Menntun gegn atvinnuleysi Skúli Helgason skrifar 28. janúar 2011 06:00 Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á þessu ári er að koma atvinnusköpun í gang og vinna bug á atvinnuleysi. Það er sérstakt áhyggjuefni hve fjölmennur hópur ungs fólks er án atvinnu og þá einkum hve langtíma atvinnuleysi er mikið í þessum hópi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 16-24 ára mældist 15,2% á síðasta ársfjórðungi 2010 samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Tölur Vinnumálastofnunar frá október 2010 sýna að 76% ungra atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára eru einungis með grunnskólapróf. Það er því enginn vafi að lausnin á atvinnuvanda ungs fólks á Íslandi er menntun. Því miður er niðurskurðarkrafan í menntakerfinu, eins og á öðrum sviðum almannaþjónustunnar slík að framhaldsskólar þurfa að neita hundruðum ungmenna um skólavist. Á síðastliðnu hausti höfnuðu framhaldsskólar umsóknum á fimmta hundrað einstaklinga um skólavist. Við svo búið má ekki una. Tölur Vinnumálastofnunar frá desember 2010 sýna að 1112 einstaklingar eða tæp 40% atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára hafa verið án atvinnu í hálft ár sem er sú viðmiðun sem notuð er til að skilgreina langtíma atvinnuleysi. Þar af hafa 599 eða 54% verið án atvinnu lengur en í heilt ár. Þetta er mikið áhyggjuefni því erlendar rannsóknir sýna að ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Hátt hlutfall ungra atvinnuleitenda með litla formlega menntun er því samfélagsvandi sem kallar á skjótar aðgerðir. Enginn vafi er á því að árangursríkasta leiðin er sú að bæta menntun þessara einstaklinga sem í hlut eiga, sú leið er líklegust til að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði til lengri tíma litið. Ég hef nú lagt fram á Alþingi ásamt fimmtán þingmönnum allra þingflokka, tillögu til þingsályktun þar sem forsætisráðherra er falið að stýra mótun aðgerðaáætlunar í samráði við aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og fleiri sem hafi þann þríþætta tilgang að vinna bug á langtíma atvinnuleysi meðal ungs fólks, efla iðn- og tæknimenntun í samfélaginu og mæta þörf helstu vaxtargreina atvinnulífsins fyrir vinnuafl með slíka menntun. Lögð verði áhersla á að bjóða ungum atvinnuleitendum fjölbreytt úrræði til menntunar, starfsmennta og starfsþjálfunar í iðn-, raun- og tæknigreinum. Það er mikilvægt að hafa í huga að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu eða með því að fella alla í sama mót. Mikilvægt er að skapa margvísleg tækifæri, innan framhaldsskóla, í iðn- og tækniskólum, frumgreinadeildum, háskólum og með starfsþjálfun og starfsmenntaúrræðum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Þá þarf að takast á við fordóma gegn iðn- og tæknimenntun, sem hafa átt sinn þátt í því að allur þorri framhaldsskólanema velur bóknám, þó hæfileikar þeirra standi í mörgum tilvikum frekar til náms í verklegum greinum. Staðreyndin er sú að flest helstu nýsköpunarfyrirtæki landsins, sem nú eru í hvað örustum vexti bjóða eftirsóknarverð störf fyrir fólk með iðn- og tæknimenntun. Til að örva nemendur til dáða verður sérstök áhersla lögð á að gera samninga við fyrirtæki um að bjóða þeim atvinnuleitendum sem ná árangri og ljúka námi, störf að námi loknu. Það er þversagnakennt að á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki þá er umtalsverður skortur á tilteknu vinnuafli, þ.e. fólki með iðn- og tæknimenntun. Þetta kemur vel fram í nýrri könnun Samtaka iðnaðarins en meðal þeirra 200 iðnfyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni kom fram þörf fyrir 11,05% fjölgun tæknimenntaðs háskólafólks og 10,65% fjölgun starfsfólks með iðn- og starfsmenntun á næstu 12 mánuðum. Sömu skilaboð hafa borist frá hugverkaiðnaðinum, einum helsta vaxtargeira íslensks atvinnulífs um þessar mundir. Sá geiri skapar nú atvinnu fyrir um 10 þúsund manns hér á landi en engu að síður er talið að þörfin fyrir nýtt starfsfólk með iðn- og tæknimenntun geti svarað til þúsund starfa á ári. Mikilvægt er að stjórnvöld bregðist hratt við þessari mannaflaþörf með markvissum aðgerðum ella er hætt við því að stærstu fyrirtækin í hugverkaiðnaði þurfi að taka út sinn vöxt erlendis. Sú þróun er þegar hafin og því mikilvægt að stjórnvöld grípi nú þegar til mótvægisaðgerða til að efla vöxt atvinnugreinarinnar innnanlands og skapa verðmæt störf fyrir landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á þessu ári er að koma atvinnusköpun í gang og vinna bug á atvinnuleysi. Það er sérstakt áhyggjuefni hve fjölmennur hópur ungs fólks er án atvinnu og þá einkum hve langtíma atvinnuleysi er mikið í þessum hópi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 16-24 ára mældist 15,2% á síðasta ársfjórðungi 2010 samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Tölur Vinnumálastofnunar frá október 2010 sýna að 76% ungra atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára eru einungis með grunnskólapróf. Það er því enginn vafi að lausnin á atvinnuvanda ungs fólks á Íslandi er menntun. Því miður er niðurskurðarkrafan í menntakerfinu, eins og á öðrum sviðum almannaþjónustunnar slík að framhaldsskólar þurfa að neita hundruðum ungmenna um skólavist. Á síðastliðnu hausti höfnuðu framhaldsskólar umsóknum á fimmta hundrað einstaklinga um skólavist. Við svo búið má ekki una. Tölur Vinnumálastofnunar frá desember 2010 sýna að 1112 einstaklingar eða tæp 40% atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára hafa verið án atvinnu í hálft ár sem er sú viðmiðun sem notuð er til að skilgreina langtíma atvinnuleysi. Þar af hafa 599 eða 54% verið án atvinnu lengur en í heilt ár. Þetta er mikið áhyggjuefni því erlendar rannsóknir sýna að ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Hátt hlutfall ungra atvinnuleitenda með litla formlega menntun er því samfélagsvandi sem kallar á skjótar aðgerðir. Enginn vafi er á því að árangursríkasta leiðin er sú að bæta menntun þessara einstaklinga sem í hlut eiga, sú leið er líklegust til að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði til lengri tíma litið. Ég hef nú lagt fram á Alþingi ásamt fimmtán þingmönnum allra þingflokka, tillögu til þingsályktun þar sem forsætisráðherra er falið að stýra mótun aðgerðaáætlunar í samráði við aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og fleiri sem hafi þann þríþætta tilgang að vinna bug á langtíma atvinnuleysi meðal ungs fólks, efla iðn- og tæknimenntun í samfélaginu og mæta þörf helstu vaxtargreina atvinnulífsins fyrir vinnuafl með slíka menntun. Lögð verði áhersla á að bjóða ungum atvinnuleitendum fjölbreytt úrræði til menntunar, starfsmennta og starfsþjálfunar í iðn-, raun- og tæknigreinum. Það er mikilvægt að hafa í huga að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu eða með því að fella alla í sama mót. Mikilvægt er að skapa margvísleg tækifæri, innan framhaldsskóla, í iðn- og tækniskólum, frumgreinadeildum, háskólum og með starfsþjálfun og starfsmenntaúrræðum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Þá þarf að takast á við fordóma gegn iðn- og tæknimenntun, sem hafa átt sinn þátt í því að allur þorri framhaldsskólanema velur bóknám, þó hæfileikar þeirra standi í mörgum tilvikum frekar til náms í verklegum greinum. Staðreyndin er sú að flest helstu nýsköpunarfyrirtæki landsins, sem nú eru í hvað örustum vexti bjóða eftirsóknarverð störf fyrir fólk með iðn- og tæknimenntun. Til að örva nemendur til dáða verður sérstök áhersla lögð á að gera samninga við fyrirtæki um að bjóða þeim atvinnuleitendum sem ná árangri og ljúka námi, störf að námi loknu. Það er þversagnakennt að á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki þá er umtalsverður skortur á tilteknu vinnuafli, þ.e. fólki með iðn- og tæknimenntun. Þetta kemur vel fram í nýrri könnun Samtaka iðnaðarins en meðal þeirra 200 iðnfyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni kom fram þörf fyrir 11,05% fjölgun tæknimenntaðs háskólafólks og 10,65% fjölgun starfsfólks með iðn- og starfsmenntun á næstu 12 mánuðum. Sömu skilaboð hafa borist frá hugverkaiðnaðinum, einum helsta vaxtargeira íslensks atvinnulífs um þessar mundir. Sá geiri skapar nú atvinnu fyrir um 10 þúsund manns hér á landi en engu að síður er talið að þörfin fyrir nýtt starfsfólk með iðn- og tæknimenntun geti svarað til þúsund starfa á ári. Mikilvægt er að stjórnvöld bregðist hratt við þessari mannaflaþörf með markvissum aðgerðum ella er hætt við því að stærstu fyrirtækin í hugverkaiðnaði þurfi að taka út sinn vöxt erlendis. Sú þróun er þegar hafin og því mikilvægt að stjórnvöld grípi nú þegar til mótvægisaðgerða til að efla vöxt atvinnugreinarinnar innnanlands og skapa verðmæt störf fyrir landsmenn.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar