ÍBV vann í kvöld nauman sigur á liði Gróttu í N1-deild kvenna, 23-22, en leikurinn fór fram á Seltjarnarnesi.
Staðan í hálfleik var 12-9, Eyjastúlkum í vil.
Guðbjörg Guðmannsdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Þórsteina Sigurbjörnsdóttir sex.
Í liði Gróttu voru þær Hildur Marín Andrésdóttir og Lovísa Rós Jóhannsdóttir markahæstar með fjögur mörk hvor.
ÍBV komst upp í ellefu stig með sigrinum og er í fimmta sæti deidlarinnar, einu stigi á eftir Fylki.
Grótta er í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með tvö stig.
Fjórir leikir fara fram um helgina í deildinni.
Laugardagur:
13.30 Valur - Haukar
13.30 ÍR - Fylkir
14.30 FH - Stjarnan
Sunnudagur:
13.30 Fram - HK
ÍBV sótti sigur á Seltjarnarnes
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


