Og Sannmælinn hlýtur... Guðni Már Harðarson. skrifar 26. janúar 2011 06:00 Suma hluti látum við ekki bjóða okkur. Ef barnið þitt væri að keppa í 100 metra hlaupi og þú kæmist að því að barnið, ásamt helmingi keppenda, hefði verið látið byrja hlaupið 7 metrum fyrir aftan ráslínuna myndir þú vitanlega reiðast. Þú myndir krefjast þess að hlaupið yrði endurtekið þar sem helmingur keppenda naut ekki sannmælis. Fáum stæði jafnframt á sama ef þau fyndu út að vísvitandi væri búið að rífa úr 14 af 200 blaðsíðum í kennslubók hjá börnum þeirra. Ekkert okkar myndi heldur svara því til í skoðanakönnun að okkur þætti ásættanlegt að öll börn í O-blóðflokki (sem um helmingur þjóðarinnar tilheyrir) þyrftu í framtíðinni, blóðflokksins vegna, að sætta sig við 7% lægri laun fyrir sömu störf en börn í öðrum blóðflokkum. Það stafar óréttlæti af þessum dæmum. Blóðflokkabundinn launamunur væri fáránleg hugmynd, óhugsandi della. Engu að síður búum við við þá staðreynd að rannsóknir staðfesta kynbundinn launamun á Íslandi. Hagstofan gerði rannsókn á launum 185 þúsund einstaklinga á almennum vinnumarkaði á árunum 2000-2007 sem leiddi í ljós 7.3% óútskýrðan launamun á milli kynjanna. Í árlegri launakönnun VR var niðurstaðan fyrir árið 2009 að „með 95% vissu megi segja að meðal fólks á svipuðum aldri, með sama starfsaldur, í sömu starfsstétt, með sambærilegan vinnutíma og sambærilega menntun séu konur með á bilinu 8,5% til 11,7% lægri heildarlaun en karlar.“ Athugum að hér er búið að taka út þætti eins og meiri yfirvinnu karla í ákveðnum starfsstéttum, möguleg áhrif menntunar eða aðrar eðlilegar skýringar. Eftir stendur sú fáránlega staðreynd, óhugsandi della, að konur gjalda fyrir kyn sitt þegar kemur að útborguðum launum. Kynbundinn launamun getum við ekki látið bjóða okkur. Mætti gæðavotta eða verðlauna fyrirtæki sem tryggja að allir njóti sannmælis í launum, óháð blóðflokkum, kyni eða háralit? Veita slíkum vinnustöðum Sannmælinn - tákn um að þar sé tryggt að þar njóti allir sannmælis í launum? Það væru góð skilaboð til barnanna minna að velja að versla við þannig fyrirtæki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Suma hluti látum við ekki bjóða okkur. Ef barnið þitt væri að keppa í 100 metra hlaupi og þú kæmist að því að barnið, ásamt helmingi keppenda, hefði verið látið byrja hlaupið 7 metrum fyrir aftan ráslínuna myndir þú vitanlega reiðast. Þú myndir krefjast þess að hlaupið yrði endurtekið þar sem helmingur keppenda naut ekki sannmælis. Fáum stæði jafnframt á sama ef þau fyndu út að vísvitandi væri búið að rífa úr 14 af 200 blaðsíðum í kennslubók hjá börnum þeirra. Ekkert okkar myndi heldur svara því til í skoðanakönnun að okkur þætti ásættanlegt að öll börn í O-blóðflokki (sem um helmingur þjóðarinnar tilheyrir) þyrftu í framtíðinni, blóðflokksins vegna, að sætta sig við 7% lægri laun fyrir sömu störf en börn í öðrum blóðflokkum. Það stafar óréttlæti af þessum dæmum. Blóðflokkabundinn launamunur væri fáránleg hugmynd, óhugsandi della. Engu að síður búum við við þá staðreynd að rannsóknir staðfesta kynbundinn launamun á Íslandi. Hagstofan gerði rannsókn á launum 185 þúsund einstaklinga á almennum vinnumarkaði á árunum 2000-2007 sem leiddi í ljós 7.3% óútskýrðan launamun á milli kynjanna. Í árlegri launakönnun VR var niðurstaðan fyrir árið 2009 að „með 95% vissu megi segja að meðal fólks á svipuðum aldri, með sama starfsaldur, í sömu starfsstétt, með sambærilegan vinnutíma og sambærilega menntun séu konur með á bilinu 8,5% til 11,7% lægri heildarlaun en karlar.“ Athugum að hér er búið að taka út þætti eins og meiri yfirvinnu karla í ákveðnum starfsstéttum, möguleg áhrif menntunar eða aðrar eðlilegar skýringar. Eftir stendur sú fáránlega staðreynd, óhugsandi della, að konur gjalda fyrir kyn sitt þegar kemur að útborguðum launum. Kynbundinn launamun getum við ekki látið bjóða okkur. Mætti gæðavotta eða verðlauna fyrirtæki sem tryggja að allir njóti sannmælis í launum, óháð blóðflokkum, kyni eða háralit? Veita slíkum vinnustöðum Sannmælinn - tákn um að þar sé tryggt að þar njóti allir sannmælis í launum? Það væru góð skilaboð til barnanna minna að velja að versla við þannig fyrirtæki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar