Öll úrslitin í Evrópudeildinni - Tottenham, Stoke og Birmingham á sigurbraut Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2011 21:20 Roman Pavlyuchenko. Mynd/Nordic Photos/Getty Þriðja umferð Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld og er keppni í riðlinum nú hálfnuð. Fjögur Íslendingalið voru á ferðinni og aðeins eitt stig af tólf mögulegum komu í hús. Ensku liðin Stoke, Tottenham og Birmingham unnu sína leiki en Fulham tapaði. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunaliði FC Kaupmannahöfn sem gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti þýska liðuinu Hannover 96. FCK jafnaði tvisvar þar af skoraði César Santín jöfnunarmarkið mínútu fyrir leikslok. Roman Pavlyuchenko tryggði Tottenham 1-0 sigur á Rubin Kazan með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 34. mínútu. Tottenham er með 7 stig á toppnum, tveimur meira en PAOK. Stoke komst í 3-0 eftir rúman hálftíma á móti Maccabi Tel Aviv en missti svo Cameron Jerome útaf með rautt á 43. mínútu. Það var orðið jafn í liðum á 55. mínútu en Stoke landaði 3-0 sigri og er með þriggja stiga forskot á toppnum. Chris Wood tryggði Birmingham 2-1 útisigur á Club Brugge með marki á 90. mínútu en enska b-deildarliðið lenti undir eftir aðeins þrjár mínútur. Bæði liðin eru með sex stig í tveimur efstu sætum H-riðilsins Þýska liðið Schalke er á toppnum í J-riðli eftir 5-0 stórsigur á AEK Larnaca á Kýpur. Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar skoraði tvö mörk í leiknum. Maccabi Haifa vann líka 5-0 og það stefnir allt í að þessi lið fari upp úr riðlinum. Udinese tryggði sér 2-0 sigur á Atletico Madrid með tveimur mörkum í blálokin í toppslag I-riðils en sigurvegari leiksins hefði náð þriggja stiga forskot á toppnum. Udinese er nú með 7 stig en Atletico Madrid hefur 4 stig eða tveimur meira en bæði Celtic og Stade Rennes sem gerðu jafntefli í hinum leik riðilsins Fulham tapaði 1-0 á útivelli með móti Wisla Kraká og er því aðeins með eins stigs forskot á OB og Wisla í baráttunni um annað sætipð. Twente vann OB 4-1 á útivelli og er með þriggja stiga forskot á toppnum.Úrslit í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillTottenham-Rubin Kazan 1-0 1-0 Roman Pavlyuchenko (34.)Paok Thessaloniki-Shamrock Rovers 2-1B-riðillStandard Liege-orskla Poltava 0-0Hannover 96-FC Kaupmannahöfn 2-2 1-0 Christian Pander (29.), 1-1 Dame N'Doye (67.), 2-1 Sergio Pinto (81.), 2-2 César Santín (89.)C-riðill Rapid Búkarest-Legia Warszawa 0-1 Hapoel Tel Aviv-Psv Eindhoven 0-1D-riðill Sporting Lissabon-FC Vaslui 2-0 FC Zurich-Lazio Roma 1-1E-riðillStoke-Maccabi Tel Aviv 3-0 1-0 Kenwyne Jones (12.), 2-0 Cameron Jerome (24.), 3-0 Ryan Shotton (32.)Dynamo Kiev-Besiktas Istanbul 1-0F-riðillAthletic Bilbao-Salzburg 2-2 0-1 Roman Wallner (30.), 0-2 Leonardo (36.), 1-2 Fernando Llorente (69.), 2-2 Fernando Llorente (75.)Slovan Bratislava-Paris ST Germain 0-0G-riðillMalmo FF-Metalist Kharkiv 1-4Az Alkmaar-Austria Vienna 2-2 0-1 sjálfsmark (19.), 0-2 Alexander Gorgon (29.), 1-2 Sjálfmark (80.), 2-2 Pontus Wernbloom (83.)H-riðillNK Maribor-Sporting Braga 1-1Club Brugge-Birmingham 1-2 1-0 Joseph Akpala (3.), 1-1 David Murphy (26.), 1-2 Chris Wood (90.)I-riðillUdinese-Atletico Madrid 2-0 1-0 Mhedi Benatia (88.), 2-0 Antonio Floro Flores (90.)Stade Rennes-Celtic 1-1 1-0 Sjálfsmark (30.), 1-1 Joe Ledley (70.).J-riðillAEK Larnaca-FC Schalke 04 0-5 0-1 Lewis Holtby (23.), 0-2 Klaas-Jan Huntelaar (35.), 0-3 Benedikt Höwedes (40.), 0-4 Julian Draxler (87.), 0-5 Klaas-Jan Huntelaar (89.)Maccabi Haifa-Steaua Búkarest 5-0K-riðillOdense BK-FC Twente Enschede 1-4 0-1 Wout Brama (13.), 0-2 Emir Bajrami (31.), 0-3 Nacer Chadli (65.), 1-3 Baye Djiby Fall (71.), 1-4 Luuk De Jong (82.)Wisla Krakó-Fulham 1-0 1-0 Dudu Biton (60.)L-riðillLokomotiv Moskva-AEK Aþena 3-1 1-0 Dmitri Sychev (47.), 2-0 Dmitri Sychev (71.), 2-1 Dimitris Sialmas (89.), 3-1 Felipe Caicedo (90.)Sturm Graz-Anderlecht 0-2 Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Arsenal gæti spilað á Wembley á meðan Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira
Þriðja umferð Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld og er keppni í riðlinum nú hálfnuð. Fjögur Íslendingalið voru á ferðinni og aðeins eitt stig af tólf mögulegum komu í hús. Ensku liðin Stoke, Tottenham og Birmingham unnu sína leiki en Fulham tapaði. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunaliði FC Kaupmannahöfn sem gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti þýska liðuinu Hannover 96. FCK jafnaði tvisvar þar af skoraði César Santín jöfnunarmarkið mínútu fyrir leikslok. Roman Pavlyuchenko tryggði Tottenham 1-0 sigur á Rubin Kazan með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 34. mínútu. Tottenham er með 7 stig á toppnum, tveimur meira en PAOK. Stoke komst í 3-0 eftir rúman hálftíma á móti Maccabi Tel Aviv en missti svo Cameron Jerome útaf með rautt á 43. mínútu. Það var orðið jafn í liðum á 55. mínútu en Stoke landaði 3-0 sigri og er með þriggja stiga forskot á toppnum. Chris Wood tryggði Birmingham 2-1 útisigur á Club Brugge með marki á 90. mínútu en enska b-deildarliðið lenti undir eftir aðeins þrjár mínútur. Bæði liðin eru með sex stig í tveimur efstu sætum H-riðilsins Þýska liðið Schalke er á toppnum í J-riðli eftir 5-0 stórsigur á AEK Larnaca á Kýpur. Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar skoraði tvö mörk í leiknum. Maccabi Haifa vann líka 5-0 og það stefnir allt í að þessi lið fari upp úr riðlinum. Udinese tryggði sér 2-0 sigur á Atletico Madrid með tveimur mörkum í blálokin í toppslag I-riðils en sigurvegari leiksins hefði náð þriggja stiga forskot á toppnum. Udinese er nú með 7 stig en Atletico Madrid hefur 4 stig eða tveimur meira en bæði Celtic og Stade Rennes sem gerðu jafntefli í hinum leik riðilsins Fulham tapaði 1-0 á útivelli með móti Wisla Kraká og er því aðeins með eins stigs forskot á OB og Wisla í baráttunni um annað sætipð. Twente vann OB 4-1 á útivelli og er með þriggja stiga forskot á toppnum.Úrslit í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillTottenham-Rubin Kazan 1-0 1-0 Roman Pavlyuchenko (34.)Paok Thessaloniki-Shamrock Rovers 2-1B-riðillStandard Liege-orskla Poltava 0-0Hannover 96-FC Kaupmannahöfn 2-2 1-0 Christian Pander (29.), 1-1 Dame N'Doye (67.), 2-1 Sergio Pinto (81.), 2-2 César Santín (89.)C-riðill Rapid Búkarest-Legia Warszawa 0-1 Hapoel Tel Aviv-Psv Eindhoven 0-1D-riðill Sporting Lissabon-FC Vaslui 2-0 FC Zurich-Lazio Roma 1-1E-riðillStoke-Maccabi Tel Aviv 3-0 1-0 Kenwyne Jones (12.), 2-0 Cameron Jerome (24.), 3-0 Ryan Shotton (32.)Dynamo Kiev-Besiktas Istanbul 1-0F-riðillAthletic Bilbao-Salzburg 2-2 0-1 Roman Wallner (30.), 0-2 Leonardo (36.), 1-2 Fernando Llorente (69.), 2-2 Fernando Llorente (75.)Slovan Bratislava-Paris ST Germain 0-0G-riðillMalmo FF-Metalist Kharkiv 1-4Az Alkmaar-Austria Vienna 2-2 0-1 sjálfsmark (19.), 0-2 Alexander Gorgon (29.), 1-2 Sjálfmark (80.), 2-2 Pontus Wernbloom (83.)H-riðillNK Maribor-Sporting Braga 1-1Club Brugge-Birmingham 1-2 1-0 Joseph Akpala (3.), 1-1 David Murphy (26.), 1-2 Chris Wood (90.)I-riðillUdinese-Atletico Madrid 2-0 1-0 Mhedi Benatia (88.), 2-0 Antonio Floro Flores (90.)Stade Rennes-Celtic 1-1 1-0 Sjálfsmark (30.), 1-1 Joe Ledley (70.).J-riðillAEK Larnaca-FC Schalke 04 0-5 0-1 Lewis Holtby (23.), 0-2 Klaas-Jan Huntelaar (35.), 0-3 Benedikt Höwedes (40.), 0-4 Julian Draxler (87.), 0-5 Klaas-Jan Huntelaar (89.)Maccabi Haifa-Steaua Búkarest 5-0K-riðillOdense BK-FC Twente Enschede 1-4 0-1 Wout Brama (13.), 0-2 Emir Bajrami (31.), 0-3 Nacer Chadli (65.), 1-3 Baye Djiby Fall (71.), 1-4 Luuk De Jong (82.)Wisla Krakó-Fulham 1-0 1-0 Dudu Biton (60.)L-riðillLokomotiv Moskva-AEK Aþena 3-1 1-0 Dmitri Sychev (47.), 2-0 Dmitri Sychev (71.), 2-1 Dimitris Sialmas (89.), 3-1 Felipe Caicedo (90.)Sturm Graz-Anderlecht 0-2
Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Arsenal gæti spilað á Wembley á meðan Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira