Grindavík fagnaði í gær sigri í Meistarakeppni KKÍ í karlaflokki eftir nauman sigur á Íslands- og bikarmeisturum KR í DHL-höllinni í gær, 87-85.
Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindavíkur í leiknum en hann skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út.
KR-ingar voru reyndar ósáttir við að karfan hafi fengið að standa þar sem að þeir töldu ómögulegt fyrir Pál Axel að ná skoti á svo stuttum tíma. Grindavík hafði aðeins hálfa sekúndu til að taka lokaskotið í leiknum.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á staðnum og tók þessar myndir.
