Sögulegt tap Colts í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2011 13:30 Peyton Manning trúði vart eigin augum í gær. Nordic Photos / Getty Images Hræðilegt gengi Indianapolis Colts hélt áfram í NFL-deildinni í gær er liðið fékk á sig 62 stig gegn New Orleans Saints í gær. Colts náði einu snertimarki í leiknum og skoraði alls sjö stig. Ekkert lið hefur skorað meira í einum og sama leiknum síðan að AFL og NFL-deildirnar voru sameinaðar árið 1970 en Saints í gær. Leikmenn Colts voru skelfilega mistækir allan leikinn og fyrir það refsaði New Orleans grimmilega. Colts hefur tapað öllum sjö leikjum sínum á tímabilinu til þessa og saknar greinilega leikstjórandans Peyton Manning mikið. Manning hefur verið frá vegna meiðsla á hálsi allt tímabilið og var á meðal áhorfenda í gær. Með tapinu er ljóst að Colts mun ekki komast í tíu sigurleiki á þessari leiktíð og er það í fyrsta sinn í níu ár sem það gerist. En þar sem liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum er viðbúið að þetta verði eitt allra versta tímabil í sögu félagsins. Meðal annarra úrslita má nefna sigur Denver Broncos á Miami Dolphins, 18-15, í framlengdum leik þar sem að Tim Tebow, leikstjórnandi Broncos, fór á kostum í lok venjulegs lektíma. Hann bjó til tvö snertimörk á síðustu þremur mínútunum sem tryggði Denver framlengingu. Denver skoraði ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Matt Prater tryggði svo liðinu sigur í framlengingu með 52 jarda vallarmarki. Þá vann Chicago sigur á Tampa Bay, 24-18, í leik sem fór fram á Wembley-leikvanginum um helgina. Matt Forte hljóp 145 jarda í leiknum og skoraði eitt snertimark. Green Bay Packers vann svo sjöunda leikinn sinn í röð er liðið mætti Minnesota Vikings og vann sex stiga sigur, 33-27. NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira
Hræðilegt gengi Indianapolis Colts hélt áfram í NFL-deildinni í gær er liðið fékk á sig 62 stig gegn New Orleans Saints í gær. Colts náði einu snertimarki í leiknum og skoraði alls sjö stig. Ekkert lið hefur skorað meira í einum og sama leiknum síðan að AFL og NFL-deildirnar voru sameinaðar árið 1970 en Saints í gær. Leikmenn Colts voru skelfilega mistækir allan leikinn og fyrir það refsaði New Orleans grimmilega. Colts hefur tapað öllum sjö leikjum sínum á tímabilinu til þessa og saknar greinilega leikstjórandans Peyton Manning mikið. Manning hefur verið frá vegna meiðsla á hálsi allt tímabilið og var á meðal áhorfenda í gær. Með tapinu er ljóst að Colts mun ekki komast í tíu sigurleiki á þessari leiktíð og er það í fyrsta sinn í níu ár sem það gerist. En þar sem liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum er viðbúið að þetta verði eitt allra versta tímabil í sögu félagsins. Meðal annarra úrslita má nefna sigur Denver Broncos á Miami Dolphins, 18-15, í framlengdum leik þar sem að Tim Tebow, leikstjórnandi Broncos, fór á kostum í lok venjulegs lektíma. Hann bjó til tvö snertimörk á síðustu þremur mínútunum sem tryggði Denver framlengingu. Denver skoraði ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Matt Prater tryggði svo liðinu sigur í framlengingu með 52 jarda vallarmarki. Þá vann Chicago sigur á Tampa Bay, 24-18, í leik sem fór fram á Wembley-leikvanginum um helgina. Matt Forte hljóp 145 jarda í leiknum og skoraði eitt snertimark. Green Bay Packers vann svo sjöunda leikinn sinn í röð er liðið mætti Minnesota Vikings og vann sex stiga sigur, 33-27.
NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira