FH vann í kvöld sigur á Haukum, 25-18, í N1-deild kvenna í handbolta. Staðan í hálfleik var 10-8, FH-ingum í vil.
Steinunn Snorradóttir og Hind Hannesdóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir FH og Berglind Ósk Björgvinsdóttir fimm.
Hjá Haukum var Erla Eiríksdóttir markahæst með átta mörk. Viktoría Valdimarsdóttir skoraði fjögur mörk.
FH komst upp í átta stig með sigrinum og er í sjöunda sæti deildarinnar. Haukar eru í því áttunda með sex stig.
