Veiðigjald og gengi Þórólfur Matthíasson skrifar 15. febrúar 2011 12:33 Nýbirt samantekt Hagstofu Íslands úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja sýnir að svokallaður hreinn hagnaðar (sem sumir enskumælandi hagfræðingar kalla superprofit, ofurhagnað) í veiðum og vinnslu nam 45 milljörðum króna á árinu 2009. Í grein hér í blaðinu talar hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna þessar tölur niður þó að fátt bendi til annars en að hreinn hagnaður veiða og vinnslu verði áfram mældur í milljarðatugum næsta áratuginn eða svo. Undir lok greinar sinnar fullyrðir hagfræðingur LÍÚ að verði hluti af auðlindarentunni (ofurhagnaðinum) beint til almennings muni gengið lækka og lífskjör almennings versna. Enginn rökstuðningur er lagður fram þessari fullyrðingu til stuðnings. Það er enda eðlilegt, ég kann ekki þá hagfræði sem fær rök hagfræðings LÍÚ til að ganga upp. Rifjum upp að með álagningu veiðigjalds er verið að veita tekjum af auðlindinni frá handhöfum veiðiheimilda til eiganda auðlindarinnar, frá eigendum útgerðarfyrirtækja til almennings. Þessu fylgir óhjákvæmilega að ráðstöfunartekjur útgerðarmanna minnka og að tekjur og lífskjör almennings batna. Tekjutilfærslum af þessu tagi kunna að fylgja áhrif á gengi og innlent verðlag, en þá því aðeins að almenningur ráðstafi tekjum með verulega öðrum hætti en útgerðarmenn. Til dæmis er líklegt að við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga séu útgerðarmenn líklegri til að flytja tekjur og eignir til útlanda en almennir borgarar. Tilflutningur tekna til almennings frá útgerðarmönnum er því líklegri til að styrkja gengi en að veikja það. Þannig að veiðigjald mun styrkja lífskjör almennings úr tveimur áttum, með beinum hætti gegnum lægri tekjuskatt eða lægri virðisaukaskatt eða beinar tilfærslur og með óbeinum hætti með (smávægilegri) styrkingu á raungengi. Fullyrðing hagfræðings LÍÚ um að álagning veiðigjalds muni veikja lífskjör almennings stenst ekki skoðun. Hitt er annað mál, og hefur aldrei verið dulið, að álagning veiðigjalds mun skerða tekjur handhafa veiðiheimilda en auka tekjur eiganda sjávarauðlindarinnar, sem er íslenskur almenningur. Skiljanlegt er að LÍÚ sé það lítt að skapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýbirt samantekt Hagstofu Íslands úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja sýnir að svokallaður hreinn hagnaðar (sem sumir enskumælandi hagfræðingar kalla superprofit, ofurhagnað) í veiðum og vinnslu nam 45 milljörðum króna á árinu 2009. Í grein hér í blaðinu talar hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna þessar tölur niður þó að fátt bendi til annars en að hreinn hagnaður veiða og vinnslu verði áfram mældur í milljarðatugum næsta áratuginn eða svo. Undir lok greinar sinnar fullyrðir hagfræðingur LÍÚ að verði hluti af auðlindarentunni (ofurhagnaðinum) beint til almennings muni gengið lækka og lífskjör almennings versna. Enginn rökstuðningur er lagður fram þessari fullyrðingu til stuðnings. Það er enda eðlilegt, ég kann ekki þá hagfræði sem fær rök hagfræðings LÍÚ til að ganga upp. Rifjum upp að með álagningu veiðigjalds er verið að veita tekjum af auðlindinni frá handhöfum veiðiheimilda til eiganda auðlindarinnar, frá eigendum útgerðarfyrirtækja til almennings. Þessu fylgir óhjákvæmilega að ráðstöfunartekjur útgerðarmanna minnka og að tekjur og lífskjör almennings batna. Tekjutilfærslum af þessu tagi kunna að fylgja áhrif á gengi og innlent verðlag, en þá því aðeins að almenningur ráðstafi tekjum með verulega öðrum hætti en útgerðarmenn. Til dæmis er líklegt að við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga séu útgerðarmenn líklegri til að flytja tekjur og eignir til útlanda en almennir borgarar. Tilflutningur tekna til almennings frá útgerðarmönnum er því líklegri til að styrkja gengi en að veikja það. Þannig að veiðigjald mun styrkja lífskjör almennings úr tveimur áttum, með beinum hætti gegnum lægri tekjuskatt eða lægri virðisaukaskatt eða beinar tilfærslur og með óbeinum hætti með (smávægilegri) styrkingu á raungengi. Fullyrðing hagfræðings LÍÚ um að álagning veiðigjalds muni veikja lífskjör almennings stenst ekki skoðun. Hitt er annað mál, og hefur aldrei verið dulið, að álagning veiðigjalds mun skerða tekjur handhafa veiðiheimilda en auka tekjur eiganda sjávarauðlindarinnar, sem er íslenskur almenningur. Skiljanlegt er að LÍÚ sé það lítt að skapi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar