Valskonur halda sigurgöngu sinni áfram - unnu HK með sjö mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2011 15:25 Dagný Skúladóttir. Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna þegar þær unnu sjö marka sigur á HK, 32-25, í toppslag í Digranesi. Valsliðið er búið að vinna alla fimm deildarleiki sína á tímabilinu en HK hefur ekki náð að fylgja eftir frábærum sigri á Fram í fyrstu umferðinni. Valsliðið lagði grunninn að sigrinum með því að ná átta marka forystu í hálfleik en HK-liðið gafst ekki upp og náði að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik. Valsliðið gerði síðan út um leikinn og vógu hraðaupphlaupsmörkin þungt enda urðu þau alls fimmtán í leiknum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Dagný Skúladóttir skoruðu báðar 7 mörk fyrir Val í dag og Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir var með sex mörk. Elín Anna Baldursdóttir skoraði 7 mörk fyrir HK og þær Brynja Magnúsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir voru með fimm mörk hvor. HK var yfir rétt í upphafi leiks en Valskonur komust síðan í 4-2 og 7-4 og virtust vera að stinga af. Þrjú mörk HK í röð jöfnuðu hinsvegar leikinn í 7-7 og Stefán Arnarson, þjálfari Vals ákvað að taka leikhlé. Stefán kveikti greinilega vel í sínum stelpum því þær svöruðu með því að skora sex mörk í röð og komast í 13-7. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór á kostum í upphafi leiksins og skoraði sjö af fyrstu tíu mörkum Valsliðsins í leiknum. Valur var síðan komið með átta marka forystu í hálfleik, 17-9, þar sem HK-vörnin galopnaðist hvað eftir annað þegar HK-stelpurnar voru að reyna að loka á Önnu inn á línunni. Hrafnhildur Skúladóttir var líka að spila mjög vel í sókninni í fyrri hálfleiknum. HK skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiksins og náði að minnka muninn í 18-13. Valsliðið skoraði næstu tvö mörk en annar góður sprettur HK (8-3) kom muninum niður í þrjú mörk, 25-23. Valsliðið hélt áfram að nýta sér hraðaupphlaupin og komst aftur fimm mörkum yfir, 29-24 en átta af tólf mörkum liðsins í seinni hálfleik höfðu þarna komið úr hraðaupphlaupum. Valsliðið gerði síðan út um leikinn á lokakaflanum og unnu frekar öruggan sigur.HK - Valur 25-32 (9-17)Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 7/3, Brynja Magnúsdóttir 5/4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Emma Havin Davoody 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 16Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 7, Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 4/1, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4/1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 4. Olís-deild kvenna Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Fleiri fréttir Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna þegar þær unnu sjö marka sigur á HK, 32-25, í toppslag í Digranesi. Valsliðið er búið að vinna alla fimm deildarleiki sína á tímabilinu en HK hefur ekki náð að fylgja eftir frábærum sigri á Fram í fyrstu umferðinni. Valsliðið lagði grunninn að sigrinum með því að ná átta marka forystu í hálfleik en HK-liðið gafst ekki upp og náði að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik. Valsliðið gerði síðan út um leikinn og vógu hraðaupphlaupsmörkin þungt enda urðu þau alls fimmtán í leiknum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Dagný Skúladóttir skoruðu báðar 7 mörk fyrir Val í dag og Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir var með sex mörk. Elín Anna Baldursdóttir skoraði 7 mörk fyrir HK og þær Brynja Magnúsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir voru með fimm mörk hvor. HK var yfir rétt í upphafi leiks en Valskonur komust síðan í 4-2 og 7-4 og virtust vera að stinga af. Þrjú mörk HK í röð jöfnuðu hinsvegar leikinn í 7-7 og Stefán Arnarson, þjálfari Vals ákvað að taka leikhlé. Stefán kveikti greinilega vel í sínum stelpum því þær svöruðu með því að skora sex mörk í röð og komast í 13-7. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór á kostum í upphafi leiksins og skoraði sjö af fyrstu tíu mörkum Valsliðsins í leiknum. Valur var síðan komið með átta marka forystu í hálfleik, 17-9, þar sem HK-vörnin galopnaðist hvað eftir annað þegar HK-stelpurnar voru að reyna að loka á Önnu inn á línunni. Hrafnhildur Skúladóttir var líka að spila mjög vel í sókninni í fyrri hálfleiknum. HK skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiksins og náði að minnka muninn í 18-13. Valsliðið skoraði næstu tvö mörk en annar góður sprettur HK (8-3) kom muninum niður í þrjú mörk, 25-23. Valsliðið hélt áfram að nýta sér hraðaupphlaupin og komst aftur fimm mörkum yfir, 29-24 en átta af tólf mörkum liðsins í seinni hálfleik höfðu þarna komið úr hraðaupphlaupum. Valsliðið gerði síðan út um leikinn á lokakaflanum og unnu frekar öruggan sigur.HK - Valur 25-32 (9-17)Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 7/3, Brynja Magnúsdóttir 5/4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Emma Havin Davoody 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 16Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 7, Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 4/1, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4/1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 4.
Olís-deild kvenna Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Fleiri fréttir Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Sjá meira