Háskólalið Arkansas í amerískum fótbolta er í sárum eftir að einn leikmaður liðsins, Garrett Uekman, fannst látinn á herbergi sínu í skólanum.
Vinir Uekman gengu inn á hann í gærmorgun þar sem hann lá meðvitundarlaus á gólfinu. Hann var úrskurðaður látinn er hann kom á sjúkrahúsið.
Ekki er vitað hvað olli dauða leikmannsins en klukkutíma áður en hann fannst meðvitundarlaus var að hann spila tölvuleiki með félögum sínum.
Lögreglan segir að ekkert bendi til þess að einhver hafi banað drengnum.
Leikmaður Arkansas fannst látinn á herbergi sínu

Mest lesið



Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn





„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn