Margrét Kara: Náðum að drepa þær í seinni hálfleik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2011 19:32 „Við kláruðum þetta í seinni hálfleik en mér fannst þetta opið í hálfleik. Við náðum að drepa þær í seinni,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir sem átti frábæran leik í sigri KR á Keflavík í dag í Meistaraleik KKÍ. „Um leið og við förum að spila góða vörn falla hlutirnir með okkur. Við leggjum upp með að spila sem bestu og grimmustu vörnina og þá kemur hitt allt saman,“ sagði Kara sem 22 stig og tók 10 fráköst. KR-liðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar frá því í fyrra. Mikilvægir leikmenn hafa yfirgefið félagið en nýir sterkir leikmenn komnir í stað þeirra. „Við erum stelpur úr öllum áttum og erum ennþá að pússa okkur saman. Þetta lítur bara vel út,“ sagði Kara. Reyana Colson, Bandaríkjamaðurinn í liði KR, átti frábæran leik og virðist falla vel inn í lið Vesturbæinga. „Hún spilaði virkilega vel í kvöld. Þetta er frábær varnarmaður og yndislegt að hafa hana fyrir framan sig að spila vörn. Þá getur maður verið að einbeita sér að stela boltum.“ Colson var afar dugleg fremst á vellinum að pressa unga dripplara Keflavíkur. „Hún (Colson) er auðvitað algjör varnarmaður fyrst og fremst. Þótt hún sé að skora helling er það allt úr stolnum boltum, svolítið eins og Marcus Walker í karlaliðinu í fyrra. Það er lottó að fá svona leikmann,“ sagði Kara sem telur að Keflavíkurstúlkur vanti afgerandi dripplara. Keflavík lagði KR-stúlkur í úrslitum Lengjubikarsins á dögunum. Í dag virkuðu liðin í tveimur gæðaflokkum því yfirburðir KR-stúlkna voru mjög miklir. „Okkur gekk ekki vel þá. Vorum engan ekki tilbúnar, spiluðum nánast enga vörn og tókum engin fráköst. Við komum líka sárar tilbaka og fengum að hefna.“ Kara segir sérstaklega skemmtilegt að leggja Keflavík að velli. „Já, það er náttúrulega gamla liðið mitt. Það er verra að tapa á móti þeim og skemmtilegra að vinna.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
„Við kláruðum þetta í seinni hálfleik en mér fannst þetta opið í hálfleik. Við náðum að drepa þær í seinni,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir sem átti frábæran leik í sigri KR á Keflavík í dag í Meistaraleik KKÍ. „Um leið og við förum að spila góða vörn falla hlutirnir með okkur. Við leggjum upp með að spila sem bestu og grimmustu vörnina og þá kemur hitt allt saman,“ sagði Kara sem 22 stig og tók 10 fráköst. KR-liðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar frá því í fyrra. Mikilvægir leikmenn hafa yfirgefið félagið en nýir sterkir leikmenn komnir í stað þeirra. „Við erum stelpur úr öllum áttum og erum ennþá að pússa okkur saman. Þetta lítur bara vel út,“ sagði Kara. Reyana Colson, Bandaríkjamaðurinn í liði KR, átti frábæran leik og virðist falla vel inn í lið Vesturbæinga. „Hún spilaði virkilega vel í kvöld. Þetta er frábær varnarmaður og yndislegt að hafa hana fyrir framan sig að spila vörn. Þá getur maður verið að einbeita sér að stela boltum.“ Colson var afar dugleg fremst á vellinum að pressa unga dripplara Keflavíkur. „Hún (Colson) er auðvitað algjör varnarmaður fyrst og fremst. Þótt hún sé að skora helling er það allt úr stolnum boltum, svolítið eins og Marcus Walker í karlaliðinu í fyrra. Það er lottó að fá svona leikmann,“ sagði Kara sem telur að Keflavíkurstúlkur vanti afgerandi dripplara. Keflavík lagði KR-stúlkur í úrslitum Lengjubikarsins á dögunum. Í dag virkuðu liðin í tveimur gæðaflokkum því yfirburðir KR-stúlkna voru mjög miklir. „Okkur gekk ekki vel þá. Vorum engan ekki tilbúnar, spiluðum nánast enga vörn og tókum engin fráköst. Við komum líka sárar tilbaka og fengum að hefna.“ Kara segir sérstaklega skemmtilegt að leggja Keflavík að velli. „Já, það er náttúrulega gamla liðið mitt. Það er verra að tapa á móti þeim og skemmtilegra að vinna.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira