Handbolti

HK lagði Stjörnuna og komst í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hanna Stefánsdóttir skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna en það dugði ekki til.
Hanna Stefánsdóttir skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna en það dugði ekki til.

HK gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna með sigri á Stjörnunni, 30-29. Fram er einnig komið í undanúrslitin.

Staðan í hálfleik var 17-15, Stjörnunni í vil en HK-stúlkur reyndust sterkari á lokasprettinum og fögnuðu heldur óvæntum sigri.

Elísa Ósk Viðarsdótitr og Brynja Magnúsdóttir fóru á kostum og skoruðu níu mörk hvor í leiknum. Dröfn Haraldsdóttir varði sextán skot í markinu.

Hanna G. Stefánsdóttir skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna og Jóna Margrét Ragnarsdóttir sex.

HK er í fimmta sæti N1-deildar kvenna með níu stig en Stjarnan í því þriðja með átján. Flestir reiknuðum með öruggum sigri Stjörnunnar í kvöld en annað kom á daginn.

Fylkir og Valur eru einnig komin áfram í undanúrslit eftir sigur í sínum leikjum í gær. Fylkir vann Fjölni, 41-14, og Valur lagði ÍBV, 35-21.

Í kvöld vann svo Fram stórsigur á Val 2, 46-12, og tryggði sér þar með einnig sæti í undanúrslitunum.

Liðin í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna:

HK

Valur

Fram

Fylkir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×