Einar Þór kominn í 1000 leiki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2011 08:00 Einar Þór Skarphéðinsson í leik ÍR og Njarðvíkur á dögunum. Mynd/Valli Körfuknattleiksdómarinn Einar Þór Skarphéðinsson úr Borgarnesi dæmdi á laugardag sinn 1000 körfuboltaleik þegar Snæfell lagði Val í Iceland Express-deild kvenna. „Maður er kominn í hóp góðra útvaldra," sagði Einar Þór þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Einar Þór grínaðist með að samkvæmt eigin talningu hefði hann dæmt 1000 leikinn á föstudaginn þegar ÍA mætti Hamri. Samkvæmt opinberum tölum hefði hann þó náð áfanganum í gær og taldi hann best að miða við þann leik. Einar Þór sagði hafa gengið vel að dæma 1000 leikinn en sagðist hafa lent í ýmsum ævintýrum í dómgæslu, jafnt góðum sem slæmum á ferlinum. „Það er samt þannig að jákvæðu minningarnar sitja eftir." Aðspurður um breytingar sem hafa orðið í dómgæslu síðan hann byrjaði að dæma árið 1988 nefnir hann fagmennsku. „Fagmennska er á mjög háu stigi, mun hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Við erum mjög sjálfsgagnrýnir, sitjum marga fundi á hverju ári þar sem farið er yfir hvað megi betur fara," segir Einar Þór og nefnir sérstaklega helgarfund á hverju hausti þar sem körfuboltadómarar rýna í reglubreytingar og áherslubreytingar fyrir komandi tímabil. Einar Þór segir einnig körfuboltadómara vera í góðu formi. „Þú líkir því ekkert saman við það sem var fyrir 20 árum. Í dag eru körfuboltadómarar íþróttamenn. Ég æfi fjórum sinnum í viku fyrir utan leiki," segir Einar Þór sem segist eiga nóg eftir í dómgæslunni. „Við sem teljumst gömlu karlanir erum ekkert gamlir. Rétt skriðnir yfir fertugt og á besta aldri," segir Einar sem dæmdi í gær sinn þriðja leik á þremur dögum. Í leiknum vann Skallagrímur sigur á Laugdælum í 1. deild kvenna en Einar þekkti samdómara sinn betur en flesta. Þorkell Már Einarsson, 16 ára sonur Einars, dæmdi með honum. „Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Honum var alls ekki ýtt út í þetta," segir Einar Þór léttur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Körfuknattleiksdómarinn Einar Þór Skarphéðinsson úr Borgarnesi dæmdi á laugardag sinn 1000 körfuboltaleik þegar Snæfell lagði Val í Iceland Express-deild kvenna. „Maður er kominn í hóp góðra útvaldra," sagði Einar Þór þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Einar Þór grínaðist með að samkvæmt eigin talningu hefði hann dæmt 1000 leikinn á föstudaginn þegar ÍA mætti Hamri. Samkvæmt opinberum tölum hefði hann þó náð áfanganum í gær og taldi hann best að miða við þann leik. Einar Þór sagði hafa gengið vel að dæma 1000 leikinn en sagðist hafa lent í ýmsum ævintýrum í dómgæslu, jafnt góðum sem slæmum á ferlinum. „Það er samt þannig að jákvæðu minningarnar sitja eftir." Aðspurður um breytingar sem hafa orðið í dómgæslu síðan hann byrjaði að dæma árið 1988 nefnir hann fagmennsku. „Fagmennska er á mjög háu stigi, mun hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Við erum mjög sjálfsgagnrýnir, sitjum marga fundi á hverju ári þar sem farið er yfir hvað megi betur fara," segir Einar Þór og nefnir sérstaklega helgarfund á hverju hausti þar sem körfuboltadómarar rýna í reglubreytingar og áherslubreytingar fyrir komandi tímabil. Einar Þór segir einnig körfuboltadómara vera í góðu formi. „Þú líkir því ekkert saman við það sem var fyrir 20 árum. Í dag eru körfuboltadómarar íþróttamenn. Ég æfi fjórum sinnum í viku fyrir utan leiki," segir Einar Þór sem segist eiga nóg eftir í dómgæslunni. „Við sem teljumst gömlu karlanir erum ekkert gamlir. Rétt skriðnir yfir fertugt og á besta aldri," segir Einar sem dæmdi í gær sinn þriðja leik á þremur dögum. Í leiknum vann Skallagrímur sigur á Laugdælum í 1. deild kvenna en Einar þekkti samdómara sinn betur en flesta. Þorkell Már Einarsson, 16 ára sonur Einars, dæmdi með honum. „Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Honum var alls ekki ýtt út í þetta," segir Einar Þór léttur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira