Það fóru þrír leikir fram í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukakonur eru búnar að vinna báða leiki sína í keppninni og Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu sinn fyrsta leik sem fram fór í Hólminun. Valskonur eru búnar að vinna tvo leiki í röð eftir tap í Njarðvík í fyrsta leik.
Haukakonur mæta sterkar til leiks í vetur, þær fylgdu eftir stórsigri á Stjörnunni með því að vinna 21 stigs sigur á Njarðvík, 82-61, á Ásvöllum í kvöld. Jence Ann Rhoads var með 27 stig og 10 fráköst í liði Hauka og Margrét Rósa Hálfdánardótir skoraði 16 stig. Lele Hardy var með 12 stig hjá Njarðvík.
Birna Valgarðsdóttir skoraði 17 stig fyrir keflavík sem vann 75-71 sigur á Snæfelli í Stykkishólmi. Jaleesa Butler, fyrrum leikmaður Hamars, lék sinn fyrsta leik með Keflavík og var með 11 stig, 9 fráköst og 6 stolna bolta. Hildur Sigurðardóttir skoraði 22 stig fyrir Snæfell.
María Ben Erlingsdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir skoruðu síðan báðar tólf stig fyrir Val sem vann 73-62 sigur á Stjörnunni í Vodafonehöllinni. Valur er búið að vinna tvo leiki eins og Haukar en hefur leikið leik meira.
Úrslit og stigaskor í Lengjubikar kvenna í kvöld:
A-riðill
Snæfell-Keflavík 71-75 (22-19, 14-20, 18-18, 17-18)
Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 22 (9 fráköst), Shannon McKaver 19(9 fráköst), Berglind Gunnarsdóttir 9, Alda Leif Jónsdóttir 8 (8 fráköst/5 stoðsendingar), Hildur Björg Kjartansdóttir 7 (11 fráköst), Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3 (5 fráköst), Björg Guðrún Einarsdóttir 3.
Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17 (9 fráköst), Thelma Hrund Tryggvadóttir 12 (4 fráköst), Helga Hallgrímsdóttir 11 (5 fráköst), Jaleesa Butler 11 (9 fráköst/6 stolnir), Sara Rún Hinriksdóttir 11, Pálína Gunnlaugsdóttir 7 (11 fráköst/7 stoðsendingar), Lovísa Falsdóttir 3, Marín Rós Karlsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 1 (5 fráköst).
B-riðill
Haukar-Njarðvík 82-61 (24-19, 22-19, 16-14, 20-9)
Haukar: Jence Ann Rhoads 27 (10 fráköst), Margrét Rósa Hálfdánardótir 16 (5 fráköst/5 stolnir), Íris Sverrisdóttir 14, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14 (6 fráköst/5 stoðsendingar), Auður Íris Ólafsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundardóttir 3 (6 fráköst), Sara Pálmadóttir 3 (10 fráköst), Inga Sif Sigfúsdóttir 2.
Njarðvík: Lele Hardy 12 (9 fráköst/6 stoðsendingar), Eyrún Líf Sigurðardóttir 11, Shanae Baker 7 (4 fráköst), Petrúnella Skúladóttir 7, Salbjörg Sævarsdóttir 5 (6 fráköst), Ólöf Helga Pálsdóttir 5, Aníta Carter Kristmundsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Harpa Hallgrímsdóttir 2 (6 fráköst), Erna Hákonardóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2.
Valur-Stjarnan 73-62 (26-18, 10-11, 19-17, 18-16)
Valur: María Ben Erlingsdóttir 12 (5 fráköst), Kristrún Sigurjónsdóttir 12, Guðbjörg Sverrisdóttir 9, Þórunn Bjarnadóttir 7 (7 fráköst), María Björnsdóttir 7 (10 fráköst), Kristín Óladóttir 7 (4 fráköst), Hallveig Jónsdóttir 7 (4 fráköst), Berglind Karen Ingvarsdóttir 4 (4 fráköst), Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4 (4 fráköst), Ragnheiður Benónísdóttir 4.
Stjarnan: Bára Fanney Hálfdanardóttir 14, Heiðrún Ösp Hauksdóttir 14 (4 fráköst), Bryndís Hanna Hreinsdóttir 11 (8 fráköst), Erla Dís Þórsdóttir 6, Lára Flosadóttir 5, Guðrún Sif Unnarsdóttir 5 (7 fráköst), Rebekka Ragnarsdóttir 3, Andrea Ösp Pálsdóttir 2, María Björk Ásgeirsdóttir 2.
Keflavík, Haukar og Valur unnu leiki sína í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
