Og Sannmælinn hlýtur... Guðni Már Harðarson. skrifar 26. janúar 2011 06:00 Suma hluti látum við ekki bjóða okkur. Ef barnið þitt væri að keppa í 100 metra hlaupi og þú kæmist að því að barnið, ásamt helmingi keppenda, hefði verið látið byrja hlaupið 7 metrum fyrir aftan ráslínuna myndir þú vitanlega reiðast. Þú myndir krefjast þess að hlaupið yrði endurtekið þar sem helmingur keppenda naut ekki sannmælis. Fáum stæði jafnframt á sama ef þau fyndu út að vísvitandi væri búið að rífa úr 14 af 200 blaðsíðum í kennslubók hjá börnum þeirra. Ekkert okkar myndi heldur svara því til í skoðanakönnun að okkur þætti ásættanlegt að öll börn í O-blóðflokki (sem um helmingur þjóðarinnar tilheyrir) þyrftu í framtíðinni, blóðflokksins vegna, að sætta sig við 7% lægri laun fyrir sömu störf en börn í öðrum blóðflokkum. Það stafar óréttlæti af þessum dæmum. Blóðflokkabundinn launamunur væri fáránleg hugmynd, óhugsandi della. Engu að síður búum við við þá staðreynd að rannsóknir staðfesta kynbundinn launamun á Íslandi. Hagstofan gerði rannsókn á launum 185 þúsund einstaklinga á almennum vinnumarkaði á árunum 2000-2007 sem leiddi í ljós 7.3% óútskýrðan launamun á milli kynjanna. Í árlegri launakönnun VR var niðurstaðan fyrir árið 2009 að „með 95% vissu megi segja að meðal fólks á svipuðum aldri, með sama starfsaldur, í sömu starfsstétt, með sambærilegan vinnutíma og sambærilega menntun séu konur með á bilinu 8,5% til 11,7% lægri heildarlaun en karlar.“ Athugum að hér er búið að taka út þætti eins og meiri yfirvinnu karla í ákveðnum starfsstéttum, möguleg áhrif menntunar eða aðrar eðlilegar skýringar. Eftir stendur sú fáránlega staðreynd, óhugsandi della, að konur gjalda fyrir kyn sitt þegar kemur að útborguðum launum. Kynbundinn launamun getum við ekki látið bjóða okkur. Mætti gæðavotta eða verðlauna fyrirtæki sem tryggja að allir njóti sannmælis í launum, óháð blóðflokkum, kyni eða háralit? Veita slíkum vinnustöðum Sannmælinn - tákn um að þar sé tryggt að þar njóti allir sannmælis í launum? Það væru góð skilaboð til barnanna minna að velja að versla við þannig fyrirtæki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Suma hluti látum við ekki bjóða okkur. Ef barnið þitt væri að keppa í 100 metra hlaupi og þú kæmist að því að barnið, ásamt helmingi keppenda, hefði verið látið byrja hlaupið 7 metrum fyrir aftan ráslínuna myndir þú vitanlega reiðast. Þú myndir krefjast þess að hlaupið yrði endurtekið þar sem helmingur keppenda naut ekki sannmælis. Fáum stæði jafnframt á sama ef þau fyndu út að vísvitandi væri búið að rífa úr 14 af 200 blaðsíðum í kennslubók hjá börnum þeirra. Ekkert okkar myndi heldur svara því til í skoðanakönnun að okkur þætti ásættanlegt að öll börn í O-blóðflokki (sem um helmingur þjóðarinnar tilheyrir) þyrftu í framtíðinni, blóðflokksins vegna, að sætta sig við 7% lægri laun fyrir sömu störf en börn í öðrum blóðflokkum. Það stafar óréttlæti af þessum dæmum. Blóðflokkabundinn launamunur væri fáránleg hugmynd, óhugsandi della. Engu að síður búum við við þá staðreynd að rannsóknir staðfesta kynbundinn launamun á Íslandi. Hagstofan gerði rannsókn á launum 185 þúsund einstaklinga á almennum vinnumarkaði á árunum 2000-2007 sem leiddi í ljós 7.3% óútskýrðan launamun á milli kynjanna. Í árlegri launakönnun VR var niðurstaðan fyrir árið 2009 að „með 95% vissu megi segja að meðal fólks á svipuðum aldri, með sama starfsaldur, í sömu starfsstétt, með sambærilegan vinnutíma og sambærilega menntun séu konur með á bilinu 8,5% til 11,7% lægri heildarlaun en karlar.“ Athugum að hér er búið að taka út þætti eins og meiri yfirvinnu karla í ákveðnum starfsstéttum, möguleg áhrif menntunar eða aðrar eðlilegar skýringar. Eftir stendur sú fáránlega staðreynd, óhugsandi della, að konur gjalda fyrir kyn sitt þegar kemur að útborguðum launum. Kynbundinn launamun getum við ekki látið bjóða okkur. Mætti gæðavotta eða verðlauna fyrirtæki sem tryggja að allir njóti sannmælis í launum, óháð blóðflokkum, kyni eða háralit? Veita slíkum vinnustöðum Sannmælinn - tákn um að þar sé tryggt að þar njóti allir sannmælis í launum? Það væru góð skilaboð til barnanna minna að velja að versla við þannig fyrirtæki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun