Björk Gunnarsdóttir skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Breiðablik en hún kemur til félagsins frá Val.
Björk hóf ferilinn í Stjörnunni þar sem hún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins fjórtán ára gömul. Í dag er hún 24 ára og á að baki 163 leiki í deild og bikar með Stjörnunni og Val en hún gekk til liðs við síðarnefnda félagið árið 2010. Hún skoraði alls 89 mörk í þessum leikjum, þar af fjögur í alls 22 leikjum í sumar.
Þetta er mikill og góður styrkur fyrir Breiðablik sem endaði í sjötta sæti Pepsi-deildar kvenna í sumar. Stjarnan varð þá Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins en Valskonur höfnuðu í öðru sæti.
