Útrýmum mönnum! Illugi Jökulsson skrifar 13. febrúar 2011 06:00 Þegar ég var að byrja að fylgjast með þjóðmálum upp úr 1970 var Rauðsokkahreyfingin að koma undir sig fótunum. Ég segi nú ekki að ég hafi fylgst grannt með hreyfingunni en vitaskuld varð ég var við helstu baráttumál hennar. Og skemmst er frá því að segja að mér fannst þau öll svo sjálfsögð og eðlileg að ég bjóst fastlega við að búið yrði að afgreiða þau öll seinni partinn á morgun, eða í síðasta lagi snemma í næstu viku. Launamisrétti úr sögunni, sjálfsögð og aukin virðing fyrir hlut og framlagi kvenna, þetta lá allt svo í augum uppi að mér fannst varla að það þyrfti að ræða það öllu frekar. Og ég tók svo hátíðlega orðin um að "konur væru líka menn" að ég lagði gjörsamlega á hilluna orðið "menn" ef merkingin var í rauninni "karlmenn". Um þetta tók ég bara meðvitaða ákvörðun - að ég myndi aldrei nokkurn tíma láta standa mig að því að segja til dæmis "menn og konur". Því ég samþykkti fyrirvaralaust að með slíku orðalagi væru karlmenn að eigna sér tegundarheitið "maður" og til þess hefðu þeir engan rétt. Ég var sem sagt afar efnilegur kvenréttindasinni, þó ég segi sjálfur frá. Það var auðvitað ekki af því ég væri eitthvað betur úr garði gerður en aðrir strákar, heldur hefur fordæmi móður minnar sjálfsagt ráðið mestu. Hún sá ein um heimilið af mikilli kostgæfni og það hefði verið beinlínis fáránlegt að láta sér detta í hug að hún, sem kona, ætti að vera einhvers konar eftirbátur karlmanna. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn eða þar um bil. Fyrir rúmlega 35 árum. Þá hefði ég svo sannarlega orðið hissa ef mér hefði verið sagt að árið 2011 væru jafnréttismál enn að vefjast fyrir fólki, og algert jafnrétti kvenna og karla hefði reyndar alls ekki náðst ennþá - ekki að fullu. Og núna skil ég hvorki upp né niður í því af hverju jafnréttismál eru ekki lengra á veg komin - ég botna ekki í hvað getur staðið í veginum, því nánast öll hljótum við að viðurkenna að markmið kvennabaráttunnar séu sjálfsögð og eðlileg. Það er einhver tregða, ég veit ekki almennilega hvar, en einn þáttur þeirrar tregðu birtist í því að mér til mikillar undrunar, þá hefur alls ekki dáið út notkun orðsins "maður" í merkingunni "karlmaður". Og það sem hefur komið mér allra mest á óvart er að ég hef iðulega heyrt konur - jafnvel af kynslóð Rauðsokkanna - tala um "menn og konur" þegar átt við "karla og konur". Ég hélt að strax þarna upp úr 1970 hefðu allir orðið sammála um að taka upp nýtt orðalag til merkis um nýja hugsun, en það tókst af einhverjum ástæðum ekki. Og enn heyrir maður þetta vefjast fyrir fólki, og afleiðingin er þá sú að fólk sem talar um "menn" þegar það á við "karlmenn" á við - undir niðri - að karlmenn séu hinir einu sönnu fulltrúar mannkynsins. Og ég hef ekki heyrt neinn benda á þetta í mörg herrans ár. Orrustan um orðin tapaðist, eða að minnsta kosti var látið afskiptalaust að stór hópur fólks talar enn um karlmenn sem "menn", en konur eru þá einhvers konar aukameðlimir í mannkyninu. Það er afar mikilvægt að vinna orrustur um orð þegar málið snýst um að breyta samfélaginu, gera byltingu. Því hvet ég til að við förum aftur að vanda mál okkar og tölum í samræmi við þá trú að "konur séu líka menn". Það mun geta orðið einum litlum dreng umhugsunarefni, eins og það varð mér á sínum tíma, og gæti gert hann að ögn skárri jafnréttissinna en hann hefði kannski annars orðið. Útrýmum mönnum - að minnsta kosti í þessari merkingu. Konur eru líka menn.Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar).Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Jökulsson Öðlingurinn Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var að byrja að fylgjast með þjóðmálum upp úr 1970 var Rauðsokkahreyfingin að koma undir sig fótunum. Ég segi nú ekki að ég hafi fylgst grannt með hreyfingunni en vitaskuld varð ég var við helstu baráttumál hennar. Og skemmst er frá því að segja að mér fannst þau öll svo sjálfsögð og eðlileg að ég bjóst fastlega við að búið yrði að afgreiða þau öll seinni partinn á morgun, eða í síðasta lagi snemma í næstu viku. Launamisrétti úr sögunni, sjálfsögð og aukin virðing fyrir hlut og framlagi kvenna, þetta lá allt svo í augum uppi að mér fannst varla að það þyrfti að ræða það öllu frekar. Og ég tók svo hátíðlega orðin um að "konur væru líka menn" að ég lagði gjörsamlega á hilluna orðið "menn" ef merkingin var í rauninni "karlmenn". Um þetta tók ég bara meðvitaða ákvörðun - að ég myndi aldrei nokkurn tíma láta standa mig að því að segja til dæmis "menn og konur". Því ég samþykkti fyrirvaralaust að með slíku orðalagi væru karlmenn að eigna sér tegundarheitið "maður" og til þess hefðu þeir engan rétt. Ég var sem sagt afar efnilegur kvenréttindasinni, þó ég segi sjálfur frá. Það var auðvitað ekki af því ég væri eitthvað betur úr garði gerður en aðrir strákar, heldur hefur fordæmi móður minnar sjálfsagt ráðið mestu. Hún sá ein um heimilið af mikilli kostgæfni og það hefði verið beinlínis fáránlegt að láta sér detta í hug að hún, sem kona, ætti að vera einhvers konar eftirbátur karlmanna. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn eða þar um bil. Fyrir rúmlega 35 árum. Þá hefði ég svo sannarlega orðið hissa ef mér hefði verið sagt að árið 2011 væru jafnréttismál enn að vefjast fyrir fólki, og algert jafnrétti kvenna og karla hefði reyndar alls ekki náðst ennþá - ekki að fullu. Og núna skil ég hvorki upp né niður í því af hverju jafnréttismál eru ekki lengra á veg komin - ég botna ekki í hvað getur staðið í veginum, því nánast öll hljótum við að viðurkenna að markmið kvennabaráttunnar séu sjálfsögð og eðlileg. Það er einhver tregða, ég veit ekki almennilega hvar, en einn þáttur þeirrar tregðu birtist í því að mér til mikillar undrunar, þá hefur alls ekki dáið út notkun orðsins "maður" í merkingunni "karlmaður". Og það sem hefur komið mér allra mest á óvart er að ég hef iðulega heyrt konur - jafnvel af kynslóð Rauðsokkanna - tala um "menn og konur" þegar átt við "karla og konur". Ég hélt að strax þarna upp úr 1970 hefðu allir orðið sammála um að taka upp nýtt orðalag til merkis um nýja hugsun, en það tókst af einhverjum ástæðum ekki. Og enn heyrir maður þetta vefjast fyrir fólki, og afleiðingin er þá sú að fólk sem talar um "menn" þegar það á við "karlmenn" á við - undir niðri - að karlmenn séu hinir einu sönnu fulltrúar mannkynsins. Og ég hef ekki heyrt neinn benda á þetta í mörg herrans ár. Orrustan um orðin tapaðist, eða að minnsta kosti var látið afskiptalaust að stór hópur fólks talar enn um karlmenn sem "menn", en konur eru þá einhvers konar aukameðlimir í mannkyninu. Það er afar mikilvægt að vinna orrustur um orð þegar málið snýst um að breyta samfélaginu, gera byltingu. Því hvet ég til að við förum aftur að vanda mál okkar og tölum í samræmi við þá trú að "konur séu líka menn". Það mun geta orðið einum litlum dreng umhugsunarefni, eins og það varð mér á sínum tíma, og gæti gert hann að ögn skárri jafnréttissinna en hann hefði kannski annars orðið. Útrýmum mönnum - að minnsta kosti í þessari merkingu. Konur eru líka menn.Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar).Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun