Þýska blaðið Der Spiegel hefur greint frá því að líklega hafi þrír leikmenn vestur-þýska landsliðsins í fótbolta brotið lyfjareglur á HM 1966.
Blaðamenn Der Spiegel segjast hafa séð bréf þar sem gefið er í skyn að þrír leikmenn liðsins hafi tekið ólöglegt flensumeðal. Í meðalinu var effedrín sem var ólöglegt þá rétt eins og nú.
Þjóðverjar töpuðu úrslitaleik mótsins gegn Englandi, 4-2.
Nöfn leikmanna voru ekki gefin upp en þeir þurfa líklega ekki að hafa áhyggjur af leikbönnum.
Leikmenn Þýskalands sagðir hafa brotið lyfjareglur á HM 1966

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti



Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti

Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
