að þekkja best hversu háar fjárhæðir þeir geti greitt fyrir veiðileyfin og telja það því ekki vera færa leið að leyfa útvegsmönnum að bjóða í kvóta t.d. samkvæmt svokallaðri „tilboðsleið". En tilboðsleiðin, sem fjallað var um í nefnd sjávarútvegsráðherra, virðist ætla að verða sú leið sem hvað víðtækust sátt getur orðið um í samfélaginu.Hvers virði er það útgerðinni að losna við óvissuna? Fyrirkomulag á fiskveiðum, sem ekki leiðir til niðurstöðu sem þjóðin sættir sig við, er til þess fallið að halda greininni í áframhaldandi óvissu. Ótti LÍÚ við tilboðsleiðina, þar sem einstökum útgerðum gefst færi á að bjóða í afnot af þeim kvóta sem losnar á hverju ári, ætti að vera fullkomlega ástæðulaus. Því, eins og áður er rakið, þá eru það einmitt þeir útgerðarmenn sem líklegastir eru til að hámarka aflaverðmætið sem fá munu þann kvóta sem losnar. Krafa LÍÚ ætti að standa til þess að hafa áhrif á útfærslu tilboðsleiðarinnar, setja fram kröfu um að allur fiskur verða kvótasettur og tilboða verði leitað í allar fisktegundir. Framsýnir útgerðarmenn vita að ef ekki verður leitað sátta við þjóðina í þessum efnum þá mun áfram verða kroppað í kvótakerfið með hverri nýrri ríkisstjórn. Nýjar úthlutanir munu verða framhjá kvóta, til sérstakra viðfangsefna, líkt og verið hefur. Slíkt munum við sjá í enn ríkari mæli eftir því sem fram í sækir, sjái LÍÚ ekki að sér og leggi sitt af mörkum til þjóðarsáttar um fiskveiðar.Viljum við nýtt Verðlagsráð sjávarútvegsins? Mörg okkar muna enn eftir Verðlagsráði sjávarútvegsins, þar sem svo átti að heita að útgerðarmenn og sjómenn komu saman til að „semja" um fiskverð. Daginn eftir hverja verðákvörðun var gengi krónunnar fellt „til að tryggja rekstrargrundvöll útgerðarinnar". Hætt er við að hinn nýi vettvangur „samninga" útgerða og ríkisstjórnar um kvótaverð, samkvæmt hinni svokölluðu „samningaleið", verði sama marki brenndur. Það er með ólíkindum að nokkur kjósi að taka upp slíkar miðstýrðar ákvarðanir að nýju. Einstakar útgerðir hljóta að vera fullfærar um það sjálfar að meta greiðsluhæfi sitt til kvótakaupa og geta þ.a.l. boðið í þann afla sem þær telja sig hafa getu og möguleika til að breyta í verðmæta útflutningsafurð, svo fremi þær fái tækifæri til þess, t.d. samkvæmt svokallaðri tilboðsleið.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun