NFL: Tebow-ævintýrið að enda? | Patriots sitja hjá í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2011 11:00 Tim Tebow Mynd/Nordic Photos/Getty Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999. New England Patriots endaði sex leikja sigurgöngu Tim Tebow og lærisveina hans í Denver Broncos um síðustu helgi og Denver steinlá 14-40 á móti Buffalo Bills í gær. Buffalo Bills var búið að tapa sjö leikjum í röð. Tebow henti boltanum fjórum sinnum frá sér og það bendir margt til þess að Tebow-ævintýrið sé á enda. Denver hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri en þurfa nú að berjast um það við Oakland Raiders í lokaumferðinni. New England Patriots átti skelfilegan fyrri hálfleik á móti Miami Dolphins og lenti 0-17 undir.Tom Brady var frábær í seinni hálfeik og sá til þess að Patriots-liðið vann 27-24. Sigurinn þýðir að Patriots situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Tom Brady.Mynd/Nordic Photos/GettyDetroit Lions vann auðveldan 38-10 sigur á San Diego Chargers og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár. New York Giants vann 29-14 sigur á nágrönnunum í New York Jets og tryggði sér hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni á móti Dallas Cowboys um næstu helgi. Dallas missti leikstjórnanda sinn Tony Romo meiddan af velli og tapaði 20-7 á móti Philadelphia Eagles en af því að Giants vann Jets þá á draumalið Philadelphia Eagles ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Nýliðinn Cam Newton sló nýliðamet Peyton Manning þegar hann leiddi Carolina Panthers til 48-16 sigurs á Tampa Bay Buccaneers. Manning kastaði 3379 metra í heppnuðum sendingum tímabilið 1998 en Newton hefur nú kastað þegar 3893 metra þegar einn leikur er enn eftir af tímabilinu og gæti því orðið fyrsti nýliðinn sem nær að kasta 4000 þúsund metra á einu tímabili. Úrslitin í gær:Cam Newton.Mynd/Nordic Photos/GettyNew England Patriots-Miami Dolphins 27-24 Baltimore Ravens-Cleveland Browns 20-14 Cincinnati Bengals-Arizona Cardinals 23-16 Washington Redskins-Minnesota Vikings 26-33 Buffalo Bills-Denver Broncos 40-14 Pittsburgh Steelers-St. Louis Rams 27-0 New York Jets-New York Giants 14-29 Carolina Panthers-Tampa Bay Buccaneers 48-16 Tennessee Titans-Jacksonville Jaguars 23-17 Kansas City Chiefs-Oakland Raiders 13-16 (framlenging) Detroit Lions-San Diego Chargers 38-10 Dallas Cowboys-Philadelphia Eagles 7-20 Seattle Seahawks-San Francisco 49Ers 17-19 NFL Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira
Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999. New England Patriots endaði sex leikja sigurgöngu Tim Tebow og lærisveina hans í Denver Broncos um síðustu helgi og Denver steinlá 14-40 á móti Buffalo Bills í gær. Buffalo Bills var búið að tapa sjö leikjum í röð. Tebow henti boltanum fjórum sinnum frá sér og það bendir margt til þess að Tebow-ævintýrið sé á enda. Denver hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri en þurfa nú að berjast um það við Oakland Raiders í lokaumferðinni. New England Patriots átti skelfilegan fyrri hálfleik á móti Miami Dolphins og lenti 0-17 undir.Tom Brady var frábær í seinni hálfeik og sá til þess að Patriots-liðið vann 27-24. Sigurinn þýðir að Patriots situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Tom Brady.Mynd/Nordic Photos/GettyDetroit Lions vann auðveldan 38-10 sigur á San Diego Chargers og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár. New York Giants vann 29-14 sigur á nágrönnunum í New York Jets og tryggði sér hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni á móti Dallas Cowboys um næstu helgi. Dallas missti leikstjórnanda sinn Tony Romo meiddan af velli og tapaði 20-7 á móti Philadelphia Eagles en af því að Giants vann Jets þá á draumalið Philadelphia Eagles ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Nýliðinn Cam Newton sló nýliðamet Peyton Manning þegar hann leiddi Carolina Panthers til 48-16 sigurs á Tampa Bay Buccaneers. Manning kastaði 3379 metra í heppnuðum sendingum tímabilið 1998 en Newton hefur nú kastað þegar 3893 metra þegar einn leikur er enn eftir af tímabilinu og gæti því orðið fyrsti nýliðinn sem nær að kasta 4000 þúsund metra á einu tímabili. Úrslitin í gær:Cam Newton.Mynd/Nordic Photos/GettyNew England Patriots-Miami Dolphins 27-24 Baltimore Ravens-Cleveland Browns 20-14 Cincinnati Bengals-Arizona Cardinals 23-16 Washington Redskins-Minnesota Vikings 26-33 Buffalo Bills-Denver Broncos 40-14 Pittsburgh Steelers-St. Louis Rams 27-0 New York Jets-New York Giants 14-29 Carolina Panthers-Tampa Bay Buccaneers 48-16 Tennessee Titans-Jacksonville Jaguars 23-17 Kansas City Chiefs-Oakland Raiders 13-16 (framlenging) Detroit Lions-San Diego Chargers 38-10 Dallas Cowboys-Philadelphia Eagles 7-20 Seattle Seahawks-San Francisco 49Ers 17-19
NFL Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira