Landsliðskonan Laufey Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við bikarmeistara Vals og mun spila með liðinu í Pepsi-deild kvenna næsta sumar.
Laufey lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2005 vegna þráðlátra meiðsla en byrjaði aftur um mitt sumar 2009 og hefur komið inn í Valsliðið þegar liðið hefur á síðustu sumur. Laufey ætlar nú að vera með liðinu frá byrjun.
Laufey lék mjög vel Valsliðinu í sumar og vann sér meðal annars sæti í íslenska A-landsliðinu.
„Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir félagið enda Laufey ekki einungis frábær leikmaður, heldur einnig gríðarlega mikilvægur hlekkur í Valsliðinu og fyrirmynd innan vallar sem utan," segir í frétt á heimasíðu Vals.
Laufey verður áfram með Valsliðinu næsta sumar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti



Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti


„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti