Öll úrslitin í Evrópudeildinni - Tottenham, Stoke og Birmingham á sigurbraut Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2011 21:20 Roman Pavlyuchenko. Mynd/Nordic Photos/Getty Þriðja umferð Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld og er keppni í riðlinum nú hálfnuð. Fjögur Íslendingalið voru á ferðinni og aðeins eitt stig af tólf mögulegum komu í hús. Ensku liðin Stoke, Tottenham og Birmingham unnu sína leiki en Fulham tapaði. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunaliði FC Kaupmannahöfn sem gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti þýska liðuinu Hannover 96. FCK jafnaði tvisvar þar af skoraði César Santín jöfnunarmarkið mínútu fyrir leikslok. Roman Pavlyuchenko tryggði Tottenham 1-0 sigur á Rubin Kazan með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 34. mínútu. Tottenham er með 7 stig á toppnum, tveimur meira en PAOK. Stoke komst í 3-0 eftir rúman hálftíma á móti Maccabi Tel Aviv en missti svo Cameron Jerome útaf með rautt á 43. mínútu. Það var orðið jafn í liðum á 55. mínútu en Stoke landaði 3-0 sigri og er með þriggja stiga forskot á toppnum. Chris Wood tryggði Birmingham 2-1 útisigur á Club Brugge með marki á 90. mínútu en enska b-deildarliðið lenti undir eftir aðeins þrjár mínútur. Bæði liðin eru með sex stig í tveimur efstu sætum H-riðilsins Þýska liðið Schalke er á toppnum í J-riðli eftir 5-0 stórsigur á AEK Larnaca á Kýpur. Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar skoraði tvö mörk í leiknum. Maccabi Haifa vann líka 5-0 og það stefnir allt í að þessi lið fari upp úr riðlinum. Udinese tryggði sér 2-0 sigur á Atletico Madrid með tveimur mörkum í blálokin í toppslag I-riðils en sigurvegari leiksins hefði náð þriggja stiga forskot á toppnum. Udinese er nú með 7 stig en Atletico Madrid hefur 4 stig eða tveimur meira en bæði Celtic og Stade Rennes sem gerðu jafntefli í hinum leik riðilsins Fulham tapaði 1-0 á útivelli með móti Wisla Kraká og er því aðeins með eins stigs forskot á OB og Wisla í baráttunni um annað sætipð. Twente vann OB 4-1 á útivelli og er með þriggja stiga forskot á toppnum.Úrslit í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillTottenham-Rubin Kazan 1-0 1-0 Roman Pavlyuchenko (34.)Paok Thessaloniki-Shamrock Rovers 2-1B-riðillStandard Liege-orskla Poltava 0-0Hannover 96-FC Kaupmannahöfn 2-2 1-0 Christian Pander (29.), 1-1 Dame N'Doye (67.), 2-1 Sergio Pinto (81.), 2-2 César Santín (89.)C-riðill Rapid Búkarest-Legia Warszawa 0-1 Hapoel Tel Aviv-Psv Eindhoven 0-1D-riðill Sporting Lissabon-FC Vaslui 2-0 FC Zurich-Lazio Roma 1-1E-riðillStoke-Maccabi Tel Aviv 3-0 1-0 Kenwyne Jones (12.), 2-0 Cameron Jerome (24.), 3-0 Ryan Shotton (32.)Dynamo Kiev-Besiktas Istanbul 1-0F-riðillAthletic Bilbao-Salzburg 2-2 0-1 Roman Wallner (30.), 0-2 Leonardo (36.), 1-2 Fernando Llorente (69.), 2-2 Fernando Llorente (75.)Slovan Bratislava-Paris ST Germain 0-0G-riðillMalmo FF-Metalist Kharkiv 1-4Az Alkmaar-Austria Vienna 2-2 0-1 sjálfsmark (19.), 0-2 Alexander Gorgon (29.), 1-2 Sjálfmark (80.), 2-2 Pontus Wernbloom (83.)H-riðillNK Maribor-Sporting Braga 1-1Club Brugge-Birmingham 1-2 1-0 Joseph Akpala (3.), 1-1 David Murphy (26.), 1-2 Chris Wood (90.)I-riðillUdinese-Atletico Madrid 2-0 1-0 Mhedi Benatia (88.), 2-0 Antonio Floro Flores (90.)Stade Rennes-Celtic 1-1 1-0 Sjálfsmark (30.), 1-1 Joe Ledley (70.).J-riðillAEK Larnaca-FC Schalke 04 0-5 0-1 Lewis Holtby (23.), 0-2 Klaas-Jan Huntelaar (35.), 0-3 Benedikt Höwedes (40.), 0-4 Julian Draxler (87.), 0-5 Klaas-Jan Huntelaar (89.)Maccabi Haifa-Steaua Búkarest 5-0K-riðillOdense BK-FC Twente Enschede 1-4 0-1 Wout Brama (13.), 0-2 Emir Bajrami (31.), 0-3 Nacer Chadli (65.), 1-3 Baye Djiby Fall (71.), 1-4 Luuk De Jong (82.)Wisla Krakó-Fulham 1-0 1-0 Dudu Biton (60.)L-riðillLokomotiv Moskva-AEK Aþena 3-1 1-0 Dmitri Sychev (47.), 2-0 Dmitri Sychev (71.), 2-1 Dimitris Sialmas (89.), 3-1 Felipe Caicedo (90.)Sturm Graz-Anderlecht 0-2 Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira
Þriðja umferð Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld og er keppni í riðlinum nú hálfnuð. Fjögur Íslendingalið voru á ferðinni og aðeins eitt stig af tólf mögulegum komu í hús. Ensku liðin Stoke, Tottenham og Birmingham unnu sína leiki en Fulham tapaði. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunaliði FC Kaupmannahöfn sem gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti þýska liðuinu Hannover 96. FCK jafnaði tvisvar þar af skoraði César Santín jöfnunarmarkið mínútu fyrir leikslok. Roman Pavlyuchenko tryggði Tottenham 1-0 sigur á Rubin Kazan með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 34. mínútu. Tottenham er með 7 stig á toppnum, tveimur meira en PAOK. Stoke komst í 3-0 eftir rúman hálftíma á móti Maccabi Tel Aviv en missti svo Cameron Jerome útaf með rautt á 43. mínútu. Það var orðið jafn í liðum á 55. mínútu en Stoke landaði 3-0 sigri og er með þriggja stiga forskot á toppnum. Chris Wood tryggði Birmingham 2-1 útisigur á Club Brugge með marki á 90. mínútu en enska b-deildarliðið lenti undir eftir aðeins þrjár mínútur. Bæði liðin eru með sex stig í tveimur efstu sætum H-riðilsins Þýska liðið Schalke er á toppnum í J-riðli eftir 5-0 stórsigur á AEK Larnaca á Kýpur. Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar skoraði tvö mörk í leiknum. Maccabi Haifa vann líka 5-0 og það stefnir allt í að þessi lið fari upp úr riðlinum. Udinese tryggði sér 2-0 sigur á Atletico Madrid með tveimur mörkum í blálokin í toppslag I-riðils en sigurvegari leiksins hefði náð þriggja stiga forskot á toppnum. Udinese er nú með 7 stig en Atletico Madrid hefur 4 stig eða tveimur meira en bæði Celtic og Stade Rennes sem gerðu jafntefli í hinum leik riðilsins Fulham tapaði 1-0 á útivelli með móti Wisla Kraká og er því aðeins með eins stigs forskot á OB og Wisla í baráttunni um annað sætipð. Twente vann OB 4-1 á útivelli og er með þriggja stiga forskot á toppnum.Úrslit í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillTottenham-Rubin Kazan 1-0 1-0 Roman Pavlyuchenko (34.)Paok Thessaloniki-Shamrock Rovers 2-1B-riðillStandard Liege-orskla Poltava 0-0Hannover 96-FC Kaupmannahöfn 2-2 1-0 Christian Pander (29.), 1-1 Dame N'Doye (67.), 2-1 Sergio Pinto (81.), 2-2 César Santín (89.)C-riðill Rapid Búkarest-Legia Warszawa 0-1 Hapoel Tel Aviv-Psv Eindhoven 0-1D-riðill Sporting Lissabon-FC Vaslui 2-0 FC Zurich-Lazio Roma 1-1E-riðillStoke-Maccabi Tel Aviv 3-0 1-0 Kenwyne Jones (12.), 2-0 Cameron Jerome (24.), 3-0 Ryan Shotton (32.)Dynamo Kiev-Besiktas Istanbul 1-0F-riðillAthletic Bilbao-Salzburg 2-2 0-1 Roman Wallner (30.), 0-2 Leonardo (36.), 1-2 Fernando Llorente (69.), 2-2 Fernando Llorente (75.)Slovan Bratislava-Paris ST Germain 0-0G-riðillMalmo FF-Metalist Kharkiv 1-4Az Alkmaar-Austria Vienna 2-2 0-1 sjálfsmark (19.), 0-2 Alexander Gorgon (29.), 1-2 Sjálfmark (80.), 2-2 Pontus Wernbloom (83.)H-riðillNK Maribor-Sporting Braga 1-1Club Brugge-Birmingham 1-2 1-0 Joseph Akpala (3.), 1-1 David Murphy (26.), 1-2 Chris Wood (90.)I-riðillUdinese-Atletico Madrid 2-0 1-0 Mhedi Benatia (88.), 2-0 Antonio Floro Flores (90.)Stade Rennes-Celtic 1-1 1-0 Sjálfsmark (30.), 1-1 Joe Ledley (70.).J-riðillAEK Larnaca-FC Schalke 04 0-5 0-1 Lewis Holtby (23.), 0-2 Klaas-Jan Huntelaar (35.), 0-3 Benedikt Höwedes (40.), 0-4 Julian Draxler (87.), 0-5 Klaas-Jan Huntelaar (89.)Maccabi Haifa-Steaua Búkarest 5-0K-riðillOdense BK-FC Twente Enschede 1-4 0-1 Wout Brama (13.), 0-2 Emir Bajrami (31.), 0-3 Nacer Chadli (65.), 1-3 Baye Djiby Fall (71.), 1-4 Luuk De Jong (82.)Wisla Krakó-Fulham 1-0 1-0 Dudu Biton (60.)L-riðillLokomotiv Moskva-AEK Aþena 3-1 1-0 Dmitri Sychev (47.), 2-0 Dmitri Sychev (71.), 2-1 Dimitris Sialmas (89.), 3-1 Felipe Caicedo (90.)Sturm Graz-Anderlecht 0-2
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira