Fordæmi í jafnréttismálum Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 11. febrúar 2011 06:00 Á þriðjudag féll í Héraðsdómi Reykjaness dómur í máli félagsmanns BSRB gegn atvinnurekanda sínum varðandi kynferðislega áreitni á vinnustað og viðbrögð atvinnurekanda við kvörtun þar um. Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum. Niðurstaða dómsins var að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða og að starf konunnar hefði ítrekað verið rýrt að henni forspurðri eftir að hún kvartaði. Frá því að kvörtunin var lögð fram hafi starfsumhverfi hennar allt þróast í þá áttina að skerða starfsánægju hennar og væntingar til þess starfs sem hún var í fyrir atburðinn. Atvinnurekanda hafi verið fullkunnugt um vanlíðan konunnar eftir atburðinn en með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi hafi verið brotið á henni. Það hafði þau áhrif að konunni var gert ókleift að halda starfi sínu áfram óbreyttu. Þannig hafi atvinnurekandi í raun haldið henni frá starfi þrátt fyrir að enn væri gildur ráðningarsamningur fyrir hendi milli þeirra. Dómurinn felur í sér mikilvægar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur eigi að bregðast við aðstæðum sem þessum. Samkvæmt honum skal grípa til viðeigandi ráðstafana og gæta þess að slík atvik hafi ekki áframhaldandi áhrif á störf og líðan starfsmanns. Aðstæður í þessu máli voru þannig að gerandinn, sem var yfirmaður konunnar, var áminntur og hélt því sinni stöðu en þolandinn var færður til í starfi. Því miður er ekki um einsdæmi að ræða heldur þvert á móti virðist sem einelti og/eða kynferðisleg áreitni bitni að jafnaði á þolanda og oftast þannig að að hann kjósi að láta af störfum. Kominn er tími til að venda kvæði í kross. Með breyttum tíðaranda, aukinni þekkingu og auknum skyldum á herðum atvinnurekenda er kominn tími til að einelti, kynferðisleg áreitni eða annað til þess fallið að valda starfsmönnum vanlíðan á vinnustað, bitni ekki á þolanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudag féll í Héraðsdómi Reykjaness dómur í máli félagsmanns BSRB gegn atvinnurekanda sínum varðandi kynferðislega áreitni á vinnustað og viðbrögð atvinnurekanda við kvörtun þar um. Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum. Niðurstaða dómsins var að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða og að starf konunnar hefði ítrekað verið rýrt að henni forspurðri eftir að hún kvartaði. Frá því að kvörtunin var lögð fram hafi starfsumhverfi hennar allt þróast í þá áttina að skerða starfsánægju hennar og væntingar til þess starfs sem hún var í fyrir atburðinn. Atvinnurekanda hafi verið fullkunnugt um vanlíðan konunnar eftir atburðinn en með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi hafi verið brotið á henni. Það hafði þau áhrif að konunni var gert ókleift að halda starfi sínu áfram óbreyttu. Þannig hafi atvinnurekandi í raun haldið henni frá starfi þrátt fyrir að enn væri gildur ráðningarsamningur fyrir hendi milli þeirra. Dómurinn felur í sér mikilvægar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur eigi að bregðast við aðstæðum sem þessum. Samkvæmt honum skal grípa til viðeigandi ráðstafana og gæta þess að slík atvik hafi ekki áframhaldandi áhrif á störf og líðan starfsmanns. Aðstæður í þessu máli voru þannig að gerandinn, sem var yfirmaður konunnar, var áminntur og hélt því sinni stöðu en þolandinn var færður til í starfi. Því miður er ekki um einsdæmi að ræða heldur þvert á móti virðist sem einelti og/eða kynferðisleg áreitni bitni að jafnaði á þolanda og oftast þannig að að hann kjósi að láta af störfum. Kominn er tími til að venda kvæði í kross. Með breyttum tíðaranda, aukinni þekkingu og auknum skyldum á herðum atvinnurekenda er kominn tími til að einelti, kynferðisleg áreitni eða annað til þess fallið að valda starfsmönnum vanlíðan á vinnustað, bitni ekki á þolanda.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun