Siðleysi og pólitísk áhætta Magnús Halldórsson skrifar 27. nóvember 2011 09:00 Ögmundur Jónasson lét þau orð falla í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, sl. föstudag, að hann vildi banna erlenda fjárfestingu hér á landi. Orðrétt sagði Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Ég var svolítið hugsi yfir þessum ummælum. Ástæðan er m.a. þessi: Við Íslendingar eigum allt undir því að fjárfesta í útlöndum. Sérstaklega á það við um auðlindir annarra landa, en fyrirtæki sem nýta þær eru oftar en ekki stór hluti af eignasafni sjóða sem sjá um að ávaxta erlendar eignir lífeyrissjóðanna. Þær eru um 500 milljarðar króna og skipta sköpum fyrir efnahag landsins. Þær björguðu lífeyrissjóðakerfinu í hruninu þar sem þær voru varðar fyrir gengisfallinu, og unnu upp á móti tapinu hér heima. Allir lífeyrissjóðirnir vilja ólmir fjárfesta meira í útlöndum, græða á auðlindum þar. Í augnablikinu koma höftin í veg fyrir það, en það sem er í útlöndum eru mikilvægar eignir. Mér finnst afstaða Ögmundar, sem var stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um tíma – sem ávaxtar sjóð sinn m.a. með auðlindum annarra ríkja – vera grunnhyggin, beinlínis heimskuleg. Ísland getur ekki bannað alla erlenda fjárfestingu hér á landi, en á sama tíma fjárfest í öðrum ríkjum fyrir mörg hundruð milljarða, nema að hafa einlægan vilja til þess að einangra landið og veikja framtíðarmöguleika komandi kynslóða á betra lífi. Kannski er það of stórt til orða tekið að tala um þessa afstöðu sem siðlausa, í ljósi þessa augljósa tvískinnungs sem við blasir, en það er samt nærri lagi. Varðandi ákvörðun Ögmundar um beiðni kínverska fjárfestisins Nubo um að kaupa hluta af Grímsstöðum á fjöllum, þá held ég að afleiðingarnar, pólitískt og efnahagslega, verði þessar:I. Þetta verður geymt en ekki gleymt í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem er fyrsti þingmaður NA-kjördæmis. Pólitísku lífi Þuríðar Backman og Björns Vals Gíslasonar lýkur í næstu kosningum. Fylgið mun hrynja af flokknum í helsta vígi flokksins. Ákvörðunin um þetta - ásamt erfiðum og óvinsælum ákvörðunum - tryggir það.II. Þetta mun hafa djúpstæð áhrif á samstarf VG og Samfylkingarinnar, og líklega útiloka möguleika á því að flokkarnir starfi áfram eftir næstu kosningar. En eins ótrúlegt og það hljómar þá heldur ESB-umsóknin ríkisstjórninni saman núna. Ef Samfylkingin myndi slíta samstarfinu, og reyna að mynda nýja ríkisstjórn með þeim kostum sem eru í boði, þá yrði aðildarumsóknin úr sögunni, ferlinu yrði sjálfhætt. Þess vegna mun þetta ekki sprengja ríkisstjórnina held ég, heldur vera innanmein hennar fram að næstu kosningum. Auk þess er raunverulegur leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J., ekki að fara láta þetta mál stöðva stóru áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda - sem Ögmundur hefur alltaf barist gegn með öllum tiltækum ráðum. Henni er ekki lokið enn, þrátt fyrir útskriftarveislu. Pólitískt líf áætlunarinnar lifir fram að næstu kosningum.III. Efnahagslega hefur nú verið staðfest, með afgerandi hætti, áhættuþáttur sem tilheyrir ríkjum þar sem spilling og glundroði er hluti af daglegu lífi og eitthvað sem fjárfestar þurfa að horfa til. Þetta á t.d. við um Nígeríu, Rússland og Mið-Austurlönd. Áhættuþátturinn er pólitísk áhætta. Gjaldeyrishöftin eru eitt, krónan annað og svo framvegis. En pólitíkin er fullkomlega óútreiknanleg í augnablikinu og bilið á milli stjórnarflokkanna hefur aldrei verið stærra. Það er erfitt að segja til um hver vilji stjórnvalda er þegar kemur að eflingu fjárfestingar, en Seðlabanki Íslands telur lágt stig fjárfestingar vera alvarlegasta vanda hagkerfisins í augnablikinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson lét þau orð falla í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, sl. föstudag, að hann vildi banna erlenda fjárfestingu hér á landi. Orðrétt sagði Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Ég var svolítið hugsi yfir þessum ummælum. Ástæðan er m.a. þessi: Við Íslendingar eigum allt undir því að fjárfesta í útlöndum. Sérstaklega á það við um auðlindir annarra landa, en fyrirtæki sem nýta þær eru oftar en ekki stór hluti af eignasafni sjóða sem sjá um að ávaxta erlendar eignir lífeyrissjóðanna. Þær eru um 500 milljarðar króna og skipta sköpum fyrir efnahag landsins. Þær björguðu lífeyrissjóðakerfinu í hruninu þar sem þær voru varðar fyrir gengisfallinu, og unnu upp á móti tapinu hér heima. Allir lífeyrissjóðirnir vilja ólmir fjárfesta meira í útlöndum, græða á auðlindum þar. Í augnablikinu koma höftin í veg fyrir það, en það sem er í útlöndum eru mikilvægar eignir. Mér finnst afstaða Ögmundar, sem var stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um tíma – sem ávaxtar sjóð sinn m.a. með auðlindum annarra ríkja – vera grunnhyggin, beinlínis heimskuleg. Ísland getur ekki bannað alla erlenda fjárfestingu hér á landi, en á sama tíma fjárfest í öðrum ríkjum fyrir mörg hundruð milljarða, nema að hafa einlægan vilja til þess að einangra landið og veikja framtíðarmöguleika komandi kynslóða á betra lífi. Kannski er það of stórt til orða tekið að tala um þessa afstöðu sem siðlausa, í ljósi þessa augljósa tvískinnungs sem við blasir, en það er samt nærri lagi. Varðandi ákvörðun Ögmundar um beiðni kínverska fjárfestisins Nubo um að kaupa hluta af Grímsstöðum á fjöllum, þá held ég að afleiðingarnar, pólitískt og efnahagslega, verði þessar:I. Þetta verður geymt en ekki gleymt í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem er fyrsti þingmaður NA-kjördæmis. Pólitísku lífi Þuríðar Backman og Björns Vals Gíslasonar lýkur í næstu kosningum. Fylgið mun hrynja af flokknum í helsta vígi flokksins. Ákvörðunin um þetta - ásamt erfiðum og óvinsælum ákvörðunum - tryggir það.II. Þetta mun hafa djúpstæð áhrif á samstarf VG og Samfylkingarinnar, og líklega útiloka möguleika á því að flokkarnir starfi áfram eftir næstu kosningar. En eins ótrúlegt og það hljómar þá heldur ESB-umsóknin ríkisstjórninni saman núna. Ef Samfylkingin myndi slíta samstarfinu, og reyna að mynda nýja ríkisstjórn með þeim kostum sem eru í boði, þá yrði aðildarumsóknin úr sögunni, ferlinu yrði sjálfhætt. Þess vegna mun þetta ekki sprengja ríkisstjórnina held ég, heldur vera innanmein hennar fram að næstu kosningum. Auk þess er raunverulegur leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J., ekki að fara láta þetta mál stöðva stóru áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda - sem Ögmundur hefur alltaf barist gegn með öllum tiltækum ráðum. Henni er ekki lokið enn, þrátt fyrir útskriftarveislu. Pólitískt líf áætlunarinnar lifir fram að næstu kosningum.III. Efnahagslega hefur nú verið staðfest, með afgerandi hætti, áhættuþáttur sem tilheyrir ríkjum þar sem spilling og glundroði er hluti af daglegu lífi og eitthvað sem fjárfestar þurfa að horfa til. Þetta á t.d. við um Nígeríu, Rússland og Mið-Austurlönd. Áhættuþátturinn er pólitísk áhætta. Gjaldeyrishöftin eru eitt, krónan annað og svo framvegis. En pólitíkin er fullkomlega óútreiknanleg í augnablikinu og bilið á milli stjórnarflokkanna hefur aldrei verið stærra. Það er erfitt að segja til um hver vilji stjórnvalda er þegar kemur að eflingu fjárfestingar, en Seðlabanki Íslands telur lágt stig fjárfestingar vera alvarlegasta vanda hagkerfisins í augnablikinu.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun