Byggjum upp fjölskylduvænt samfélag Elín Björg Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2011 06:00 Viðræður um kjarasamninga eru nú að komast á skrið eftir hlé yfir hátíðarnar. BSRB hefur kynnt viðsemjendum sínum þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögunum til að fara með fyrir hönd þeirra. Samningsrétturinn sjálfur er enn sem fyrr hjá aðildarfélögunum. Nokkur umræða hefur orðið um kröfu BSRB um 36 stunda vinnuviku. Um gamalt baráttumál bandalagsins er að ræða og ályktaði 42. þing þess til að mynda um málið árið 2009. Að baki hugsuninni liggur krafa um fjölskylduvænna samfélag líkt og við þekkjum á hinum Norðurlöndunum. Síðast þegar BSRB fór fram með þessa kröfu var viðkvæðið að hér væri skortur á vinnuafli. Nú er lag, því ekki er lengur vöntun á fólki til starfa, heldur þvert á móti. Ef við ætlum okkur að byggja upp velferðarsamfélag verðum við að huga að fjölskylduvænni vinnumenningu. Það verður ekki gert nema með styttri og sveigjanlegri vinnutíma. Lífeyrismálin eru einnig á borði BSRB. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga á almenna markaðnum hafa undanfarið krafist sömu lífeyrisréttinda fyrir sína félagsmenn og opinberir starfsmenn búa við. Það er vel, allir eiga að búa við tryggan lífeyri. Opinberir starfsmenn hafa sætt sig við lægri laun en fólk á almenna vinnumarkaðnum, meðal annars vegna betri lífeyrisréttinda, en eigi að jafna þau hlýtur að eiga að jafna launin einnig. BSRB væntir stuðnings frá þeim sömu forystumönnum í baráttunni fyrir því að jafna launakjör á almenna og opinbera markaðnum. Lífeyrisréttindi eru hluti kjarasamninga og eru því samningsbundin, líkt og laun. Í því árferði sem við búum við er mikilvægt að semja sem fyrst svo að heimilin í landinu sjái hver launaþróunin verður. Það er á ábyrgð okkar í verkalýðshreyfingunni og viðsemjenda okkar að eyða þeirri óvissu eins fljótt og hægt er og stuðla að því að leiðrétta þá kaupmáttarskerðingu sem orðið hefur undanfarin ár. Sameiginleg vinna aðila vinnumarkaðarins hefur orðið til þess að nú er lag til að ná samningum sem eru íslensku þjóðfélagi til heilla. Samningum sem koma okkur upp úr hjólförum stöðnunar og dróma. Samningum sem stuðla að festu í efnahagslífinu og leiðrétta kaupmátt launafólks. Það er okkar verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Viðræður um kjarasamninga eru nú að komast á skrið eftir hlé yfir hátíðarnar. BSRB hefur kynnt viðsemjendum sínum þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögunum til að fara með fyrir hönd þeirra. Samningsrétturinn sjálfur er enn sem fyrr hjá aðildarfélögunum. Nokkur umræða hefur orðið um kröfu BSRB um 36 stunda vinnuviku. Um gamalt baráttumál bandalagsins er að ræða og ályktaði 42. þing þess til að mynda um málið árið 2009. Að baki hugsuninni liggur krafa um fjölskylduvænna samfélag líkt og við þekkjum á hinum Norðurlöndunum. Síðast þegar BSRB fór fram með þessa kröfu var viðkvæðið að hér væri skortur á vinnuafli. Nú er lag, því ekki er lengur vöntun á fólki til starfa, heldur þvert á móti. Ef við ætlum okkur að byggja upp velferðarsamfélag verðum við að huga að fjölskylduvænni vinnumenningu. Það verður ekki gert nema með styttri og sveigjanlegri vinnutíma. Lífeyrismálin eru einnig á borði BSRB. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga á almenna markaðnum hafa undanfarið krafist sömu lífeyrisréttinda fyrir sína félagsmenn og opinberir starfsmenn búa við. Það er vel, allir eiga að búa við tryggan lífeyri. Opinberir starfsmenn hafa sætt sig við lægri laun en fólk á almenna vinnumarkaðnum, meðal annars vegna betri lífeyrisréttinda, en eigi að jafna þau hlýtur að eiga að jafna launin einnig. BSRB væntir stuðnings frá þeim sömu forystumönnum í baráttunni fyrir því að jafna launakjör á almenna og opinbera markaðnum. Lífeyrisréttindi eru hluti kjarasamninga og eru því samningsbundin, líkt og laun. Í því árferði sem við búum við er mikilvægt að semja sem fyrst svo að heimilin í landinu sjái hver launaþróunin verður. Það er á ábyrgð okkar í verkalýðshreyfingunni og viðsemjenda okkar að eyða þeirri óvissu eins fljótt og hægt er og stuðla að því að leiðrétta þá kaupmáttarskerðingu sem orðið hefur undanfarin ár. Sameiginleg vinna aðila vinnumarkaðarins hefur orðið til þess að nú er lag til að ná samningum sem eru íslensku þjóðfélagi til heilla. Samningum sem koma okkur upp úr hjólförum stöðnunar og dróma. Samningum sem stuðla að festu í efnahagslífinu og leiðrétta kaupmátt launafólks. Það er okkar verkefni.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun