Forráðamenn NFL-deildarinnar eru hæstánægðir með hversu mikla athygli leikirnir í London á síðustu árum hafa fengið. Nú hefur deildin staðfest að spilaður verði deildarleikur á Englandi til ársins 2016 hið minnsta.
Eigendur liðanna vilja jafnvel fjölga leikjum í London. Lið geta svo boðist til þess að leika að minnsta kosti einn leik á ári í London.
Tampa Bay og Chicago mætast á Wembley að þessu sinni en þetta er fimmta árið í röð sem NFL kemur til London. Sá leikur skráist sem heimaleikur Tampa.
