Keflavík og Njarðvík mætast í kvöld í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikars karla en í boði er sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í DHL-höllinni um næstu helgi. Grindavík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum og Þór úr Þorlákshöfn fer þangað líka með sigri á Skallagrími í kvöld.
Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur fer fram í Toyota-höllinni í Keflavík og hefst klukkan 19.15. Njarðvík vann fyrri leikinn með 13 stigum, 90-77, í Ljónagryfjunni og má því tapa með tólf stigum í kvöld en liðið kæmist þá áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum.
Bæði lið Keflavíkur og Njarðvíkur unnu flotta sigra í Iceland Express deildinni á föstudagskvöldið. Keflavík fór í Stykkishólm og vann þar 115-113 sigur í framlengingu á móti heimamönnum í Snæfelli en Njarðvík vann á sama tíma flottan 105-98 sigur á Stjörnunni á heimavelli sínum í Njarðvík.
Það er líka enn verið að berjast um farseðillinn úr A-riðlinum. Þór úr Þorlákshöfn tekur á móti Skallagrím í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld og kemst í undanúrslitin með sigri. Borgnesingar eiga ekki möguleika á því að komast áfram en munu tryggja KR-ingum sæti í undanúrslitunum vinni þeir þennan leik.
Þór vann fyrri leik liðanna með 29 stigum í Borganesi, 97-68, og er því mun sigurstranglegra fyrir þennan leik.
Hreinn úrslitaleikur hjá Keflavík og Njarðvík í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn

Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn
