Krabbamein snertir allar fjölskyldur Guðbjartur Hannesson skrifar 4. febrúar 2011 11:00 Dag hvern greinast þrír eða fjórir Íslendingar að jafnaði með krabbamein. Þetta er sjúkdómur sem snertir allar fjölskyldur landsins fyrr eða síðar með einhverjum hætti. Mikilvægt er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, greina hann snemma og veita bestu fáanlegu meðferð. Eins er mikils virði að styðja sjúklinga og aðstandendur þeirra til að takast á við breyttar aðstæður. Íslendingar standa mjög framarlega í öllum samanburði milli landa á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum er á heimsmælikvarða, bið sjúklinga eftir að komast í viðeigandi meðferð er óvíða styttri en hér, meðferðin er markviss og lífshorfur sjúklinga með því besta sem þekkist. Í tilefni af alþjóðlegum krabbameinsdegi, 4. febrúar, legg ég áherslu á að ekkert verður gefið eftir í baráttunni við þennan vágest. Til marks um það má nefna ályktun Alþingis um bólusetningu gegn leghálskrabbameini sem fyrirhugað er að hefjist á þessu ári. Þá er ástæða til að fagna sérstaklega þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum. Nýjustu kannanir sýna að einungis sjöundi hver fullorðinn Íslendingur reykir daglega, sem er veruleg breyting frá því sem var fyrir örfáum áratugum. Þessi árangur ætti að vera okkur hvatning á öðrum sviðum forvarna þar sem víða er verk að vinna. Áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbameinSkýr stefna og skilgreind og mælanleg markmið eru mikilvæg forsenda fyrir árangri. Íslensk heilbrigðisáætlun er leiðarvísir fyrir heilbrigðiskerfið og nú er unnið að endurskoðun hennar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir til að setja sér sérstaka áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbamein og margar þjóðir hafa gert það. Ég tel þetta skynsamlegt, enda mikið í húfi, og hef því ákveðið að ráðast í þetta verkefni. Það er við hæfi að tilkynna þessa ákvörðun á alþjóðlegum krabbameinsdegi og jafnframt að unnið verði að málinu á þessu ári, þegar Krabbameinsfélag Íslands fagnar sextíu ára afmæli. Ég hvet landsmenn til að huga að heilbrigðu lífi á allan hátt, vera vakandi fyrir einkennum krabbameins og hika ekki við að leita læknis ef minnsti grunur vaknar. Við höfum staðið okkur vel í þessum málaflokki og ætlum að vera áfram í fremstu röð í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Dag hvern greinast þrír eða fjórir Íslendingar að jafnaði með krabbamein. Þetta er sjúkdómur sem snertir allar fjölskyldur landsins fyrr eða síðar með einhverjum hætti. Mikilvægt er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, greina hann snemma og veita bestu fáanlegu meðferð. Eins er mikils virði að styðja sjúklinga og aðstandendur þeirra til að takast á við breyttar aðstæður. Íslendingar standa mjög framarlega í öllum samanburði milli landa á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum er á heimsmælikvarða, bið sjúklinga eftir að komast í viðeigandi meðferð er óvíða styttri en hér, meðferðin er markviss og lífshorfur sjúklinga með því besta sem þekkist. Í tilefni af alþjóðlegum krabbameinsdegi, 4. febrúar, legg ég áherslu á að ekkert verður gefið eftir í baráttunni við þennan vágest. Til marks um það má nefna ályktun Alþingis um bólusetningu gegn leghálskrabbameini sem fyrirhugað er að hefjist á þessu ári. Þá er ástæða til að fagna sérstaklega þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum. Nýjustu kannanir sýna að einungis sjöundi hver fullorðinn Íslendingur reykir daglega, sem er veruleg breyting frá því sem var fyrir örfáum áratugum. Þessi árangur ætti að vera okkur hvatning á öðrum sviðum forvarna þar sem víða er verk að vinna. Áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbameinSkýr stefna og skilgreind og mælanleg markmið eru mikilvæg forsenda fyrir árangri. Íslensk heilbrigðisáætlun er leiðarvísir fyrir heilbrigðiskerfið og nú er unnið að endurskoðun hennar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir til að setja sér sérstaka áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbamein og margar þjóðir hafa gert það. Ég tel þetta skynsamlegt, enda mikið í húfi, og hef því ákveðið að ráðast í þetta verkefni. Það er við hæfi að tilkynna þessa ákvörðun á alþjóðlegum krabbameinsdegi og jafnframt að unnið verði að málinu á þessu ári, þegar Krabbameinsfélag Íslands fagnar sextíu ára afmæli. Ég hvet landsmenn til að huga að heilbrigðu lífi á allan hátt, vera vakandi fyrir einkennum krabbameins og hika ekki við að leita læknis ef minnsti grunur vaknar. Við höfum staðið okkur vel í þessum málaflokki og ætlum að vera áfram í fremstu röð í heiminum.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun